Sunnanfari - 01.07.1900, Page 3

Sunnanfari - 01.07.1900, Page 3
35 1891 fór hann, fyrir tilstilli síra Jóns Bjarnason- ar og síra Friðriks J. Bergmanns, á prestaskóla I Chicago. Þaðan útskrifaðist hann tveirn árum síðar með ágætum vitnisburði. Að loknu próh gerðist hann prestur Islend- inga i íslenzku nýlendunni í Norður-Dakota og mun nú þjóna þar 5 söfnuðum, sem aukist hafa og blómgast prýðisvel og meðal annars komið sér upp vönduðum og fallegum kirkjum. Haustið 1896 var hann fenginn til þess að ferðast um nýlendur Islendinga í Canada og Bandaríkjunum til þess að hafa saman fé til hinn- ar fyrirhuguðu skólastofnunarkirkjufélagsins vestur- islenzka. Arangurinn af þeirri ferð var rúrnra 2000 dollara samskot, þrátt fyrir það, að um þær mund- ir var áhugi almennings á skólamálinu mjög lít- ill og trúin á það að líkindum enn minni. Síra J. A. S. er rnaður einkar-vel máli farinn og tilkomumikill prédikari. Hann er áhugamað- ur rnikill um alt, er hann tekur sér fyrir hend- ur, fastur í lund, einbeittur og hinn kappsamasti. Ohætt er að telja hann í hópi atkvæðamestu ís- lendinga vestan hafs. Hann er ekki nema hálf- fertugur að aldri. Sumarið 1898 ferðaðist hann hér um land sér til heilsubótar. Hann prédikaði þá í nokkurum kirkjum og gat sér þar hvarvetna mikinn orðstír. I ísafold XXV. 57 er grein um hann og starf hans. Vegna þrengsla verður Sunnanfari að láta sér nægja að vísa til þeirrar greinar, til viðbótar við þau fáu orð, sent hér hafa sögð verið. E. H. Lífið er of stutt til þess, að vór megum eyða tím- anum til að gráta yfir óláni og mótlæti. Vérverð- um að flýta oss að finna lánið, og megum ekki ætl- ast til, að það fari að leita oss uppi; vór megum engum tíma eyða til ónýtis. Vér eigum ekki ekki einungis að smíða úr járninu, meðan það er heitt, heldur eigum vór að reka það, þangað til það verður heitt. Níu tíundu hlutar af vanhögum hverrar þjóðar hér um bil eru sjálfsköpuð víti landsmanna hvers um sig. Þar hafa þeir hitann úr. Eftir Guðmund Finnbogason. III. Björnstjerne Björnsson hefir sagt: »Sú þjóð sem veit sitt hlutverk á helgast afl um heim, eins hátt og lágt tná falla fyrir kraftinum þeim«. En vér verðum fyrst að vita vort hlutverk, og hlutverkið fer auðvitað eftir því, hvers vér erum megnugir. Ekki er til neins að leggja oss á herðar byrðar, sem vér getum ekki loftað. Til lítils að ætlast til að dúfa komi úr hrafnseggi. Það verður al- drei nema krummi. En hvar eigum vér þá að fá vitneskju um, hvers vér erum megnugirr Hvar, nema einmitt í sögu þjóðarinnar frá upphafi vega hennar fram á þennan dag? Vér getum ekki séð, hvers vér erum megnug- ir, á því, sem vér eigum ógert, heldur á því, sem vér höfum afrekað. Og hvernig hefir þá þjóðin reynst á liðnum öldum, hvernig hefir hún reynst í baráttunni við »eld og hungur, ís og kulda, áþján nauðar, svartadauða«. Hér rekum vér oss raunar á það, að vér eig- um enga almennilega Islandssögu. Vér eigum nóg efni i hana, meira og betra en ýmsar aðrar þjóðir, en það er eins og ull, sem ekki er farið að tæta, er þvi skjóllítil fyrir þjóðina, þegar kulda- næðingarnir blása um hana. Það er töluvert mein, og skritið, að einmitt vér skulum eiga við það að búa, vér, sem átt höfum Snorra Sturlu- son og Sturlu Þórðarson og marga aðra sögu- riísnillinga að fornu fari. Þá fyrst, er vér höfum séð framan í sjálfa oss í skuggsjá sæmilegrar Islandssögu og ráðið þær rúnir, er örlögin hafa ritað á enni þessarar þjóð- ar vorrar, þá fyrst getum vér séð, hvað með oss býr, og hvers vér megum vænta á óförnu ævi- skeiði voru. Hvernig sem hin íslenzka þjóð er nú, þá er það víst, að ekki er ættin smá. Margir kunna að rekja ætt sína til fornkonunga og þjóðskör- unga, þótt sumir hafi orðið að að leggja leið yfir

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.