Sunnanfari - 01.07.1900, Page 6

Sunnanfari - 01.07.1900, Page 6
38 Frá liirð Friðriks konungs VII IV. (Niðurl.) Fylgiliðar konungs og hirðmenn gerðu sér alt far um, að afstyra þv/, að hann yrði sér til mínkunar við ókunnuga fyrir ykjur sínar og skrum. Fritz Blticher kammerherra var allra manna lagn- astur á það. Einu sinni átti þyzkur greifi frá Hannóver, er v. Platen hét, eitthvert erindi við konung og var b/sna-lengi inni hjá honum. Okkur leizt ekki á blikuna, þegar svo bar undir, og því gerði Bliieher sér eitthvert erindi inn, til þess að þeir konungur slitu talinu. En í því bili kemur Platen út og er mikill asi á honum. Hann getur ekki orða bundist og segir við Bliicher, sem var honum töluvert kunn- ugur. »I>að varði mig sínt, sem nú hefi eg komist að raun um. Hann er blátt áfram alveg brjálaður, kon- ungurinn ykkar«. Blúcher lét sem hann vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. Þá tjáði Platen honum ýmislegt, sem konungur hafði verið að segja honum frá. Það voru þá meðal annars heldur sögulegar lýsingar á ýms- um afreksverkum konungs í hernaði, sem við Blú- cher höfðum hvorugur heyrt nokkurn tíma um get- ið, sem ekki var nein von. »En hann hefir samt ekki byrjað á þessum sög- um við yður undir eins, Platen?« segir Blúcher. »Þér hafið hneigt yður og brosað og jankað öllu, sem hann sagði, eða var ekki svo? Þér hafið sagt: er það ekki merkilegt! nú er eg alveg hissa! og þar fram eftir götunum«. Hinn gat ekki á móti því borið, að svo hefði verið. »Atti eg ekki kollgátuna«, segir Blúcher. »Kon- ungur hefir verið að gera gabb að yður. Hann hefir verið að reyna, hvort þér væruð eins og aðrir hirð- rnenn, sem gera ekki nema brosa við og janka öllu, sem hann segir. í dag undir borðum, þegar kon- ungur talar dönsku við okkur, þá getið þór átt víst, að hann segir okkur frá eins og var«. Yeslings-greifinn þýzki var allur á nálum við borðið á eftir og var að gefa okkur auga, hvort við hlægjum ekki að því, sem konungur sagði. En stundum hafði Friðrik VII. það til, að vera svo veglátur og konunglegur, að allir hefðu fortek- ið, að það væri sami maður. Þegar Vilhjálmur prinz, sonur Kristjáns konungs IX., er síðar varð, var kjörinn Grikkjakonungur, bauð Friðrik konungur af sér þann hátignar-þokka og göfugmensku, að sendinefndin gríska varð frá sér numin. Hún var örstutta stund inni hjá konungi, og þóttumst við þá vita, að alt hefði gengið vel; en ekki hafði tteinn vor á meðal búist við, að hann mundi gera sendi- nefndarmennina svo hugfangna, sem rauu varð á. Það var 6. júní 1863, er prinzinn tók konungs- nafn og nefndist Georg I. Það gerðist í helzta há- tíðasalnum í Kristjánshöll, í viðurvist alls konungs- fólksins, hirðmanna og sendiherra Rússa, Breta og Frakka; þau stórveldi þrjú höfðu á hendi vernd yfir Grikklandi í þá daga. Þá tókst Friðrik VII. upp, svo að snild var á, og framar því, er rtokkur maður hafði búist við. Þá flutti hann tölu, ávarp til Georgs kotiungs, um konungsskyldu hans, er öll heimsins blöð liirtu á prenti og léku á lofsorði. Enda fanst öllum viðstöddum mjög til um þetta ávarp, ekki einungis fyrir það, hve það var lát- laust og innilegt, heldur ekki síður fyrir hitt, hve ræðan var fagurlega og konunglega fram flutt. A- varpið var svolátandi: »Enn ætla eg, áður en þú fer hóðan, að leggja þór það alúðarheilræði, að leitast jafnan við að ávinna þér ást þegna þitiua og varðveita hana. Eg ætla ekki að stæra mig af því sjálfur — en það á reynslu mína við að styðjast, er eg segi, að í því só fólgin sönn farsæld konunga. Haltu trygð við stjórnarskipun lands þíns, gerðu þór far um, að láta hana njóta virðingar, og sjáðu um, að hún só haldin. Ef þú gerir þór það að reglu, mun þór vel vegna og landi þínu«. Að svo mæltu seldi Friðrik VII. Georg konungi í hendur fílsorðuna með þessum orðum: »Meðtak ble8sun hins gamla konungs þíns! Drottinn veri með þér urn ókomið æviskeið!« I veizlunni á eftir leiddi Friðrik konungur Georg konung við hönd sér og setti hann á hægri hlið sér. Hann lót varla sem hann heyrði eða sæi þaun dag aðra en hinn nýa »bróður« sinn, Grikkjakon- ung, kallaði hann yðar hátign í hverju orði og yrti ekki á aðra að kalla mátti. Eg held að móðurföð- ur Georgs konungs, landgreifauum af Hessen, er sat á vinstri hönd Friðriki konungi, hafi þótt nóg um. Faðir Grikkjakonungs, Kristján IX., er síðar varð, sat á hægri hönd syni sínum. Ölkær var hann í meira lagi, Friðrik VII., og átti þjónustulið hans oft í mestu herkjum að af- stýra því, að mikið bæri á ofdrykkju hans; það gerðu allir sér far um eftir mætti. Og það má

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.