Sunnanfari - 01.10.1895, Qupperneq 7
31
kominn, kom kona frá næsta bæ, sem ætlaði að
spyrja hann ráða viðvíkjandi einhverjum öðrum
kvilla. En áður en hún bar upp erindi sitt, heils-
aði hún öllu heimilisfólkinu — nema lækni og
presti — með kossi, þar á meðál holdsveiku stúlk-
uni. Sagan er eflaust sönn. Frásagnir dr. Ehlers
í ofannefndri skýrslu og i Berlingatíðindum um seinni
ferð hans til Islands eru yfir höfuð að tala heldur
gætilega skrifaðar að mínu áliti, og mega Islend-
ingar — hvað sem öðru liður — kunna honum
þakkir fyrir baráttu hans gegn holdsveikinni, þess-
ari voðalegu landplágu, sem menn hingað til hafa
hirt svo litið um. Oskiljanlegt er það þar á móti,
að alþingi skuli hafa felt frumvarp stjórnarinnar
um stofnun holdsveikisspítala.
Hv.
TÍl holdsveikisspftala stofnunar á Islandi er
nú staðhæft að Frakkar sé þegar búnir að skjóta
saman allmiklu fé.
Samganngurnar Nú kvað vera afráðið að
leigja gufuskip, en ekki kaupa, til ferða næsta ár.
Skip þetta er sænskt og heitir »Vesta« og er eign
»Suðursænska gufuskipafélagsins« i Málmey, en
það félag stendur undir stjórn »sameinaða gufu-
skipa félagsins« danska. Nokkuð á að byggja
skipið um. Og guð láti á gott vita.
Dr. Ehlers; síðan 25. Sept. hafa nú verið að
homa út frásagnir hans um ferð hans á Islandi í
shmar, og er ekki séð enn fyrir endann á þeim
greinum.
Hinn 12. Oktober siðastliðinn andaðist á Frið-
riksbergi eptir langvinnan lasleik Carl Gottlieb
Ernst Senstius, fyrrum verzlunarstjóri á Skagaströnd
og seinna við verzlun á Blönduósi, rúmlega fim-
tugur að aldri. Senstius var fæddur í Kaupmanna-
höfn, en kom til Islands tæplega tvitugur og dvaldi
þar fram undir 30 ár. Hann var vinsæll og vel
látinn i Húnavantnssýslu fyrir viðfeldni sina, greið-
vikni og samvizkusemi, og munu því margir Hún-
vetningar minnast hans með hlýjum hug nú, er
þeir frétta lát hans. Hann var jarðaður í Assistents-
kirkjugarði á Norðurbrú 18. Oktober; séra Sophus
Muller, prestur við »Kjöbenhavns Sygehjem«, þar
sem hinn látni hafði búið seinustu árin, hélt lag-
lega ræðu yfir honum.
o. p.
ísland og England.
í Daily Chronicle hefir staðið grein um ís-
land, er mælir með landinu sem ferðalandi; sé
það holt fyrir sjúka menn, einkum lungnaveika.
Blað þetta ætlar og að íslenzka verzlunin dragist
smámsaman frá Dönum og til Englendinga, enda
standi England betur að vígi að reka hana.
Benedikta Arnesen-Kall er dáin 27. Sept. þ. á.
82 ára gömul. Hún var dóttir Páls rektors Arna-
sonar málfræðings, en Páll var bróðir Valgerðar
konu Gunnlaugs sýslumanns Briems; Benedikta
var skáld gott; hún var á Islandi 1867 og ritaði
um þá ferð sína, og bar jafnan hlýjan hug til
þess lands. — Hinn 19. Okt. andaðist og Pétur
Arnesen bróðir hennar (f. 1815), er fyrrum hafði
verið héraðsfógeti í Flökkubjörgum.
„Sameiningin“, mánaðarrit til stuðnings kirlcju og
kristindómi Islendinga, geiið út af hinu ev. lút. kirkjufélagi
í Vesturheimi og prentað í Winnipeg. Ritstj. Jón Bjarna-
son. Verð í Vesturh. i dollar árg., á Islandi nærri því helm-
ingi iægra: 2 lcr. Mjög vandað að prentun og útgerð allri.
10. árg byrjaði í Marts 1895. Fæst í bókaverzlun Sig. Krist-
jánssonar í Reykjavík og hjá ýmsum mönnum víðs vegar út
um alt land.
,,Heimskringla“,
útbreiddasta (2500 eintölc) og stærsta isl. blað í heimi kemr
út í Winnipeg, Man. í Heimskringlu-húsinu að 653 Pacific
Ave, hvern laugardag, 24 dállcar tölublaðið. K.ostar jf2
Árg., 7 kr. í Danmörku, 6 kr. á íslandi.
,,Öldin“,
mánaðarrit, 32 dálkar hvert hefti, lcemr út einu sinni á
mánuði. Kostar jtl, 3 kr. 60 au. í Danmörku, 3 lcr. á ís-
landi. — Allir kaupendr »Heimskringlu« fá »Öldina» ókeypis.
— Ritstjóri beggja þessara blaða er hr. Eggert Jóhannsson.
Nikolai Jensen’s
skraddarabúð í stór- og smákaupum
Kjöbmagergade 53, 1. Sal
(beint á móti Regentsen)
Kjöbenhavn K.
óskar framvegis að skipta við íslendinga. Sýnis-
horn af vörum send ókeypis.
Forngripir
úr gulli, silfri, messing, bronce, fílabeini, útskorn-
ir gripir úr tré, velgerðir fornir drifnir söðlar,
höfuðleður og reiðar, íslenzk frímerki, íslenzkt
silfurberg kaupir og borgar háu verði
S. Verdier, Dstergade 4, Kjöbenhavn.
Tveir íslendingar, sem vilja búa saman, geta
frá 1. Nóvember næstkomandi feingið fæði (ís-
lenzkan mat eptir komu haustskipa) og húsnæði
gott hjá ur.dirskrifuðum í Birkegade 4, 2 Sal.
Hittist heima kl. 4—5.
P. V. Davíðsson.
Stj örnu-heilsud rykkur.
Stjörnu-heilsudrykkurinn skarar frain úr
alls konar
„Lífs-Elixír“,
sem menn alt til þessa tíma bera kensli á, bæði
sem kröptugt læknislyf og sem ilmsætur og
bragðgóður drykkur. Hann er agætur læknis-
dómur, til að afstýra hvers konar sjúkdómum,