Sunnanfari - 01.01.1894, Blaðsíða 7
Misskilningur er það, sem sumir halda, að þeir
eigi að borga Sunnanfara fyrir 15. Oktober árið eptir
að blaðið er komið út. Menn eiga að borga hvert
ár blaðsins fyrir 15. Oktober það ár, sem hver ár-
gangur er að koma út.
Uppsögn er ógild, nema komin sé til ábyrgðar-
manns fyrir 1. Aprfl ár hvert.
Um háskólastofnunina íslenzku stendur svo
látandi grein í Heimskringlu 18. Nóv. f. á.:
»Herra ritstj. Heimskringlu.
J>á er nú búið að setja á dagskrá stofnun háskóla
á Jslandi. það er gleðilegr vottr um framfarahug.
Vér Islendingar hér vestra, sem nokkurn þjóðræknis
yl berum í brjósti (og það veit ég margir gera) ættum
nú að taka okkr til og styðja og styrkja þá stofnun
með fjársamskotum. Ég fyrir mitt leyti vil með án-
ægju gefa $ 12.50 (tólf dollara og fimtíu cent) eða
50 krónur. Ég þykist sannfærðr um, að hér sé um
engan einstreingdan kredduskóla að ræða, heldr um
þjóðlega mentastofnun. það væri æskilegt, að þú,
herra ritstjóri Heimskringlu, vildir mæla með því að
vér Vestr-íslendingar styrkjum þá stofnun, og ég vona,
að svo þjóðrækinn maðr og vinr framfara og menta,
sem þú ert, gerir það. þessu litla, sem búið er að
nurla saman til fyrirhugaðs skóla hér vestra, sýnist mér
og að væri bezt varið að leggja það til háskólastofn-
unarinnar á íslandi.
Wilno, Lincoln Co., Minn. 14. Okt. 1893
Jóhannes Magnússon.
(Frá Odda-Langekru).«
I Decemberblaði Sameingarinnar, sem vér feing-
um í þessari svipan, stendur og laung og rækileg grein
um háskólamálið, auðsjáanlega eptir ritstjórann sjálfann.
Leiörétting og athugasemd.
Orð mín á 1422. dálki í B-deild alþingistíðindanna
1898, þar sem eg tók fiam í ræðu Boga Th. Melsteðs, eru
hermd alveg rangt, af hvaða ástæðum læt eg ósagt, því eg
vil aungan veginn geta þess til, að Bogi hafi óvart breytt
þeim um leið og hann leiðrétti ræðu sína skrifaða. Orð
mín hljóðuðu og eiga að hljóða svo: »Eg vil biðja forseta
að sjá svo til, aÖ þingmaðurinn haldi óviðkomandi mönn-
um fyrir utan umrœðurnar*, því að Bogi var þá að víkja
þeirri dánumensku af sér að hlaða níðdylgjum á mann, sem
kom málinu ekki vitund við og var dáinn fyrir þrem árum,
svo að Bogi vissi vel, að lítið mundi um vörn af hans
hendi. Eg skal ekki dæma neitt um »soddan fíflskugrein*,
en Bogi bíður dómsins eins og aðrir.
Eg hefði að vísu svarað þessari ræðu Boga á þinginu
við síðari umræðu málsins, hefði eg ekki viljað forðast
frekari ófrið. En úr því að þetta mál varð nú að bera aptur
á góma, ætla eg að nota tækifærið til þess að lýsa Boga
ósannindamann að öllum þeim áburði, er hann eys þar á
mig. En sérstaklega skal eg taka það fram, af þvi að þau
brigzlin eru þyngst, að Bogi er ósannindamaður að því,
að eg hafi nokkurn tíma leynt eða Ijóst skrifað nokkur
ósannindi hér í llöð um landa mína. Ef hann leyfir sér
að halda því fram að eg hafi gert það, má hann búast við
að hann verði að ábyrgjast það. En Bogi sjálfur hefir
þar á móti vaðið upp á landa sína hér í Danmörku á prenti
að fyrra bragði, eins og kunnugt er, og sömuleiðis annar
Íslendíngur. sem tók þó ummæli sín aptur, þegar hann sá
að hann hafði oftalað. þ»að lítur því næstum út fyrir. að
Boga og ýmsum öðrum hafi verið fult svo ant ucn að
reyna að krota í mannorð mitt sem mér í þeirra, enda er
fyrir laungu komið upp úr á mér að kippa mér upp við það.
