Sunnanfari - 01.09.1892, Blaðsíða 4

Sunnanfari - 01.09.1892, Blaðsíða 4
28 verða hæfilegleika til þess að segja sögu, en hon- um hættir við að vera hlutdrægur. Eflaust er hann það ekki viljandi, en hann hefir steika trú á því að boðskapur sá, er hann vill flytja, sé miklu betri en sá, er hann vill feigan. Honum verður það því, að sniða mannkostina eptir málefninu, og það nokkuð meira en viðkunnanlegt er. Séra Guðni er trúlaus flagari og drykkjusvoli, en þó er sókn- arfólk hans flest vel ánægt með hann. þórarinn prestur hefir sagt af sér prestskap, af þvi hann var veikur í trúnni. Honum er flest til lista lagt. Svo takast ástir með þeim þórarni og Siðríði konu séra Guðna, og er því víða vel lýst og náttúrlega; kon- unni og tilfinningum hennar er yfir höfuð furðu vel lýst. þau skilja hjónin og hefir hún á honum fullar salcir, þótt ekki láti hún þær uppi, og nú bíða þau þess, Sigríður og þórarinn, að lögin leyfi þeim giptingu. Séra Guðni kemur nú ár sinni svo fyrir borð, að hið mesta óorð kemur á þau bæði, hjóna- efnin nýju. þetta tekur Sigríður svo nærri sér, að hún getur ekki borið það og loks á það mikinn þátt í dauða hennar. Framkoma þórarins verður nokkuð einfeldningsleg. Hann er mesti maðurinn í sveitinni, miklu meiri og vinsælli en séra Guðni; á honum hvílir eingin sök önnur en sú, að hann hefir fest ást á Sigríði áður en hún hafði flutt frá manni sínum; hann gerir lítið eða ekkert til þess að gera sveitungum sínum það skiljanlegt að Sig- ríður er í raun réttri sýkn saka, og þó er heilsa hennar og líf undir því komið. Honum dettur heldur ekki i hug að láta Sigríði flytja burt úr sveitinni, burt frá bæjaþvaðrinu og undan því óorðs- fargi, sem á henni liggur. þórarinn hefir betri mál- stað en séra Guðni, og er honum fremri i öllu í sveitinni. Séra Guðni fær þó alla sveitina á sitt band, en þórarinn sannfærir eingann. þórarinn er maður djarfur og ráðagóður, en þegar á það reynir fellur honum allur ketill í eld. það er jafnvel ekki líklegt, að slíkur ráðleysíngi hafi haft dug í sér til þess að afsala sér kjóli og kalli. það er fult eins sennilegt, að hann sé enn prestur i þjóðkirkjunni og prédiki i sig trúna eins og séra Guðni. Yfir höfuð virð- ist oss sem sagan hefði orðið töluvert betri, ef höfundurinn hefði skipt mannkostunum nokkru jafn- ara milli þeirra prestanna. Smekkleysur eru nokkrar í bókinni. það er t. d. megnasta smekkleysa, að þórarinn er látinn tilkynna lát Sigríðar með auglýsingu. Hvar ætti sú auglýsing að geta staðið? Málinu er viða ábótavant og æði mikið er í bókinni af óþarfa dönskuslettum, sem vér þó hirðum ekki að telja upp. Eins skulum vér geta. það er ekki íslenzka að rita »milli höfuðs og hæla«, þó orðin séu islenzk. Liklega hefir vakað fyrir höf- undinum orðatiltækið »milli hæls og hnakka«, sem þó átti ekki vel við, en »frá hvirfli til ilja« er ofi boð altitt orðatiltæki og mátti vel við það una. þótt vér höfum nú fundið að ýmsu, þá telj- um vér sögur þessar allsæmilegar, enda erum vér íslendingar ekki góðu vanir i þeim efnum. það er og vert að gæta þess, að höfundurinn er að likindum enn óvanur sögugerð. Vér óskum og spáum honum framfara. Stutt bragfræði íslenzk eptir Finn Jónsson er nú öldungis nýkomin út frá Bókmentafélaginu og er það rit svo nýstárlegt, að vel má geta þess. Er það og einkennilegt um sumt, en ekki skulum vér telja það alt. Málið á bókinni kunnum vér ekki við, og trúum vér því að höfundinum láti ver að rita, en ætla má að hann hafi þekkingu til. Að »vera nokkur borði«, eins og stendur i »for- málsorðunum«, finst oss ambögulega til orða tekið, og mátti vel orða það á annan veg og betur. Annars skulum vér ekki vera að fara framar út í málið, því að höfundinum mun vera þetta ósjálf- ræði, en ekki ásetningur. Fyrri hluti bókarinnar er allur um forna bragfræði og mun mart vera gott í honum, því að höfundurinn hefir átt mikið við fornan kveðskap. þó skulum vér neita þvi, að nokkuð sé rangt í þvi að prenta það, sem höfund- urinn kallar 5. og 10. vísuorð í »Núfohætti« (bls. 56) sem tvær línur. það er alveg sama. Síðari hluti bókarinnar er um »yngri bragarhætti, rimur [ogj kvæði«, og er hann miklu lakari og sumstaðar farið nokkuð fljótt yfir. Auk þess koma þar fyrir kenningar, sem bágt verður að fella sig við að svo stöddu. Tekur þetta meðal annars til skoðanar höfundarins um upptök rímnnalaganna (bls. 60—61), sem hann ætlar, að sé tekið eptir latínskum kvæða- lögum. Oss finst þetta ekki mjög sennilegt. Höfundurinn hefir rétt að mæla í því, að íslenzk skáld hafi ekki skeytt sem skyldi um rétta áherzlu orða i kveðskap sínum, og hefir það brunnið við enda hjá þeim, er taldir hafa verið i betri skálda röð1); eru slíkt mikil lýti á góðum kveðskap. Erum vér samdóma höfundinum i því, að rangt sé að yrkja svo, og eru þau vitin einna verst, þótt enn sé nokkur önnur berleg, svo sem að samstöfum sé of aukið, er hlaupa verði á i framburði. En úr því að menn reka sig á berlega galla hjá skáldum þeim, sem skást hafa ort á þessari öld, og vissu hvernig þeir áttu að yrkja, þá má það heita kynleg Tyrkjatrú, sem höfundurinn hefir á fornskáldunum, að þau hafi altaf ort svo, að »eingin sæist á lýti« og að aldrei skeikaði 'nársbreidd frá því, sem bezt var og réttast. Að þetta sé sannfæring hans má sjá af því, að hann segir á bls. 22—23 með berum orðum, að allir gallar á kveðskap fornskáldanna sé að kenna afbökunum afskrifara á 14. öld og síðar. það er sjálfsagt, að kvæðin hafa af bakazt nokkuð i meðförum afskrifaranna, en á óskeikulleik fornskáldanna er víst ekki vert að trúa. Samdráttur orða og styttingar votta heldur ekki annað en að skáldin hafa verið i hvinandi vandræðum með að berja saman sin Berlings fley, og hafa vitanlega notað þau leyfi, sem framast var hægt að láta ‘) Fornmenn hafaog liaftþaðtil. Sbr.formálaDuggalsleiðslu.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.