Sunnanfari - 01.09.1892, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.09.1892, Blaðsíða 6
30 Dr. Otto Jiriczek, ungur maður ættaður úr Austurríki, er leggur stund á islenzkar bókmentir, hefir í »Beilage zur Allgemeinen Zeitung«, sem kemur út í Miinchen á Bæjaralandi, ritað 30. Júli mjög rækilega og hlýlega grein um Gest Pálsson og skáldsögur hans. Landfræðissögu^íslands eptir þorvald Thorodd- sen höfum vér séð. J>að er þarfleg bók og fróð- leg. Höfundinum hefir reyndar láðzt eptir að geta um ýms landafræðisrit að fornu, er snerta Island, en það er i sjálfu sér afsakanlegt, þvi að flest af þeim eru mjög sjaldséð nú. Tímarit þeirra Jóns þórarinssonar, Jóhannesar Sigfússonar og Ogmundar Sigurðssonar um upp- eldi og mentamál er nú komið hingað í 5. ári. þar er um kristindómsfræðslu barna eptir séra Jónas Jónasson, um Jóhann Comenius eptir Jó- hannes Sigfússon og að lyktum mjög falleg grein um, hvernig menn eigi að umgangast og ala upp börn og unglinga, einnig eptir Jóhannes Sigfússon. En »moð« er ljót fyrirsögn, Jóhannes! Rímnabragfræði séra Helga Sigurðssonar, sem kom út í Reykjavik seint á siðasta ári á kostnað Isafoldar prentsmiðju og erfingja séra Helga, er fá- dæma eljuverk og að vorri hyggju nokkurs til gagns. En það yrði mikið mál, ef ætti að rannsaka rit þetta nákvæmlega og rita um það. Vér höfum nú að eins hlaupið yfir það; nokkrar villur sáum vér í því, en eingar sérstaklega stórvægilegar. það opnar ókunnan heim fyrir þeim, sem stunda íslenzku, en það er bragfræði rímnanna og er líklegt að gangi eitt- hvað út af bókinni erlendis, en varla verður hún gróðavegur fyrir útgefendurna. En því ræktarle^ra er það, að erfingjarnir hafa látið bókina koma út. Vér getum ekki neitað því að bókin hefir einn aðalgalla, en það er sá, að hún er bæði nokkuð sérvizkuleg Kornyrkjan á Islandi, sem menn voru að reyna á 18. öld, þótti takast fremur illa. þó komst Thodal stiptamtmaður svo langt að hann fékk æt grjón, og segja tíðavísur séra Magnúsar Einars- sonar á Tjörn (d. 1794), að hann hafi »trakteraðf höfðingjana á alþingi 1775 á graut úr islenzkum grjónum: Stiptamtmaður happið hlaut, höfðingjana á alþingi trakteraði greitt með ;graut grjóna, er spruttu á Islandi. Soddan getur sýnt þau skil sáðverkið hvort artast vann; kanske hann betur kunni til en kotungarnir góði mann. Hefir Schierbeck komizt svona langt? Holland og Island, eptir Brynjólf Brynjólfsson (um 1800). Hvervetna er Holland happasælla en Island, því ekki reynist Island eins frjófsamt og Holland; handaryrkjur Holland hefir fieiri en Island, alt svo greinist Island örbyrgara en Holland. Aumstatt er nu Island, en í velmakt Holland ; um heiminn siglir Holland, heima kúrir ísland: hungur angrar Island, ei það snertir Holland; hressast má því Holland, en hryggjast vesalt Island. Thor. E. Tulinius Slotsholmsgade 16 Kobenhavn K. hefur útsölu á hinum ekta Kína-Livselexir frá hr.Valdemar Petersen, Frederiksliavn með lægsta stórkaupa verði (Fabrikspris). Selur eingaungu kaupmönnum! Vottorð. Síðastliðið ár hefi eg legið rúmfastur °g þjáðst af veiklun taugakerfisins, svefnleysi, magaverk og illri meltingu; hef eg leitað mér hjálpar hjá ýmsum læknum, en allt varð það árángurslaust, þangað til eg í Decembermánuði f. á. fór að taka inn China-Lífs-Elixír frá hr. Waldemar Petersen. þ>egar eg hafði tekið inn úr 1 flösku af honum fékk eg matarlystina aptur og svaf vel á nóttunum og að þrem mánuðum liðnum fór eg að klæðast og hef eg smátt og smátt orðið svo styrkur, að eg get fylgt fötum og farið minna ferða. Nú hef eg tekið inn úr 12 flöskum og hef von uro að verða nokkurn veginn heill heilsu ef eg held áfram að brúka elixírinn, og vil eg því ráðleggja öllum þeim, sem sjúkir eru á líkan hátt og eg var, að reyna bitter þenna hið allra fyrsta. Villingaholti 1. Júní 1892. Helgi Eiríksson. China-Livs-Elixírinn fæst í öllum verzi- unum á íslandi, sem njóta almenníngs álits. Hver sem vill vera viss um að hann fái hinn eina ósvikna China-Lívs-Elixír á nákvæm- lega að gefa því gætur, að á hverri flösku er vörumerki mitt það, er skrásett er, en það er: Kínverji með glas í hendi og verzlunaríélags nafnið Waldemar Petersen, Frederikshavn og í innsiglinu W'F' í grænu lakki.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.