Jón porkelsson.
Myndir í Sunnanfara verða nú nokkuð smærii fram-
vegis en hingað til, og vonum vér að allir sætti sig vel við
það, því eigi skulu myndirnar verða lakari fyrir þá skuld.
En orsökin til þess er sú, að vér höfum svo mikið fyrir-
liggjandi af myndum, sein þurfa að koma í blaðið, að eigi
komast þær að fyrri en seint og síðar raeir, nema vér veljum
þenna veg, er nú var nefndur.
Kaujnð þið Sunnanfara, góðir menn. og borgið hann.
Um holdsveiki á Islandi
hefir nýlega stað:ð grein í Spítalatíðindunum dönsku eptir
Dr. Ehlers, sem vill fara rannsóknarferð til Isiands upp á
þenna sjúkdóm.
»Vaagen« fór héðan á gamlaárskvöld til Austfjarða.
Kolkrabba heljarmikinn rak við Eyjafjörð fyrir skemstu.
Hausinn af honum kom til Dýrasafnsins hér frá Islandi með
Thyra í haust. Skrokkurinn var 7 feta langur og8kræklur
á, liver 10—12 fet á leingd og 2—6 þuml. á digurð með
aragrúa af sogskálum; augun eru sem stórar undirskálar.
f>að hefði liklega mátt fá mikið fé fyrir þessa fágætu skepnu,
ef hægt hefði verið að halda henni óskaddri.
Sunnanfari. í Scottish Review í Okt f. á stendur
grein um Sunnanfara eptir Dr. Craigie í St. Andrew, þar
| sem bæði er talað mjög sæmilega um íslenzkar bókmentir
og blað vort, og þar á meðal lokið lofsorði á kveðskap f>or-
j steins Erlingssonar, sem blaðið hefir flutt.
Mynd af Natani Ketilssyni hefir verið til; getur nokkur
í geiið Sunnanfara vísbending um, hvarhúnsénú? Er Rósant
! Natansson lifandi? Hann kvað hafa átt myndina.
Leiðrétting-
Greinin, í Nýjum Félagritum, sern eignuð er Magntisi
landihöfðingja Stephensen í síðasta blaði, er ekki eptir hann,
heldur Magnús Pétursson Stephensen lækni, er lézt ungur,
og er það sögn landshöfðingja sjálfs og Sigurðar I..
Jónassonar. Sigurður hefir og bent á, að það var 1867
síðara árið, sem landshöfðinginn var í ritnefnd Félagsritanna.
Enn fremur lætur Sigurður þess getið, að ritgerð sú í 23.
ári Félagsritanna bls. 74—89 og undir stendur »S. J.«, en
í Tímariti Bókmentaféiagsins III, 20 er eignuð Jóni Sigurðs-
syni, sé ekki eptir Jón, heldur eptir sig.
„Sameiningin“, mánaðarrit til stuðnings kirkju og
kristindómi Islendinga, gefið út af hinu ev. lút kirkjufélagi
í Vesturheimi og prentað í Winnipeg. Ritstj. Jón Bjarna-
son. Verð í Vesturh. i dollar árg., á íslandi nærri því helm-
ingi lægra: 2 kr. Mjbg vandað að prentun og útgerð allri.
8. árg. byrjaði í Matts 1893. Fæst í bókaverzlun Sig. Krist-
jánssonar í Reykjavík og hjá ýmsum mönnum víðs vegar út
um alt land.
»Heimskringla og Öldin«
er stærsta íslenzka blað í heimi, elzta og út-
breiddasta íslenzka blað í Vesturheimi, kemur út hvern
miðvikudag og laugardag, tvö blöð á viku, hvort 24 dálkar.
Ritstjóri: Jón Ólafsson fyrv. alþm.
Kostar í Danmörk, sent eitt sinn á viltu 6 ltr.; sent
tvisvar á viku 7 kr. 50. Á íslandi 6 kr. í Canada og
Bandarikjunum 2 dollara.