Sunnanfari - 01.01.1894, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.01.1894, Blaðsíða 6
54 eitthvað úr bók sinni (sumir hverjir), hvort sem þeir skilja það eður ekki sjálfir, eins og þá lesin er J>órhallasaga á palli, þegar sem bezt geingur, en endrarnær verður varla klastrað með hörmung stórri og æðingarhríðum, alleinasta að upp bera gjöldin, semembættinu fylgja og [að] ekki bregðist tollagjaldið og tíunda. Annars er eingin alúð lögð við em- bættið, ef menn eru miður lesnir en skyldi, að úr kelst mergur og kjarni hið innra. Og því er svo komið að aungum þykir skipta um prestsem- bættið. Fornleifafélagsárbókina 1893 höfum vér farið yfir. Hún er öll eptir Sigurð heitinn Vigfússon, og munu það vera uppteiknanir frá rannsóknum hans, sem nú eru hér prentaðar. Arbókin er bæði fróðleg og skemtileg. |>ar er síðast dálítil grein um »Rimmugýg«, öxi Skarphéðins, og fylgir mynd af henni eptir teikning Steingríms biskups frá 1804, eptir þeirri öxi, er fyrrum var í Skálholti og menn þá kölluðu »Remigiu«, og var gefin Grími Thorkelín leyndarskjalaverði. Er gess getið í árbókinni að »eingin vissa sé fyrir þvi, að þessi öxi sé frá forn- öld« og var það óhætt, og getum vér nú skýrt þetta mál til hlítar, það er satt, eins og tekið er fram í Árbókinni, að á síðara hluta 17. aldar og á 18. öld var öxi sú í Skálholti, er kölluð var »Remmeggja« og héldu ýmsir, að það væri »Remmi- gýgr« Skarphéðins og á þeim árum, er Páll Vída- lín var skólameistari i Skálholti (1690—1696), eru þeir, hann og Steinn biskup að kveða um öxi þessa, en Jón Olafsson frá Grunnavík segir skýlaust, að Brynjólfur biskup hafi látið smiða öxina eptir öxi Skarphéðins, það er að skilja eins og öxinni er lýst í Njálu. Orð Jóns eru svo: »Um öxena í Skalhollte giordre(l) effter öxe Skarphedins að for- lage Mag. Bryniolfsv,1) og á öðrum stað kallar hann þessa öxi »Remmeggju«2); þurfa menn þvi ekki framar að vera í efa um það, að öxi sú, er i Skálholti var og nú er mynd af í árbókinni, var ekki »Rimmugýgr« Skarphéðins, heldur búin til og nefnd eptir henni. Fálkar. Jón Olafsson frá Grunnavík (d. 1779) heyrði Pál lögmann Vídalin (d. 1727) segja frá fálka, sem bjó í Grímstungnagili í Vatnsdal; hann var tekinn og farið með hann til Danmerkur, en þaðan var hann fluttur til Einglands og gefinn Einglakonungi, en eptir eitt eða tvö ár var hann kominn aptur á sínar gömlu stöðvar i Grimstungna- j gili úti á íslandi, og var auðkendur á því að | hann hafði silfurbjöllu á klónni, sem kvað við, j þegar hann flaug. Hann náðist aldrei upp írá því, en maki hans náðist. Grettir, blað þeirra ísfirðinganna er komið hingað, og er það af því, sem vér höfum séð, ‘) Landsbókasafn 360. 8vo. bls. 149; s) sapaa handrit bls. 91. rösklega skrifað og kjarnyrt. Segist það einkum ætla að fjalla um almenn mál, því að Vestfirðingar hafi fundið til þess, að hitt blaðið, sem þeir höfðu, fjallaði orðið mest um einstakra manna mál og talaði mest um sjálft sig. Hver veit nema þessi ungi Grettir verði líkur nafna sínum gamia í þvi, að það beri gæfu til að koma af reymleikum og fyrirkoma óvættum? Blaðið er til sölu hér í Kaupmannahöfn i Skandinavisk Antikvariat, og kostar einar 2,50 erlendis og er það mjög ódýrt eptir stærðinni á því. Sanðfjárflntningur frá íslandi til Hamborgar er nú leyfður af hinu þýzka Ríkiskansellíi, en þó með því skilyrði, að vottað sé hvaðan féð sé og að hvorki hafi geisað kjapt né klaufveiki í fé á Islandi hinar siðustu sex vikur áður féð sé sent þaðan. Ekki mega skip þau, er með féð fara, heldur koma neinstaðar við í höfnum Danmerkur, og rannsaka skal dýralæknir féð fyrri en þvi sé skipað í land í Hamborg. Frami fyrir nppfnndningamann. Herra Eirikur Magnússon hefir verið gerður heiðursfélagi í upp- fundningamanna akademíinu í Paris (Académie parisienne des Inventeurs) og veitt hin æðsta slæmdarskrá og hinn mikli heiðurspeningur félags- ins úr gulli, fyrir tvær uppfundningar hans; er annað frumvarp að hringbygðu bókasafnshúsi1), en hitt er bókaskrár band hans, sem nú er þegar notað á háskólabókasafninu í Cambridge og í Sambandsfélaginu2). (The Cambt idge Cronicle & University Journal 1. Dec. 1893). Vísindaleg rannsóknarferð til íslands frá Þjóð- verjalandi er, að því er blöð segja, i ráði að gerð verði í sumar af nokkrum fræðimönnum ; formaður fararinnar stendur til að verði sá maður, er heitir Finsch og er hann dr.; ætla þeir einkum að kynna sér strendur landsins og sjóinn umhverfis það; fara þeir á skipi þvi, er »Matador« heitir og þýzkur auðmaður á; er það seglskip, en hefir þó líka gufuvél ti! að taka í, ef á þarf að halda; brunnur er á þvi og ískompa og með rafmagnsljósi má það lýsa um hverfis sig um nætur og jafnvel á sjóarbotninum sjálfum, og er aðalefni fararinnar það, að vita hversu þeim takist að fiska við rafmagns- ljós á sjáarbotni. Ekki er ætlast til að margir verði sjómennirnir á knerrinum, heldur ætla þeir sjálfir fræðimennirnir að vinna þar allan starfa. Arthur Feddersen, sem var á Islandi um árið, hefir verið boðið að vera í þessari för. Nikulás Runólfsson, cand. mag., er settur að- stoðarmaður við Fjöllistaskólann í Kaupmannahöfn. Kongsbænadagurinn er nú gcinginn vcg allrar veraldar sem helgidagur á Islandi. Lög um afnám hans voru staðfest 24. Nóv. f. á. ‘) Lýst hér um árið í fjóðólfi. 2)^bandi þessu er lýst í Sunnanfara II, 10.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.