Sunnanfari - 01.10.1896, Side 3
27
Nú mænir allt dauðlegt á lífsins lönd
frá lokuðum brautum, frá myrkum haugum,
og harðgrýtið starir við hljóðan mar
til himins með krystallsaugum.
Mjer finnst það nú allt svo lítið og lágt
sem lifað er fyrir og barist er móti,
þó kasti þeir grjóti og hati og hóti
við hverja smásál jeg er í sátt.
Því bláloptið hvelfist svo bjart og hátt,
nú brosir hver stjarna — þó vonirnar svíki,
og hugirnir lyftast í æðri átt;
sjálf eilífðin birtist í duftsins líki.
Vjer skynjum vorn þrótt. Vjcr þekkjum í nótt
vorn þegnrjett í ljóssins ríki.
Hve voldugt og djúpt er ei himinsins haf
og hásigldar snekkjur sem leiðina þreyta.
Að höfninni leita þeir hvort sem þeir beita
í horfið — eða þeir beygja af.
En aldrei sá neinn þann sem augað gaf, —
og uppsprettur ljóssins ei fundnar nje skýrðar.
Með beygðum knjám og með bænastaf
menn bíða við musteri allrar dýrðar —
en autt er allt sviðið og harðlæst hvert hlið,
og hljóður sá andi sem býr þar.
Einar Benediktsson.
Draumur.
Nóttin kom, við hvílu mína’ hún áði
og kossi þýðum drap á höfga brá;
draumtjöld svört hún dró á himni’ og láði
að dagsins baki, ekkert meir jeg sá;
og lífsins háværð lengur mátti’ ei raska
Ijúfum blund — hún deyði eyrum frá,
dó sem stuna stormhvinsins í fjarska.
Þannig lá jeg; heyrn og sjón mig svipti
svefninn eins og liði jeg í dá,
en hulan þá í helgri kyrð sjer lypti
og himinhvolfið þótti mjer jeg sjá.
Sólin brann þar myrkt í miðjum geimnum,
misturbjarmi út um hvolfið lá,
en stólpaský stóð yfir glóðar-eimnum.
Það lögun bar í logafegurð sinni
sem lögmálsguðinn fyr á Sínaí,
líkt var sem úr augum eldur brynni,
og ennið var sem þungbrýnt reiðarský;
af fingri hverjum fleinaleiptur þutu,
en fjærstu smellir sólargeymnum í
með þrumubrest sem hráviði þá hrutu.
En myndin breyttist. — Útlitið varð annað,
auglitið varð gæskuríkt og blítt
sem ástarsól þess alheim gæti spannað,
svo ekkert týndist, hvers sem það var nýtt;
mjallahvíta klæðin báru liti,
krónu’ úr þyrnum höfuðið var skrýtt.
Stjörnurnar þá brostu’ í gleðigliti.
En myndin breyttist.— Líkt og honum leiddist
líking holdsins, stólpinn sundur hraut,
og þaðan einsog byigja ljóss hann breiddist
í biikdýrð yfir gjörvallt himinskaut;
líkt og þræddi’ hann alheiminn sem andi
allt hann klæddi’ í Ijósi fegra skraut.
Stjörnumergðin þá í dýrð sig þandi.
Jeg sá ei meira; — saman hvolfið hrundi,
og sama hulan fyrir augu bar.
Önd mín hvíldist algleymis í blundi,
eins og Ijósblik sýnin horfin var.
En þegar sálin slíka strýkur strcingi,
er stynja fram sem æðri heima svar,
þeir óminn geyma’ og óma síðan leingi.
Agúst Bjarnason.
Nýjar bæknr.
Ljóðmæli eftir Jón Olafsson. Þriðja út-
gáfa aukin. Fylgir mynd. Eeykjavík 1896.
ísaf. prsm. Yerð ] kr. 20 au., í skrautbandi
2 kr.
„Saungvar og kvæði“ Jóns Olafssonar komu
fyrst út á Eskifirði 1877. Síðan voru ljóðmæli
hans aftur prentuð í Winnipeg 1892 og þá auk-
in með því sem höf. hafði kveðið fram til þess
tíma. En sú útgáfa glataðist að mestu leiti í
eldsvoða þar vestra. Nú hefur hún verið end-
urprentuð í Eeykjavík á kostnað Björns Jóns-
sonar og er enn aukið þar við nokkrum kvæð-
um. Mynd af höf. er framanvið bókina oghef-
ur hún ekki tckist vel, en skrautbindið er mjög
laglegt.