Sunnanfari - 01.09.1892, Page 3

Sunnanfari - 01.09.1892, Page 3
Og sízt mundi hjörtunum hvika við það, sem herlið að múrunum færi, þó Kristur hinn austræni kæmi þar að og kóngsþrælar með honum væri. En þrælunum hafði þar lokizt upp leið og lýðnum þótt höfðínginn fagur, en annar hver guðanna útlegðar beið, og upp var nú runninn sá dagur. Um guðina nýju varð geysileg þraung: þeir geingu að dóminum prúða með reykelsis ilmi og rómverskum saung í rósfögrum hátignar skrúða. Og Alfaðir stóð þar og Æsir hans hjá og ekki til málanna lögðu, en litu yfir völlinn hjá lindunum blá og Lögbergið helga og þögðu. þ>ó vænti sízt Alfaðir vordaginn þann af vinunum útlegð að heyra, en fyrr en að djúpinu röðullinn rann þá reið honum þruman við eyra. Og guðinn hinn úngi sté brosandi á bekk, er búið var dóminn að heyja; en þegar að sætinu Guðsmóðir gekk þá glottu þar Iðunn og Freyja. A leiðirnar bláu frá landinu því nú lyptu sér guðirnir reiðu, og þá var hið fyrsta og ferlega ský að færast á tindana lieiðu. Og Alfaðir leit hina lækkandi sól, og landinu mátti hann ei gleyma, en lifgyðju eilífri frelsisins fól hann fjörviðinn íslands að geyma. I norðrinu heiðu sá hávaxinn stóð og helgaður guðunum einum, og aldrei á jörðu var alsælli þjóð en undir þeim himnesku greinum. En Sturlúngar limuðu grein eptir grein og Gizur af þjóðvaldsins meiði; nú varðar hún stofninn þann vinlaus og ein og vakir hjá heiðninnar leiði. Og Guðsmóður leingi þeir göfguðu þar; svo gerðist hún farin og lúin, úr hásæti guðanna hrakin hún var og heilaga skrúðanum rúin. En Kristi og Jehóva þyrmdu þeir þá og þeir eiga að sitja þar leingur, en eitt sinn mun dagurinn upprenna sá að yfir þá dómurinn geingur. jpví kóngar að síðustu komast í mát og keisarar náblæjum falda, og guðirnir reka sinn brothætta bát á blindsker í hafdjúpi alda. p. E. Bókmentir. Ofan Úr sveitum Fjórar sögur eptir þorgils gjallanda. Rvk. 1892, 156 bls. A Fróni er það enn svo sjaldgæft, að gefnar séu út frumsamdar skáldsögur, að ætíð er nokkur nýlunda í, þegar slíkt ber við; þó er það miklu fátíðara, að nokkuð kveði að sögunum. Sögur þær, er hér greinir um, eru víða vel samdar, og er þvi full ástæða til þess, að þeirra sé getið. þær eru að sögn ritaðar af alþýðumanni, og bera þess líka nokkur merki á stöku stað. Og víst er um það, að einginn mun gruna prestana is- lenzku um að hafa samið þær, því þótt þeir komi mjög mikið við sögur þessar, þá er það harla lítið gott, sem höfundurinn leggur í þeirra. garð. Slíkt er nú altítt, að nokkrir menn telji sig vaxna upp yfir klerkana og kenningar þeirra, en ef til vill væri ekki vanþörf á því, að benda sumum þeirra á það, að »prestarnir eru lika menn«, eins og sóknarfólkið hans séra Guðna segir. Annars telj- um vér litla ástæðu til þess að hneykslast á sögum þessum, þó þær kunni að þykja nýstárlegar í ein- hverju. Fyrsta sagan heitir: »Leidd í kirkju«. Guðný húsfreyja hefir hina mestu óbeit á ýmsum kirkjusiðum og ekki hvað sízt á þeim, að konur séu »leiddar í kirkju«, en frá því er ekki sagt, hvernig þessi óbeit sé til komin, og er sagan því fremur óljós. Næsta sagan heitir: »Séra Sölvi«; er hún mjög stutt og tilkomulitil og getur varla saga heitið og hefði höfundurinn því gert réttara i að láta ekki prenta hana. — þriðja sagan er nefnd »0 sj ál fræði«. Hún lýsir náttúruhvöt hjón- anna Gunnsteins og þórdísar og hversu hún verður miklu sterlcari en vináttu varkárnin og jafnvel ótt- inn fyrir dauðanum. Hefir höfundinum þar hepn- azt fremur vel að ná tökum á efninu, en þó þykir oss sem hann hefði getað farið enn betur með það en hann gerir. það er mikill vandi að semja smá- sögur á 2—3 blöðum, svo i góðu lagi sé, meiri en margir ætla. þar má ekkert vera ofsagt, ekkert það, sem elcki sé að einhverju leyti því efni til skýringar, sem um er verið að rita og helzt ekk- ert vansagt, sem skýrir það. I sögunni er sagt frá dreing þeirra hjónanna; hann lærði snemma »faðir vor« og ýmsar lausavísur, en alt sem hann mundi kembdi hann saman í einn lopa. þetta kemur aðalatriðinu ekkert við og á því heldur ekki við i svo stuttri sögu. Síðustu söguna nefnir höfundurinn: »Gamalt og nýtt«. Saga þessi er miklu leingri en allar hinar samanlagðar og líka miklu merkust þeirra allra. það er auðséð á henni, að höfundin- um eru vel kunn rit ýmsra hinna beztu skálda, sem nú eru uppi á Norðurlöndum. Ekki er það nema gott, en ekki sýnist oss þörf á að telja upp svo mörg bókanöfn, sem höfundurinn gerir og ekki 1 vel smekklegt. það er auðséð að hann hefir tölu-

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.