Alþýðublaðið - 29.09.1960, Page 11

Alþýðublaðið - 29.09.1960, Page 11
Ritstjóri: Örn Eiðssou Olympíuleikar - grein II. PLESTER munu sammála um það, að framkvæmd keppninnar á Olympíuleikun- um 1 Róm hafi tekizt með á- gætum. Frjálsíþróttirnar, sem eru aðalgreinin hverju sinni, fór fram á Stadi'o OlympicOj sem er einn glæsilegasti íþrótta leikvangur veraldar. Að þessu sinni hófst hin olympiska keppni ekki á frjálsíþróttum eins og venjulega. Eins og gengur voru menn ekki á eitt QOp sáttir hvort þetta væri heppi- legra, en þeir virtust fleiri, sem voru þessu mótfallnir. ALLT GEKK VEL NEMA ÞJÓÐSÖNGV- AKNIK. Keppninni í frjálsíþróttum var þannig hagað, að fyrir hádegi var undankeppni, en eftir há- degi voru úrslit og undanúr- sli't. Allt gekk fljótt og skipu- lega, starísmenn hinna ýmsu greina gengu ávallt í takt á leikvanginn í fallegum ein- kennisbúningum og keppendur með einn starfsmann í broddi fylkingar gengu einnig skipu- lega inn. Árangur keppenda birtist mjög fljótt á hi'num stóru tilkynningatöflum, en þær voru tvær. Þetta var oft svipað og á leiksviði. Eitt skyggði þó á, en það var frammistaða lúðrasveit- anna, sem lék þjóðsöng sigur- vegara hverju sinni. Þeir voru yfirleitt hörmulega illa leiknir, þó lagaðist þetta undin lokin, sérstaklega þjóðsöngvar þeirra þjóða, sem oftast báru sigúr úr býtum! Einnig avr það leið inlegt, að þjóðsöngvarnir skyldu ekki vera leiknir nema til hálfs og tæplega það og stund um hætt á versta stað. Segja má, að þetta hafi vakið al- menna undrun. GEKK VEL AÐ ÞURRKA VÖLLINN. Eins Og- oft var getið í blöð um meðan leikarnir fóru fram var hitinn óskaplegur. En einn klukkutíma, mánudaginn 5. september, breyttist veður snögglega_ Hófst þá sú ferleg- asta rigning, sem undirri'taður hefur orðið vitni að. Eins og fyrr segir, stóð þetta veður í ca. . ' klukkustund og lagðist keppni §-$ finniH IfSirsfÍ'- aigjörlega niður. Þetta var **UKÍBUl I milli sex og sjö síðdegis og var aðeins verið að keppa í tug- þraut. Framhald á 13 síðu. ÞAÐ hefur lítið sem ekkert verið skrifað um fimleikakeppnina í Róm í íslenzkum blöðum. Hér birtum við mynd af rússn eska fimleikamanninum Sjaklin, sem var mjög sig- ursæll. IMMWWMMWWMWMMMMW leiksmót Meistaramót Rjeýkjavíkur í handknattleik hefst 15. októ- ber næstk. Þátttökutilkynning ar eiga að berast stjórn HK- RR eigi síðar en 3. október kl. 7 og skal þátttökugjaid kr. 35 á flokk fylgja ásamt lækni's- vottorði. Hér birtum við myndir af hinum eftirsétta verðlaun'apen- ingi Olympíuleikanna í Róm. RUNÆS setti norskt met í 400 m. hlaupi á Bislet í gær- 1-cvöldi, hljóp á 47,3 sek. Boysen átti gamla metið, sem var 47,4. —Tyrkneska félagið Besiktas sigraði Rapid, Vín í Evrópu- keppninni í gær með 1:0. Aður hafði Rapid sigrað Besiktas, 4:0, svo að Austurríkismennirnir halda áfram. Leikurinn fór fram i Istamhul. í handknattleik: Á FÖSTUDAG og laugardag í síðustu viku var haldið þing alþjóðahandknattleikssam bandsins í Liege í Belgíu. Full- trúar Handknattleikssambands íslands á þinginu voru Ásbjörn Sigurjónsson, formaður HSÍ og Hannes Þ. Sigurðsson. Mörg mál voru rædd á þing- inu, sagði Hannes Þ. Sigurðsson í stuttu viðtali við tíðindamann íþróttasíðunnar, en það sem við íslendingar fylgdumst með af mestum áhuga var tillaga tækninefndar alþjóðasambands ins um tilhögun Heimsmeist- arakeppninnar, sem fram fer í Vestur-Þýzkalandi 1. til 12. marz næstkomandi. ÍSLAND FER BEINT í ÚRSLÍTAKEPPNINA. -— Alls hafa 22 lönd tilkynnt þáttíöku í keppninni, sagði Hannes, en aðeins 12 fara í úr- slitakeppnina. íslendingar á- samt Japönum og Brasib'u- mönnum höfðu farið fram á að íara beint í úrslitakeppnina vegna fjarlægðar frá V-Þýzka- landi. — Japan og Brasilía settu það sem skilyrði fyrir sinni þátttöku í keppninni, að iið þeirra færu beint í úrslita- keppnina. -— | tillögu tækni- nefndarinnar var fallizt á þessi rök, en aukþriggja áðurnefndra landa fara Þjóðverjar ásamt núverandi heimsmeisturum, —• Svíum — beint í úrslitakeppn- ina. í úrslitakeppninni verður ís- land í riðli með sigurvegaran- um í Norðurlandariðlunum, — (Það verða sennilega Danir) og sigurvegaranum í Mið-Evrópu- riðli I. (Sviss-Austurríki). Tvö Framhald á 13. síðu. AlþýðublaSið — 29. sept. 1960 1,1

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.