Sunnanfari - 01.01.1894, Blaðsíða 2
50
einhver þúnglyndisblær á þeim, eitthvert ömur-
leikasnið. Dánar vonir, dauði og sorg, þetta er
aðalyrkisefni skáldsins og annað slíkt. Einar
yrkir um mann, sem stendur yfir moldum allra
vona sinna og seinast deyr sjálf þrá hjartans eða
hnígur að minsta kosti í ómegin. Hann lætur
sorgina, svipmikla og þúngstíga koma til úngs
manns, sem lifið liggur fyrir eins og vítt og fagurt
verksvið. Sorgin kyssir hann og þessi heiti
heljarkoss brennur á enni hans ár og síð upp
frá því. Hann yrkir um konúnginn á svörtu
eyunum, sem kunnur er úr jpúsund og einni nótt.
Konúngurinn hefir heitar og brennandi ástríður,
hann lángar til að njóta lífsins. Hann vill starfa
svo margt og mikið landi og lýðum til gagns
og hann hefir hæfileika til þess — en hann er
steinn upp að mitti. Ástríðurnar verða honum
til kvalar, því hann getur ekki fullnægt þeim.
J>ær eru flagðkonur þær, sem lemja hann hnút-
óttum svipum og aumíngja kóngurinn getur ekki
annað en krept hnefana í magnlausu heiptaræði
yfir öllum þessum ósköpum. »Dauðinn og belj-
andi blóðughaddan« eru að leiki sér með mann,
sem er á leið um haf lífsins; eingum dettur í
hug að rétta honum hjálparhönd, og loksins er
»siglt á hann um hábjartan daginn«.
Mörg af þessum raunalegu kvæðum eru
ljómandi falleg, svo sem kvæði þau, sem drepið
hefir verið á, Vinirnir og Eptir barn, en
»Vér íslands börn, vér erum vart of kát
og eigum meir en nóg af hörmum sárum«,
þótt hin úngu og efnilegu skáld vor þýngi ekki
þjóðarskapið með sorgarljóðum.
En »kaupmaður vill sigla, byr hlýtur að
ráða«. Skáldin hljóta að yrkja eins og þeirn
býr í brjósti og betra er að fá heilar ljóðabækur
fullar af sálmum og harmakvæðum, sem runnin
eru frá hjartarótum skáldanna, en glens og gaman,
sem ekki er annað en hræsni og yfirdrepsskapur.
Og því er miður að ýmislegt í kverinu
bendir á að Einar Hjörleifsson geri það ekki að
gamni sínu að yrkja svona sorgleg kvæði. Hann
er sjálfur kóngurinn á svörtu eyunum, sem vill
svo vel og hefir svo mikla hæfileika, en er bund-
inn í báða fætnr. Hann er í útlegð þar vestra,
eins og hann segir sjálfur í kvæðinu til frú
Rannveigar Jónassons (eða -sonar). J>að á ekki
við hann að standa í eilífum erjum og illdeilum
og honum er farið að leiðast þetta »einskisverða
þref og gjálfur« viku eptir viku og ár eptir ár.
J»að væri óskandi, að hann losnaði sem fyrst úr
þessari útlegð, að hann gæti notið sín betur en
nú, að hann kæmist heim í »dalinn sinn«, og þá
er eg viss um að þessi dökkgráa raunamóða
rynni af skáldskap hans, því eg veit að fornu
fari, að til eru léttir og ljúfir streingir á hörpu
hans, ekki síður en þúngir og þrautalegir.
Sami raunablærinn, sem minzt hefir verið á,
hvílir yfir Odu til lífsins, Sjöttu ferð Sindbaðs og
Endurminníngum (Gesti Pálssyni), sem öll eru
fögur kvæði. Odan var prentuð í Verðandi og
munu marg.r Íslendíngar kannast við hana.
Skáldið kemst að þeirri niðurstöðu að nautnalífið,
»nautnanna dísljúfi draumur«, sá töfrandi, titrandi
glaumur, sé ekki neitt, en hvað er nokkuð? »Alt
er hégómi undir sólunni«, eins og Salómon segir.
þ>etta vita menn, en menn verða að leika, eins
og börn, að það sem ekkert er í raun og veru
sé eitthvað, sé áriðandi, sé mjög mikilsvert, þvf
annars yrði lífið óbærilegt. »Fossandi vínanna
straumur«, nautnalífið yfir höfuð at tala, léttir
mörgum lífsbyrðina og hefir því mjög mikla
þýðíngu, meiri en mart annað. Sjötta ferð
Sindbaðs er sérstaklega merkileg að því leyti, að
hún er eina framsóknarkvæðið í allri bókinni,
sem teljandi er, og þó nær framsóknin ekki
leingra en svo, að skáldið hálfefast aðeins um
hvort annað líf sé til.
»í námabænum niðri í jörðunni« er ólíkt
öfium hinum kvæðunum í kverinu. þ>að er miklu
fjörugra en þau, og stafar það að nokkru leyti
frá ríminu. Ef á að taka kvæðið eins og það
liggur fyrir er það eina kvæðið, þar sem skáldið
bregður sér á leik, en mér hefir ávalt fundizt
fiskur liggja þar undir steini og að kvæðið væri
ekki alt þar sem það væri séð.
Enn eru ýms kvæði í kverinu um ýmislegt,
fáein ástakvæði, tækifæriskvæði o. s. frv. og er
hvorki rúm hér né ástæða til að minnast frekara
á þau, J>au eru öll snotur og ekkert kvæði er
í kverinu, sem ekki er »vert að láta á burt«.
Eina kvæðið sem þýtt er, Rispa eptir Tenny-
son, er snildarkvæði og lángbezta kvæði, sem eg
hefi lesið eptir hann. þ>ví eru sólarljóðin úr
»AUan Quatermain« ekki tekin upp í kverið?
þ>au eru þó ljómandi fögur, eins og hæfir jafn-
voldugum guði og sólin er.
»þ>okulægíng« (bls. 31) mun vera prentvilla
fyrir þokulæðíng. Annars er mjög fátt af prent-
villum í kverinu.
Grein sú sem fer hér á undan var rituð
skömmu eptir að ljóðmæli Einars Hjörleifssonar
komu út, en ekki hafa verið faung á að prenta
hana fyr en nú. Nú flytur Sunnanfari mynd
af Einari, og vil eg því bæta aptan við hana
helztu æfiatriðum Einars.
Einar Gísli Hjörleifsson er fæddur í Goð-
dölum 6. desember 1859 og útskrifaðist frá latínu-
skólanum í Reykjavík 1881. Hann sigldi á há-
skólann samsumars og lagði stund á hagfræði,
en ekki varð úr því að hann tæki próf í henni.
1885 fór haun til Vesturheims og stofnaði blaðið
Heimskringlu með ýmsum öðrum mönnum 1886
og var ritstjóri hennar framaraf, en 1888 varð
hann ritstjóri Lögbergs og er það enn. Einar
er tvíkvæntur. Hann kvæntist danskri konu
1885, en misti hana eptir stutta sambúð og tvö