Sunnanfari - 01.10.1896, Side 5

Sunnanfari - 01.10.1896, Side 5
29 Útdráttur úr hrjefum, síra Tómásar Sœmunds- sonar til samútgefenda Fjölnis, gjorður af Jóni Helgasyni. Það á vel við að tímaritið flytji brjef eftir dána merkismenn, einsog það hefur gert stundum áður. Bn þá þarf að velja vel úr þeim, og brjeíin verða að snerta merkileg atriði í sögunni, eða þá að einkenna höfundinn sjerstaklega. Brjeíin eru með öðru, smærra letri en áður hefur sjest á Tímaritinu, og er ekki annað um það að segja, en að allt ritið hefði átt að vera með því letri, í stað þessa ljóta, slitna hrossaleturs, sem annars er á því. í ræðunni Um lestur Voka minnist Einar Hjörleifsson á efni, sem er vel þess vert að um það sje rætt. Hann finnur þar að því, að menn lesi almennt of mikið af ónýtum og vonduin bókum, en gangi fram hjá öðrum sem betri sjeu og nytsamari. Það er nú alveg rjétt. En hætt er við að deildar verði skoðanir manna þegar dæma á um hverjar bækur og hverjir höfundar eigi að lesast og hverjir ekki. Og þar sem höf. fer út í þá sálma, virðist oss skoðanir hans helst til pokalegar. Frægustu rithöfundar nú- tímans, svo sem einsog Henrik Ibsen og Emil Zola, lenda hjá honum í þeim flokkinum, sem ekki á að lesa, eða eru að minnsta kosti var- huga verðir. Tímarnir breytast. Þetta voru fyrrum átrúnaðargoð Yerðandi-mannanna. Þessi ræða Einars er flutt í fyrra vetur í stúdenta- fjelaginu í Reykjavík. Oss er nú ekki vel kunnugt um það, hvað stúdentar hjer helst lesa af útlendum ritum. En það hyggjuin vjer ó- þarfa að flnna að því við þá að þeir fylgist of vel með tímanum, eða telja þá frá að lesa þá rithöfunda, sem nú eru mest lesnir um alla Norðurálfu. Og þegar Einar Hjörleifsson hefur verið að andæfa háskólamálinu, hefur hann raul- að undir með þeim mönnum, sem alltaf eru að blaðra út í bláinn um útlenda menntastrauma, og halda því fram, að íslenskur háskóli yrði til að stýfla þá. En hjer kernur hann fram með þá kenning, að þeir menn flestir, sem ráða þess- um útlendu menntastraumum, sem mest áhrif hafa í hinu andlega lífl erlendis, sjeu varhuga verðir, og rit þeirra hafi allt annað en góð á- hrif. í þessu er ekkert samræmi. — Ef tala ætti nákvæmlega um, hvernig tímaritið ætti að vera, yrði að ræða um Bók- mentafjelagið í heild sinni, en það verður að bíða síðari tíma. Andvari hefur í ár verið nokkuð seinn í för- um, eins og hann á vanda til. Fyrir meir en tveim mánuðum síðan var kominn til Hafnar frá Ameríku ritdómur um eina af þeim grein- um, sem hann nú flytur og sem send hafði ver- ið þangað í sjerprentun. En nú er hann fyrst nýlega kominn á kreik hjer í Reykjavík og hefur þó enn ekki heimsótt suma af meðlimum Þjóðvinafjelagsins. Þetta seinlæti er miður heppilegt, einkum þegar ritið hefur meðferðis greinir, sem fjalla um þau mál, sem efst eru á dagskrá og mest rædd. Og þetta á sjer stað í ár. Nú, i október, rixar Andvari fyrst fram með langa grein um stjórnarskrármálið á al- þingi í fyrra, cftir síra Sigurð í Vigur, og hefur hann vafalaust ritað hana skömmu eftir þing- lok og mundi hafa haft margt annað um það mál að segja nú. Það gefur að skilja, hverja þýðing framkoma þeirrar ritgerðar hafl nú eftir allar þær umræður, sem orðið hafa um málið í surnar sem leið. Sömuleiðis vappar Andvari nú fram með ritgerð um endurbætur á læknaskip- un landsins eftir Guðmund Björnsson, sem höf- undurinn hefur ritað í því skyni, að hún væri orðinn mönnum kunn og um hana rætt áður læknafundurinn kæmi saman. Nú, þegar And- vari sýnir ritgerðina, hefur fyrir laungu síðan verið rætt um efni hennar og innihald á lækna- fundinum og í öllum blöðum hringinn í kring á landinu. Með þessari tilhögun er ritið ekki að eins ónýtt, heldur jafnvel verra en ekki neitt. Tilgangur þess á eins og allir vita, einkum og sjerílagi að vera sá, að halda uppi umræðum um landsins gagn og nauðsynjar, Þegar það or orðið laungu á eftir blöðunum í þessuin cfn- um, laungu á eftir tímanum í þeim málum, sem það einkum á að ræða, setur þau fram einsog þau litu út fyrir mörgum mánuðum, heilum missirum og jafnvel árum áður, — þá er ritið gagnslaus. Og þegar það tefur fyrir ritgerðuin,. sem þurfa að birtast á vissum tíma og ella gætu komið fram annarstaðar, þá er það verra en ekki neitt. Það er fremur óviðkunnanlegt,

x

Sunnanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.