Sunnanfari - 01.02.1902, Page 2

Sunnanfari - 01.02.1902, Page 2
10 Maður, sem þingtíðindin sýndu að einu siuni eða aldrei lauk upp munni allan þingtímann, lék sér að þvi að koma inn þeirri trii hjá almenn- ingi, að í nefndum ynni hann ósleitilega; þar væri hann margra manna maki. Hann var kos- inn á þing fyrir þá trú hvað eftir annað. Svo var hún óbifanleg. Skemst er og á að minnast, að upp komst um þingmann á áliðnum þingtíma, að hann hafði verið pennalaus, bleklaus og pappírslaus allan þingtímann. Hann hafði og skrásett alls eiua einnar línu breytingartillögu, uppi í þingsal. Það var öll þingvinnan hans, auk þess sem hann hafði svo sem 3—4 sinnum lokið upp munni í þingsalnum og þá vitanlega ekki til nokkurs gagns. Og þó haíði sá maður verið árum sam- an að berjast við að komast á þing, og látið ó- smátt af því, hvað hann ætlaði sér að afreka þar. Og þetta var lærður maður, embættismað- ur, en ekki ótíndur bóndi, almúgamaður. — Ekki getur þessu ólíkari þingmenn en þá tvo, er hér flytur Sf. myndir af. Margan drjúgan verk- mann höfum vér átt á síðustu þingum, ekki síð- ur en áður, en engum þeim vaskari og mikil- virkari. Það ætlum vér að við muni kannast óvinir þeirra sem vinir. Að fráskildum fjármálunum, er Þ. J. Th. var þó til muna viðriðinn, má kalla, að á síðasta þingi lenti aðalvinnan í stórmálunum í neðri deild á þeim tveimur, svo sem stjórnarskrármáli, banka- máli, landsspítalamáli, fátækramáli, tollmáli, al- þingiskosningamálið o. s. frv. Þeir voru þar víð- ast ýmist skrifarar í nefndum, eða framsögu- menn, eða formenn, eða tvent í senn, og höfðu þó að auki allmörg minni háttar mál á sinni könnu svona í hjáverkum. Og enginn mun geta á móti því borið, að þeir hafi unnið þar bæði vasklega og dyggilega. Nefndarálit Guðlaugs í stjórnarskrármálinu og framsaga hans þar mun jafnast fyllilega á við það, sem þingskörungar inna af hendi á meiri háttar þingum; en sama er og engu síður að segja um sömu störf Þ. J. Th. í bankamálinu og landsspítalamálinu. Þeim er báðum liðugt um máí; þeir eru báðir glöggir á staðgóð rök fyrir síuum málstað og fimir að beita þeim. G. er snarpari í orðasennu og tilþrifameiri, enda eldri þingmaður Og vanari. Hann er sjálfsrgt snjallastur ræðumaður nú á þingi hér. Þ. J. Th. er mjög fylginn sér. Enginn maður hér á þingi kynnir sér vandlegar og ræki- legar mál þau, er honum eru falin til meðferðar— því rækilegar, sem þau eru vandameiri. Hann kemur því ekki fáklæddur til dyra, og veður ekki reyk, ýmist með algerðu þekkingarleysi eða svo grunnstæðum skilningi, að ræðurnar verða gagnslaust hjal, sem hrindir eigi máli hænu- fet áleiðis, svo sem dæmin gerast um suma, er sig vilja láta kalla þingskörunga, og hylja van- mætti sitt með föðurlandsástar-gumi og því um líku. Þeir hafa báðir óvenju-fjölhæfar gáfur og fjörugar, og eru hvor öðrum ósérhlífnari. Er því vel skiljanlegt, að þeir verði svo nýtir verkmenn við þingstörf og mikilvirkir, sem þeir eru. Nákunnugur maður og skilríkur segir svo af háttum og högum Þ. J. Th. heima fyrir og í hans héraði: »Hann er fyrir flestra hluta sakir rétt- nefndur héraðshöfðingi. Hann er maður einkar-hibýlaprúður; heimilið eitt hið prýðileg- asta að aðbúnaði, sniði og allri háttsemi; einhver hinn gestristnasti kaupstaðarbúi, og aldrei svo þreyttur og vansvefta, að hann sé ekki ljúf- mannlegur á að hitta, og er það þar um slóðir að orðtæki haft, hversu þýður og viðfeldinn hann sé við alla, hvort sem mikið eiga undir 'sér eða lítið, þá er fundi hans þurfa að ná. Eru þeir þó einalt að vonum ærið margir, þar sem hann þjónar einu meðal fjölmennustu læknisdæma landsins og hefir stöðugt á sér mik- ið álit og traust héraðsbúa sinna sem mjög góð- ur læknir, er því tíðsóttur til sjúkra og svo gegninn og ótrauður til ferðalnga, að því er þar um slóðir viðbrugðið; einkum hefir hið óbilandi ferða- og starfsþol hans dag og nótt, þá er far- andsóttir hafa gengið, þótt hinni mestu furðu sæta, og er því stöðugt aðstreymi að honum til að leita ráða og læknislyfja til hans. En þótt hann sé svo vel metinn og þyki svo ómissanlegur sem læknir í héraði sinu, að merk- ir héraðsbúar og kjósendur hans hafa ekki getað af honum séð um þingtímann nema með eftir- tölum, þá hafa þó hvorki sveitungar hans sé

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.