Sunnanfari - 01.10.1895, Síða 6
30
minst unnið með því, þó að hann feingist; það
er og næstum hlægilegt, að heyra það, um leið
og verið er að gefa það í skyn, að tillögur
landshöfðingja geti verið miður hollar, að halda
þá,aðeinnráðgjafi,sem yrði nær alveg einráður um
alt, mundi ekki geta orðið eins hlutdrægur. þ>ó
það sé látið klingja, að ráðgjafi eigi að hafa
ábyrgð fyrir alþingi, hefir það litla þýðingu, því
að það er löggjafarvaldinu að kenna, ef ráð-
gjafinn hefir ekki eins og stendur ábyrgð gagn-
vart þinginu samkvæmt stjórnarskránni, svo að
bragarbótin væri ekki svo ýkja mikil. Dr. Valtýr
staðhæfði það, að íslendingar mundu án efa gera
sig ánægða með þetta ráðgjafakák, en það munu
menn sanna að stjórnarskipunarmáli og kröfum
íslendinga verður haldið áfram eptir sem áður,
þó að verði farið að leppa með þessum ráðgjafa.
Auk þess sýndi Dr. Valtýr ekkert fram á, hvaða
rugling ríkisráðið danska gerði í íslenzkum málum
eða liafi gert.
þ>að er harla líklegt, að í ríkisráðinu sé farið
alveg eptir tillögum íslenzka ráðgjafans í því,
sem snertir ísland eitt, og að það geri ekkert
rugl í ríminu. En sameiginleg mál hljóta altaf að
koma í ríkisráðið. Annars er það ekki svo að
skilja, að vér kærum oss um að halda neinu
dauðahaldi í ríkisráðið.
Ferðaraannafélagið danska er að gefa út bók
um Island á ensku með myndum, sem sérstaklega
er ætluð ferðamönnum og til að hvetja menn til
ferða til íslands. Kvað standa til að útbýta bók
þessari mjög um norðurhluta Vesturheims.
Vísa séra þorláks Hallgrimssonar (d. 1591)
föður Guðbrands biskups:
Ef elska sjálfs að er í för
ei fæ eg á dómi kjör;
sina fordild sækir hvör,
svo eru flestra bræðra pör.
Háskólamálið.
í aðalblað þýzkra stúdenta, »Academische
Revue«, hefir herra Garl Kuchler ritað langa og
ýtarlega grein: »Um mentamál Islands«. Segir
þar af skólum og mentum á íslandi framan úr
öldum og til vorra daga, og að lokum af háskól-
anum áformaða. Er það alt gert af mikilli þekk-*
ingu. Hann ver háskólahugmyndina kappsamlega
og vitnar til háskóla í öðrum löndum, sem gerðir
hafa verið af rneirj vanefnum og minni nauðsyn.
Hinn ungi vísindamaður lætur sig miklu skipta
hagi íslands og einkum mentalíf, og svo er um
marga þjóðverja, þá sem þekkja og kunna að meta
ágæti hinnar fornu mentunar og fræða vorra, að
þá tekur sárt til þess, að allir mentaðir Islending-
ar skuli fara til Kaupmannahafnar og lepja þar
danskar dreggjar.
það var fyrr meir siður höfðingja á Islandi,
að þegar þeir tóku við máli, þá skildust þeir ekki
fyrri við en úrslit voru komin á það, og lá þar
við virðing þeirra. Nú eru full tvö ár síðau flest
stórmenni á Islandi tóku háskólann upp á sina
arma, og síðan hafa aðgerðirnar orðið þær, að
þýzkur maður hefir safnað til hans áttatíu og átta
mörkum.
1 hinu sama tímariti er grein frá ritstjórninni,
ekki þýðingarlítil, þegar á það er litið, að tima-
ritið er mikils virt og lesið af fjölda lærðra manna
i Miðevrópu, í Ameríku og víðar. Greinin er á
þessa leið:
Ȓsland.
þetta hepti segir greinilega af mentun og
skólum »norður við pólinn«. það er sjálfsagt, að
háskólaáform þeirra Islendinganna ætti að fá örugt
fylgi um þýzkaland, og vonandi liggja þeir menn
ekki á liði sínu, sem láta sig menningu og fræði
nokkru skipta. þetta fyrirtæki ætti að hljóta styrk
og upphvatningu hjá sem flestum. Og vér þýzk-
arar ættum að taka þvi fegins hendi, hvort sem á
það er litið frá vísindalegu eða praktisku sjónar-
miði, að stofnaður verði á norðurvegum skóli, sem
samsvarar kröfum tímans, því að við þennan háskóla
mœtti tengja rannsóknarstöð á pólstöðvum og pólshöf-
um.........Stórrikin í Evrópu kosta mikinn fjölda
af rannsóknarstöðvum og stofnunum til vísindalegra
starfa í öðrum stöðum erlendis — og hví þá ekki
eins á íslandi? það væri því æskilegra, sem það
mundi hjálpa háskóla íslands á laggirnar«.
Eins og menn sjá, er hér farið fram á að
þýzkaland stofnsetji »Laboratorium« á Fróni í sam-
bandi við háskólann. Ef það gæti tekist, þá væri
þar troðið upp í þá túðuna, sem óvinir háskólans
blása sem frekast í.
Kr. S.
Að heilsa með kossi.
það er óhætt að fullyrða, að útlendingar, sem
koma til Islands, hafi ekki hneykslazt eins á neinu,
sem þeir hafa séð þar, eins og á kossunum, enda
er engin furða á því, þvi að hlægilegri, viðbjóðs-
legri og hættulegri sið er víst leitun á. Einni af
þeim hryllilegustu kossasögum, sem eg man eptir
að hafa heyrt, hefir dr. Ehlers sagt frá í skýrslu
þeirri, sem hann hefir sent íslenzka ráðaneytinu
og kirkju- og kenslumálastjórninni dönsku um ferð
sína á íslandi siðastliðið sumar. Hann kom að
bæ i Svarfaðardal fyrir norðan og hitti þar kven-
mann yfirkominn af holdsveiki; hún hafði t. d.
opin sár á vörunum. Rétt eptir að læknirinn var