Sunnanfari - 01.10.1896, Blaðsíða 2

Sunnanfari - 01.10.1896, Blaðsíða 2
26 Á fyrstu Mskaparárum sínum í Núpakoti byggði hann að nýju öll bæjarhús, hlóð öílugan varnargarð fyrir tún og engjar, reisti hlöður og ljet gera mörg önnur mannvirki; meðal annars græddi hann út stórt og mikið tún, þar sem áður voru aurar einir og gróðurleysi. Svo er að sjá sem Þorvaldi hafl þótt bæj- arvistin í Núpakoti bæði ill og leið.— Nokkuð er það, að árið 1886 Ijet hann byggja stórt og vandað timburhús á eignarjörð sinni, Svaðbæli, og nefndi nú staðinn Þorvaldseyri. Tveimur árum síðar hafði hann fullgerðan bæ þann, er hann ljet byggja áfastan húsinu á Þorvaldseyri, og fluttist bann þá alfarinn með ailt sitt hoimafólk frá Núpakoti, og hafði hann þá búið þar í 25 ár, og unnið margt þarft verk. Eitt af sannkölluðum búmannsþingum Þorvald- ar bónda á Þorvaldseyri má nefna hlöðu, sem hann ljet byggja þar fyrir fáum árum, og get- ur ekki slíka á „voru landi“, Islandi. Hún er milli 50—60 álnir á leingd og rúinar um 3500 hesta af heyi. Göng eru um þvera og endi- langa hlöðuna svo breið að teyma má heyhest með klyfjum fram og aftur. Sáturnar eru undnar upp með vindu neðan af góifi og alla leið upp, svo hátt sem þurfa þykir. Sem sönnun þess, að ekki sje í „kot vís- að“ að heimsækja Þorvald bónda, má tilgreina orð þau, er Ehlers líkþrárra læknir hefur um komu sína að Þorvaldseyri, en hann segir frá hinni síðari ferð sinni um ísland. Kemst hann svo að orði um bústað Þorvaldar, „að sá líkist meira herrasetri í útlöndum en íslenskum bóndabæ. í rúm 30 ár hefur Þorvaldur haft búi að stjórna, og munu allir, sem til þekkja, á einu bandi um það, að fáir sjeu jafnokar hans hvað dugnað og framkvæmdir í búskaparlegu tilliti snertir. Um afskifti hans af sveitar- og hjeraðs- málum er það að segja, að hann sat í sýslu- nefnd fyrir Austur-Eyjafjallahrepp um nokkur ár, var sáttamaður i 14 ár, og sat þrjú þing þingmaður Rangvellinga. - 1 hjeraði hefur allajafna borið mikið á Þor- valdi, enda hefur hann haft það tvennt sem með þarf til að koma sínu fram, vilja og megn, og er ekki laust við að ýmsir hafl stundum þóttst grálega leiknir af manninum og send- ingum hans. Á hinn bóginn eru líka'margir, sein eiga Þorvaldi gott upp að unna, bæði sveitungar hans og aðrir, og veit jeg mörg dæmi þess, að hann hefur brugðist vel við og liðsinnt rík- mannlega þeim sem leitað hafa til hans í vand- ræðum sínum. Um gestrisni Þorvaldar þarf ekki að eyða mörgum orðum; höfðingskapur hans við gesti og gangandi er svo alkunnur, að það mun síst oflof þó sagt sje, að heimili hans sje eitthvert hið mesta rausnarheimili á þessu landi. Þegar Þorvaldur hafði búið 1 ár í Núpa- koti, kvongaðist hann Elínu Guðmundsdóttur frá Drangshlíðardal og hefur þeiin ekki orðið barna auðið. Þann 18. októberinánaðar næstk. er 64. fæðingardagur Þorvaldar á Þorvaldseyri. Hann er alhvítur fyrir hærum, og þó ern vel og hinn kátasti, og enn þá hrýtur inargt gamanyrðið hjá honum yflr glasinu í góðan hóp. H. Norðurljós.1 Veit duftsins son nokkra dýrðlegri sýn en drottnanna hásal í rafurloga? Sjá grundu og vog undir gullhvelfdum boga! Hver getur nú unað við spil og vín? Sjálf moldin er hrein eins og mær við lín; mókar í haustsins visnu rósum. Hvert sandkorn í loftsins litum skín og lækirnir faðmast í silfurósum. Við útheimsins skaut cr allt eldur og skraut af iöandi norðurljósum. Frá sjöunda himni að ránar rönd stíga röðlarnir dans fyrir opnum tjöldum en ljóshafsins öldur mcð fjúkandi földuin falla og ólga við skuggaströnd. — Það er eins og leikið sje huldri hönd hringspil með glitrandi sprotum og baugum. — *) Þetta fallega kvæði hefar áður staðið í Dagskrá, en var þar afiagað með prentvillum; hjer er það rjett.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.