Sunnanfari - 01.02.1902, Page 3

Sunnanfari - 01.02.1902, Page 3
héraðsLumr né yfirvöld neitað sér um, að fela honuni önnur nnkilvæg trúnaðarstörf. I hrepps- nefnd hefir hann setið milli io og 20 ár og jafnan verið gjaldkeri og reikningshaidari hins fjölmenna, en fátæka llosmhvalanesshrepps, og hefir hann í sveitarstjórn hreppsins verið mestur framkvæmdamaðurinn og jafnan sá hreppsnefnd- armaður, er ráðið hefir frarn úr vandamálum hreppsins. I sáttanefnd hefir hann setið jafn- lengi, og getur tæpast mann betur fallinn né færari til þess starfa. Sæti sitt í sýslunefnd og amtsráði hefir hann skipað með sæmd og dugn- aði, þótt þar atkvæða- og afkastamaður mikill og þar eftir ráðsnjall. Kaupfélag það, er reis á Suðurnesjum laust fyrir 1890, studdi hann með ráðum og dáð, og gerðist nokkur ár, fyrir einbeitta áleitni deildar- stjóranna á hann sem hinn færasta mann, for- stjóri þess, og fórst það vandnsama starf svo vel úr hendi, að ekki var annarra meðfæri, og er honum mest allra manna að þakka, að félagið varð bygðarlögunum arðsamt og ómetanleg verzl- unnrbót til þessa dngs, með því ao bæta hið úr- elta og óhagkvæma verzlunarlag í Keflavík. Svo mikið álit hefir hann á sér i héraði sínu sem ráðhollur maður og ráðsnjall, að þegar til þess kemur, er mikils þykir um vert, hvort held- ur er varðar einstaka menn, félög eða héraðið alt, þá þykir ekki ráð, nema hann ráði, — einkum þykir liann hinn ráðsjallasti i fjármálum, og höf- um vér tæpast færari fjárhagsmann. Framfara- maður er hann eindreginn, og hollvinur og að- alstyrktarmaður hefir hann verið íshússfélags þeirra Keflvikinga; og byrjað hefir hann nú með nokkrum bændum á þilskipaútgerð. Eignarjörð sina i Njarðvíkum hefir hann 'látið stórbæta og verið einnig í þeirri grein framfarafrömuður méð dæmi sinu«. Fyrir fjarlægðar sakir er hér rniður kunnugt um hagi og háttu Guðiaugs sýslumanns heima í héraði. En það orð fer af embættisrekstri hans hér, þar sem yfirmenn hans sitja, að ekki fari hann öðrum sýslumönnum landsins betur úr hendi. Framfaramál héraðsins ber hann mjög fyrir brjósti, og er þar sjálfkjörinn til forustu hvarvetna fyrir atgervi sakir, áhuga og atorku. Búhöldur er hann talinn mikill, og unir sér svo vel þar í sinni afskektu bygð, á Síðunni, jökul- krýndri en blómlegri þó, að kunnugir fullyrða, að um aðra sýslu muni hann aldrei þaðan sækja. Arin, sem hann dvaldist hér í Reykjavík, áður en hann fekk Skaftafellssýslu, var haan einhver hinn ötulasti frömuður bindindishreyfingarinnar, er þá var ung hér, og um hríð formaður Good- Templarreglunnar. Enda hefir hann og stutt það mál röksamlega í sínu héraði síðan, og vald- ið þar miklum stakkaskiftum í þeim efnum. — Þess má geta um leið, að Þ. J. Th. er og hinn eindregnasti bindindisfrömuður. •Þ ó r ð ti r Jónas Thoroddsen læknir er fæddur í Haga á BarSaströnd 14. nóv. 1856, sotmr Jóns syslttmattns og skálds Þórðarsonar Thoroddsen (t 1868) og konu hans Kristínar Þorvaldsdóttur Sivertseti fra Hrappsey; stúdent 1878 með 1. eink.; kandidat fra læknaskólanum 1881; settur keunari við Móðruvallaskóla 1881—1882; settur læknir í 2. lækttishéraði, því er entt þjónar hann, árið 1883, og veitt það 1885; sat framan af í Njarðvíkum, en síðatt í Iíeflavík. Þittgm. Gullbr,- og Kjósarsýslu síðatt 1895; amtsráðsm. 1900. Kvæntur Önnu L. Pétursdóttur orgatiista Guðjohnsen. Þatt eiga vaxin börn. Guðlaugur Gttðmundssou sýslumaður er fæddur að Asgarði í Grímsnesi 8. des. 1856, sonur Guðmundar Ólafssonar, bónda þar; stúdent 1876; eand. juris 1882 með II. eittk. Settur syslumaður í Dídasýslu s. á. og síðan málfærsluntaður við yfir- rétt; fekk Skaftafellssýslu 1891. Þingmaður Vest- ur-Skaftfellinga síðan 1893 og amtsráðsmaður síðan 1892. Kvæntur sænskri kottu; þau eiga' mörg börn, sum uppkomitt. (Taman og alvara. Líng stúlka segir skriftaföður sfnum af því meðal attnars í skriftastólnum, að sór só hætt orðið við að lita nokkuð ot't í spegil og kvaðst vera eigi óhrædd um, að farin sé að sækja á sig hégómleika-freisting; það komi að sór stundum, að sér finnist til um fríðleik sinn. »Það er engin syud, barnið mitt, þó að manni missýnist eitthvað«, segir klerkur.

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.