Sunnanfari - 01.09.1894, Síða 8

Sunnanfari - 01.09.1894, Síða 8
24 Hann hefir haft mjög mikil áhrif á trúarlífið i Nor- egi bæði með ritum sínum og framkomu allri. Hann átti þannig mikinn þátt í að stofna »Foreningen for indre mission« 1854, og ýmsar samskonar stofn- anir eiga að miklu leyti rót sina að rekja til hans, svo sem »Diakonisseanstalten« 1860 og »Studenter- hjemmet« 1870. Gísli sat i fjöldamörgum kirkju- legum nefndum, og var að öllu talinn hinn mesti merkismaður. Ól. Dav. The stories of Thorvald the farfarer and of bishop Isleif translated from the icelandic by the author of »The Chorister brothers*. ; London 1894. (Sögurnar af jþorleifi víðförla og ísleifi biskupi). |>ýðandi sagna þessara er skozk kona, Mrs. Leith að nafni. Hún las þýðing Dasents á Njálu og þótti svo mikið til koma, að hún fór að læra ís- lenzku til að geta lesið hana á frummálinu. Hún var heima á Islandi í sumar, og er það til merkis um hve mikla alúð hún hefur lagt við tungu vora, að hún gat gjört sig skiljanlega á íslenzku, enda þótt hún hafi aldrei lesið annað en fornsögurnar og aldrei reynt að tala fyr. Ekki skal ég neinn dóm á það leggja hvernig þýðingin sé af hendi leyst; ég get þessa að eins hér af því að mér þykir fróðlegt fyrir Islendinga að vita hverjir leggi stund á íslenzka fræði af útlendingum. p, Fiskivei ar Frakka við ísland. Eins og kunnugt er, stunda Frakkar mjög fiski- veiðar við Island og leggja skipin af stað frá Frakk- landi í febrúar og mars. þá er allra veðra von og ilt í sjóinn og verður Frökkum opt hált á því, því skip þeirra farast hrönnum saman, en opt verður mannbjörg og láta færri lífið en lætur að líkindum. Mál þetta bar á góma í visindafélagi Frakka 9. apríl og skýrði Guyon fiotaforíngi frá ýmsu, sem að því lýtur. Jean Ricard, skáld, skoraði á menn að hlutast til að fiskiskipin legðu ekki í haf fyr en í apríl. þá væri farið að lægja stormhryðjurnar í norðurhluta Atlantshafsins, og mundu færri Frakkar týnast við Island, ef þessa væri gætt, en nú ætti sér stað. Guyon andæpti Ricard. Hann sagði, að síðan 1864 hefðu farist 356 Frakkar við ísland, 65 í febrúar, 108 í mars, 139 i apríl, 38 í mai og 24 í september. Aptur stakk hann upp á því að þess væri betur gætt en híngað til hetði tíðkazt, að óhaffær skip væru ekki send í þessar svaðil- farir og að skipstjórarnir væru nægilega vel að sér í sjómannafræði. , 1 Ol. Dav, Fólksfækkun og skógleysi á íslandi. í »C. R. des Séances de la Soc. de Géographie« Paris 1893, bls. 155—57, er greinarkorn eptir Picard nokkurn, um fólksfækkun og skógleysi á íslandi. Hann segir að ísland geti fætt 250,000 íbúa, en fólkið fækki jafnt og þétt. Nú sé það mjög áríð- andi fyrir Frakka, að Islendíngar fækki ekki að mun, því ef svo færi mundu frakkneskir fiskimenn ekki geta stundað fiskiveiðar kríngum landið. Við það töpuðu Frakkar hér um bil 18 miljónum fránka, á ári hverju, og auk þess mundi þeim fara mjög aptur í sjómennsku. Picard segir, að skógleysið á Islandi sé aðalástæðan til fólksfækkunarinnar, og þurfi því að bæta úr því, og auka skógrækt á Is- landi. Ef það væri gert mundi loptslagið batna og kuldinn minnka, því reynslan sanni, að skógrækt hafi hin mesta áhrif á veðurlagið, t. d. í Algier. Nú stíngur Picard upp á þvi, að Frakkar fari tafarlaust að sjá um að skógur sé græddur upp á Islandi, og segir að lokum, að þar sé að eins eitt tré, eyniviður, 8 inetra hár (m = l1/^ alin). Hann á hér eflaust við reyniviðinn við Havsteinshús á Akureyri, þvi mynd er af honum í mörgum útlendum ferðabókum. Ætli það séu annars ekki fremur Vesturheims- farinar en skógleysi, sem stuðla að því, að fólkstala á Islandi fer fremur minnkandi en vaxandi? Ól. Dav. „Sameíningin“, mánaðarrit til stuðnings kirkju og kristindómi íslendinga, gefið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi í Vesturheimi og prentað í Winnipeg. Ritstj. Jón Bjarna- son. Verð í Vesturh. I dollar árg., á íslandi nærri því helm- ingi iægra: 2 kr. Mjög vandað að prentun og útgerð allri. 8. árg byrjaði í Marts 1893. Fæst í bókaverzlun Sig. Krist- jánssonar i Reykjavík og hjá ýmsum mönnum víðs vegar út um alt land. Brúkuð íslenzk frfmerki eru keypt fyrir hátt verð. Ef menn óska þess. geta menn feingið útlend frímerki í skiptum. Gömul íslenzk skildinga- frímerki eru keypt fyrir mjög hátt verð. J. Jeppesen, Skindergade 15. Gothersgade 49. K0benhavn. Byrgðir af vísindabókum. Keyptar og seldar íslenzkar bækur. Brúkud íslenzk frímerki. ka upi eg þessu verði fyrir 100 frímerki: 3 aura kr. T 75 40 aura kr. 6,00 5 aura kr. 4.00 5 - 2,00 50 — - 15.00 IO — - 4-5° 6 — - 3,00 IOO — - 25.00 16 — - 10.00 10 — - >,50 20 — - 6,00 16 — - 7 00 pjénustu frímerki 20 — - b 0 3 aura kr. 2.50 Skildingafrímerki hvert frá 10 a. t‘il I kr. F. Seith. Admiralgade 9, Kjabenhavn, Danmark. >DagsbrÚn« mánaðarrit til stuðnings frjálslegri trúarskoð- un, prentað að Gimli Man. Ritsjóri Magn. J. Skaptason. Verð jf 1.00 um árið í Vesturheimi, á íslandi Kr. 2.00. Vandað að frágangi. Fæst í Kaupmh. hjá Skandinavisk Antiquariat, í Reykjavik hjá Dr. B. Olsen og hjá ýmsum mönnum víðs vegar út um land. Ritstjórn: Kristján Sigurðsson, Ólafur Davíðsson og porsteinn Gíslason. Ábyrgðarmaður: porsteinn Gíslason. Prentamiðja S. L. Möllers. (Möller A Thnmsen.) Kaupmannahöfn.

x

Sunnanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.