Sunnanfari - 01.01.1894, Blaðsíða 4

Sunnanfari - 01.01.1894, Blaðsíða 4
52 kvæði ‘‘hjá Færeyingum að minsta kosti frá því á 17. öld’— og enn annað kvæði, og er hvorttveggja prentað í Dimmalætting 19. Aug. 9B með þeim rithætti, að flestir Islendingar munu skilja. Vér tökum þetta til sýnis: Nú siglir Vensil yvir 'Atlantshav, goymdur skal verða skatturin, hann Föroyingum gav; nú siglir Vensil. Far tú væl i herrans frið, Guð hann goymi teg; Ijósar liggi leiðirnar um tín allan veg. Blíðar liggi göturnar, mælir hvör fyri sær, — heilsast vit á skilnar- stund: Jesus fylgi tær. En 9vitanlega hafa Færeyingar enn þá sem komið er ekki komizt að neinni alfastri niðurstöðu um rithátt sinn, þótt komnir sé þeir svo langt að halda út dálitlu blaði á sinu eigin máli (Föringatíðindi). Vilja sumir fara nokkuð nærri framburði og er það vorkunn, þar sem um það er að gera að búa til ritmál, er ekkert var áður til, og liggur það í sjálfu sér næst. Varla er samt sýnilegt að slíkur ritháttur, sem að eins veitti Færeyingum skilning málsins yrði til mikils frambúðarhagnaðar fyrir Færeyinga, svo framarlega sem það er ætlan þeirra að koma á færeyskum bókmentum, en ekki leika sér, því að kraptaverk má það virðast ef einar 14,000 manns gætu haldið uppi nokkurn veginn sæmilegum bókmentum. Maður veit að íslendingar, sem bækur lesa, eru þó um 80,000 og veitir ekki af. Fyrir hagsmuna og hagsýnis sökum lægi það ráð óneitan- lega næst, að Færeyingar sniði rithátt sinn sem næst íslenzku að fært væri, svo að báðar þjóðirnar skildu hvor annarar bækur, og að Islendingar hjálpuðu Færeyingum á þann hátt til að halda uppi bók- mentum þeirra, en Færeyjar bættust við hinn ís- lenzka bókmarkað. það væri báðum til hags að færeyskar bækur yrði keyptar og lesnar á lslandi og islenzkar bækur á Færeyjum. Eins og kunnugt er staðfestist Jón stúdent, sem kallaður var »greifi«, sonur Guðmundar Jóns- sonar i Skildinganesi og Guðrúnar dóttur Otta i Hrófskála, á Færeyjum eptir málin Jörundar hunda- dagakongs, og festi þar ráð sitt og átti færeyska konu. Jón var fæddur 1784 og var leingi við kongsverzlan þar á eyjunum og dó 1866. Jón átti átta börn. Ein dóttir hans var kona Jóns prests sonar Friðriks Svendsens, ein dó ung, en hinar giptust á Færeyjum. Jón kallaði sig Effersö. Synir hans eru nú rosknir menn þar á eyjunum; er annar Guðmundur Effersö sýslumaður í Trangisvogi, en hinn Oliver Pétur Effersö skólakennari í þórshöfn. Er það eptirtektavert að einmitt þeir frændur hafa orðið til þess að gerast forsprakkur að blaðamensku Færeyinga, því Pétur Effersö var lángaleingi rit- stjóri að Dimmalætting, en Effersö sonur Guðmundar sýslumanns ritstjóri að Föringatiðindum. Nýjar bækur sendar oss af Sigurði Kristjánssyni: 1) Stafrofshver eptir Eiríh Briem. Rvík 1893. 2) Barnasálmar eptir Valdimar Briem. Rv'ik 1893. Litil bók, en eiguleg. 3) Dauðastundin eptir Bjarna Jónsson, stud. mac/. Rvík 1893. Langt kvæði að mestu með ljúflingslagi. I því lýsir sér framfarahugur all- mikill, en botninn dettur nokkuð úr framsókninni að lokum, því að höfundurinn kemst að þeirri örvæntingarniðurstöðu að »altaf sé barizt en aldrei sigrað.« Vitaskuld er það, að mörgum manni bregðast margar vonir, en það er ekki þjóðráð við því að leggja árar í bát og telja alla viðleitni til einskis. Eins holt væri að brýna fyrir mönnum að spjara sig »og fara sinn veg, þó fjandanum rigni sjálfum«, og hafa í huga hið fornkveðna: Einhverntíma batnar byr, þó blási nú á móti. Kvæðið finst oss nokkuð dauft í heild sinni, en allur frágangur á þvi er vandaður. Framan við þetta litla kver eru tvö kvæði til foreldra skáldsins falleg og ræktarleg. Ólavía Jóhannsdóttir flutti hér 8. Nov. f. á. erindi um kosningarrétt kvenna á Islandi í félagi því, er geingst fyrir því að danskar konur fái og þann rétt (Kvindevalgretsforeningen). Eitt af heldri blöðum Dana (Politiken) fer um það svo látandi orðum ,9. Nóv.: »Ólavía Jóhannsdóttir, ung og glæný íslenzk stúlka, sté nú upp á ræðupallinn. Hún var i þjóðbúningi sinum; silfurkeðja var um háls henni, og féll sú yfir hálslín úr hvítu silki og langur svartur skúfur féll niður með hennar glóbjarta hári, sem bundið var upp i tvær fléttur og var hún einkennileg i þessum búningi. Erindi það er hún flutti var fjörugt og rösklegt og hreif áheyrend- urna. Hún skýrði frá því, hvernig konur á Islandi hefðu þegar 1882 feingið kosningarrétt í sveitamálum og að giptar konur hefðu seinna feingið1) ráð yfir séreign sinni, og að nú væri verið að koma því á, að konur yrði kjörgeingar. — Hún lauk máli sinu með þeirri spurningu: Hversvegna fá danskar konur ekki sama rétt og systur þeirra á Islandi hafa feingið? það var gerður hinn ágætasti rómur að máli þessarar ungu og mælsku islenzku stúlka.« Til Benediktu Arnesen-Kall (þegar hún vaið áttiaeð 13. Nóv. 1893). Norður til íslands ómar hörpu þinnar allskærir bárust strengir hreinir sungu; bjó í þeim kraptur feðrafoldarinnar falinn í orðavali danskrar tungu. f>ökk fyrir æfistarfið stóra, ríka; styrk var þín sál, því fagra og góða hún unni; hljómsætt og inndælt flaut þér mál af munni. Marga oss drottinn gefi anda slíka! ') ætti að vera: mundu bráðum fá, eins og Ólavía líka, sagði. J>ser hafa ekki feingið fjárráð enn þá.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.