Sunnanfari - 01.09.1894, Qupperneq 5
21
Hann hnyklar brýrnar — og hetjan flýr,
því helrún mögnuð á enni’ hans býr,
hann bendir — tryltir
þá Húnar hlýða
og hans að fótum
þá kongar skríða,
og Húnar æða og eyða land
er Atli dregur úr sliðrum brand.
Og hann er grimmur með geðið kalt,
og grípur, þorir og sigrar allt,
og enga mentun
hans andi þekkir
og engir binda
hann siðahlekkir,
og hann er voldugur, hann er frjáls
og hann er einasti Guð sín sjálfs,
En fram um orrustur, eld og blóð,
því öll skal lúta’ honum jarðarslóð!
og afl og kraftur
nú eitt skal drotna,
og allt hið gamla
skal sundur brotna,
því »drottins svipa« yfir foldu fer
og friður horfinn af jörðu er.
Sigfús B. Blöndal.
„Guðleysið“.
í síðasta (maí-) eintaki »Sunnanfara«, segir
þorsteinn Gíslason (í grein sinni »um ritdóma og
ný kvæði«): »Alt til þessa hafa íslenzku skáldin
gengið vel fram í þvi að styrkja með kveðskap sínum
kirkjukreddurnar og guðstilbeiðsluna*. Sambandið
og öll greinin sýnir, að þetta er ritað í aðfinningar-
skyni, enda segir höf.: »Mörgum löndum sem
þykjast vera góðir og guðhræddir menn, mun jiykja
þetta ljótt og líklega rangt að tala svo bert um það«
(líklega: að sumir sé guðleysingjar!)1. »En guðleysið
á marga fylgismenn, einkum meðal menntaðra
manna út um heim allan, og eins meðal okkar Is-
lendinga, þótt svo sárfáir þori opinberlega að gang-
ast við þeirri lifsskoðun, sem það byggist á, og all-
staðar á það fleiri hjörtu en opinbera játendur«.
Jeg get ekki melt með mér degi lengur að
svara með nokkrum 'orðum þessari afar-unggæðis-
legu guðleysisromsu. Höf. er bæði skarpur piltur
og skáldmæltur, en undir eins æði-ófyrirleitinn í rit-
hætti. En auk æsku hans, skapseinkunna, eptir-
dæmis annara, aldarháttarins og fl. skal það tekið
fram honum til afsökunar, að hann vill auðsjáan-
1 Aths Óþarfa innskot, prestur minn ! í minni grein
sr meiningin ljós. par er talað um að tvei r nafngreindir
menn muni vera guðleisíngjar — menn sem jeg ekkert veit
um, hvort þeir vilja kallast svo — og því er talið líkl. að
sumum þiki rángt að talað sje bert um það. Auðskilð málH
Þ. G.
Iega segja satt og rétt eins og hann meinar, enda
reyna til að vera réttsýnn í hverju máli og við hvern
sem hann á. þetta, að forðast allan gamlan og
nýjan yfirdrepskap er fögur og tápmikil stefna hjá
ýmsum vorra yngri manna, ekki sizt þeirra, sem líkt
og þ. G. finna þá stefnu eins og sjálfsagða fyrir
! þá menn sem þykjast fylgja vísindum eða þekkingu
sinui en engri trú eða trúarskoðunum. þetta er nú
betri hlið málsins. Og enn má bæta við eða taka betur
{ fram medium það, eða hið andlega og ltkamlega lopts-
lag, sem höfundurinn lifir nú í. í Khöfn mætast
tvennar öfgarnar eins og eðlilegt er: annars vegar
kirkjan og ríkið í föstum faðmlögum, bindandi börn-
um sínum hinar gömlu byrðar á herðar, og notandi
hina ofstæku »innri-missión« eins og nokkurskonar
rannsóknarrétt og förumunkastétt. Hinsvegar hefii
aptur allan Estrúpsstjórnartímann verið að magn-
ast i landinu óvanalega einstrengingsleg og isköld
vantrúarstefna. Eins og eðlilegt er, hefir Khöfn
verið höfuðaðsetur beggja þessara flokka. Líkar
stefnur eru og í öðrum ríkiskirkjulöndum, þó hvergi
(og ekki einusinni í Danmörku), eins berar og rudda-
legar eins og í Noregi. þar hafa að visu opin-
berir andvigismenn kirkju og kristindóms verið að
tiltölu fáliðaðir, því öll norsk alþýða er talin langt
á eptir öðrum Norður-Evrópuþjóðum hvað sjálfstæðni
og fríhugsun snertir. þolast fríhugsendur þar enn
sár-illa, enda hefi ég á engu máli lesið beiskari og
svæsnari vantrúargreinir en einmitt á norsku. þannig
mætast öfgarnar. Um hvað er nú þetta stríð?
þetta strið er um tvær ólikar lífsskoðanir. það hét
fyrst (um 1870) stríðið um trú og þekkingu, en nú
er það venjulega kallað striðið móti kirkjum og
kreddum, eða eins og klerkarnir segja: striðið móti
»trúnni«. Að tilfæra atriði úr þessu stríði yrði hér
of langt, og að »skipta jafnt sól og vindi« milli
flokkanna treysti ég mér ekki til. En af því ég hefi
fylgt þessari miktu deilu með miklum áhuga frá
því eg var ungur maður, og leitast við að kynna
mér málið hlutdrægnislaust frá öllum þess hliðum,
og af því að mér eru nokkuð kunnug hin beztu
ensk og amerisk rit til sóknar og varnar um krist-
indóm og vísindi og hinar ýmsu heimspekisskoð-
anir, þá álít ég skyldu mína að benda bæði þ. G.
og lesendum »Snf.« á afstöðu þessarar deilu eins
og hún nú liggur fyrir samkvæmt þeim nýjustu
heimspekislegu og kirkjulegu ritum, sem ég hefi séð.
því skal þá fyrst ekki neita, að ýmsir hinna
merkari guðfræðinga af íhaldsflokkinum (hinna or-
þodoxu) eru teknir að játa hreint og beint að mörg
dogmata kirkjunnar sé þess eðlis að þau verði ekki
varin vísindalega, enda má fyllilega segja að lítið
sé um varnir af hálfu alls þess flokks nema það
sem lögfesta, völd, vani og blind trú gjörir til,
enda dugir það enn stórmikið — á yfirborðinu.
En fleiri en kirkjulega trúaðir menn halda hinu
fram, að i kirkjutrúnni og hennar einstöku greinum
búi symbolik ótæmandi og ódauðlegra sanninda.
»Kirkjan — segir einn höfuðspekingur vorra tíma