Sunnanfari - 01.09.1892, Blaðsíða 5

Sunnanfari - 01.09.1892, Blaðsíða 5
29 nokkurn mann sjá hjá sér skammarlitið. A nokkr- um stöðum i bók þessari bregður fyrir ýmsu, sem betur hefði átt heima i bókmentasögunni en hér. Annars teljum vér gott að fá þetta kver, þótt hin forna bragfræði hafi reyndar i sjálfu sér hálflitla þýðingu fyrir skáld vor nú, þar sem bragreglur eru nú albreyttar að mörgu frá því, sem var í fornöld, svo að hún er nær »tóm saga«. Eingu að síður er mönnum þó skylt að vita eitthvað um þetta efni. En ætti að fara út í hvað eina i bók þessari ná- kvæmlega yrði það langt mál. c. Ágrip af bókmentasögu íslands eptir Finn Jónsson, II, 1400—1890. Vér höfum í fyrra minzt á fyrra hepti þessa kvers, og gleymdun þó þá að geta þess, að það er villa í því, þar sem segir (bls. 76) að Staða-Árni hafi verið biskup i Skál- holti 1264—1298. Hann varð ekki biskup fyrri en 1269.1) Nú skulum vér minnast á þetta siðara hepti. Um búninginn verðum vér að segja nokkuð hið sama og á fyrra heptinu, þó finst oss hann öllu skárri, og snögt um betra mál er á kverinu i heild sinni en á ritdómi þeim, er Dr. Valtýr Guð- mundsson ritaði um það í Austra (II, 11—12). það er sjálfsagt að þegar rituð eru ágrip bók- mentasögu, sem þetta er, verður ætið álitamál hvað skuli taka og hverju sleppa, og þarf meiri rann- sókna við til þess að i lagi fari, en ætla má að höfundur þessa kvers hafi getað gert um bókmentir 17. og 18. aldarinnar. þó verður ekki annað sagt en að hann færi optari nærri þvi, sem rétt er, og nefni að jafnaði það, sem helzt má telja, þótt stundum skeiki nokkuð bæði í því og hversu dæmt er um ýms atriði, og skulum vér nefna nokkur dæmi þess. A 16. öld nefnir höfundurinn að vísu mart af heldri skáldunum, en dæmir fremur smekklítið um þau, t. a. m. um þórð á Strjúgi. þórður var gott skáld um mart eptir því sem þá gerðist, þótt vitanlega sé ýmislegt til eptir hann, sem lélegt er, og þurfum vér ekki að spyrja neinn frétta um það. það á fremur að dæma menn eptir því, hvort þeir hafa getað ort vel, heldur en eptir því, hvort þeir hafi getað ort illa. A því tímabili hefði og átt að nefna Staðarhóls-Pál, þótt lítið sé til eptir hann, því betra skáld er hann, einkum á kesknisvísur, en flestir menn á þeim tíma, og er það skortur á skilningi þeirrar tíðar að finna það ekki. Auðsýnt má það og virðast, að sá maður muni ekki hafa átt kost á að rann- saka kveðskap 17. aldar, er nefnir ekki séra Eirík Hallsson í Höfða, því að með beztu sálmaskáldum er hann, og betra rímnaskáld var ekki uppi á 17. og 18. öld. þar sem taldir eru annálar er vitan- lega hlaupið yfir mart merkilegt. Meðal ættar- tölubóka (á bls. 40) er ekki getið ættartölubókar Steingrims biskups, sem þó er ein af þeim, sem ') l>að er heldur ekki nema hálfsatt að Kristinréttur Árna haíi eldci verið lögtekinn á íslandi. Hann var lögtekinn í Skálholtsbiskupsdæmi 1275 að fullu löglega. ágætastar eru. A bls. 74 er þess þó getið, að Steingrímur væri ættfræðingur. Merkilegt má það heita að Gísla Brynjólfssonar er ekki getið með skáldum á þessari öld, og hefir hann þó ort sumt svo, að ekki hafa aðrir gert betur. þar á móti eru talin nokkur skáld, sem ómerkari eru. það dugar ekki, i sliku riti sem þessu, að ganga fram hjá mönnum, þótt manni hafi verið illa við þá. þess má geta að Steingrímur Thorsteinsson er ekki fæddur 1831, eins og stendur á bls. 82, heldur 1830, eins og Jón Borgfirðingur telur í Rithöfundatali sínu. I lögfræðinni finst oss höfundurinn ekki vera allskostar heppinn. jbað er að vísu rétt að laga- skýringar manna frá 17. og 18. öld eru ekki allar á marga fiska, en til voru þó góðir lagamenn þá og hafa altaf verið, en Dr. Finnur gleymir nærri að geta þeirra, er helzt skyldi nefna. það er^ sök sér, að ekki er getið um frumvarp þeirra Olafs biskups Hjaltasonar og Árna Gíslasonar á Hlíð- arenda að nýjum Kristinrétti, þótt réttara hefði verið að nefna það af þvi að það er frá 16. öld, þegar Htið var um Iögfræði. Sumir telja það líka lögtekið 1575. það er og sök sér, þótt Sveinn Sölvason sé talinn »einna merkastur lagamaður« á 18. öld, þvi að hann var lærður maður. Reyndar hafa rit hans þótt hafa fremur lítið gildi, því hann grautaði alveg saman dönskum og íslenzkum lögum og tók alt gilt, þótt það hefði aldri verið birt á íslandi, svo að rit hans geta verið fremur til þess að villa en leiðbeina. En hitt er ófyrirgefanlegt, að lög- fræðisritgerða þess manns, er mesta þýðingu hafði, er svo sem ekki getið að neinu, og eigum vér hér við Magnús Stephensen, sem hefir ekki einungis ráðið þvi að breytt var mörgu í réttarfari islenzku, heldur innleiddi mildari og mannúðlegri skoðanir á lögum og refsingum en áður var og samdi ágæt lögfrædisrit bæði handa alþýðu (Handbók fyrir hvern mann, Um sættastiptanir, Legorðsmál) og lærðum mönnum (ritgjörð á latinu um Jónsbók) og bjó auk þess undir nýja útgáfu af Jónsbók, miklu betri en áður hafði gert verið. Hann var auk þess einna fyrstur maður, sem nokkuð reyndi að greina að hvað gilti og gilti ekki i lögum á fslandi og aldrei var honum um Norsku lög. Að ganga fram hjá öðru eins er óhæfa. — Fyrir þá, sem ekkert vita, má, ef til vill, verða töluvert gagn að kveri þessu. Eilíkur Magnússon bókavörður í Kambryggju hefir sent oss bækling um bankamálið, sem heitir; Salus populi suprema lex [»heill þjóðar hæstu lög«j. Landsjóður og bankinn. Cambridge 1892. 36 bls. 8vo. Séra Magnús í Laufási hefir sent oss dálítinn pésa um bindindi, sem hann hefir nýlega samið og þykir oss virðingarverð þrautsegja hans við þetta mál, ekki sízt þar sem hann hefir varla grætt á Bindisfræðinni hér um árið, svo að þetta getur ekki verið neitt gróðafyrirtæki fyrir hann.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.