Sunnanfari - 01.02.1902, Qupperneq 7

Sunnanfari - 01.02.1902, Qupperneq 7
Það var kveld eitt vorið eftir, er Snæbjörn kom aí sjó, að Elísabet kerling kallar hann á einmæli, og segir honurn grátandi, að morgun- inn eftir ætli Olafur að bregða sér til Þórshafn- ar í þeim erindum, að fá byggingarbréf fyrir jörðinni hjá fógeta konungs þar. Hún hafði staðið á hleri og heyrt þá ráða- gerð þeirra mæðgina. »Eg fer líka«, mælti Snæbjörn, og tók svo fast um stoðina, sem þau stóðu við, að blóð stökk undan nöglum honum. Hann gengur rakleiðis inn til móður sinnar. Hún var háttuð og sofnuð Hann kveikir á blysi og hleypir loku fyrir hvílugólfið. Móður hans varð bylt við, er hún vaknar og sér hann standa upp yfir sér með blysið í hend- inni, heldur ófrýnan ílits. »Er eg ekki eldri sonur þinn?« mælti hann í hásum róm. Hún jankaði því. »Og býr þú ekki á jörðinni við byggingar- bréfið hans föður mins?«. Það fór að fara um móður hans. »Og nú ætlar þú að svíkja mif« æpti hann. Hún breiddi upp yfir höfuð. En Snæbjörn reif ofan af benni, og segir, grimmúðugur á svip: »Láttu mig fá peningana fyrir byggingarbréfinu. Það eru 13 mörk. Eg hef aldrei fengið neitt kaup hjá þér«. »Eg á þau ekki til, eg á þau ekki til, Snæ- björn«, mælti hún og bar sig all-aumlega. Hún sér, að hann veifar blysinu, svo að hvílugólfið fyllist reyk úr harpeisnum, og þykist vita að hann muni ætla að brenna hana inni, ef hún láti ekki að orðum hans. Hún skreiðist þá á flakk, lýkur upp kistu og tekur upp peningana handa honum. Hann tók við þeim og fór. Morguninn eftir í dögun var áttæringnum hrundið á flot, og skipaður mönnum. Þeirra á meðal voru tveir móðurbræður þeirra bræðra, og föðurbróðir Olafs, garnall bóndi, er bjó á Skála. Þegar þeir voru ferðbúnir, -kemur Snæbjörn og hefir ferðaskrínu sina undir hendinni. Hann stigur á skip, sezt aftur i og tekur við stýri. Enginn segir neitt við því Ferðin gekk vel, og komu þeir til Þórshafnar urn miðjan dag, og taka sér þar gistingu hingað og þangað. En ekki voru þeir bræður samnátta. Snæbjörn gengur á fund konungsfógeta fyrir kveldið, telur þar fram féð, er hann hafði hrætt út úr móður sinni, og vill fá byggingarbréf fyrir jörðinni, með þvi að hann kveðst vera til þess borinn. Fógeti svarar fáu, en fær honum kvitt- un fyrir gjaldinn. Síðar um kveldið hittir Snæbjörn nokkra föru- nauta síua og aðra kunningja. Þeir lögðu lag sitt saman og fengu sér i staupinu. Snæbjörn varð dauðadrukkinn og fer þá að raupa af því í ölæðinu, að nú verði öll vélabrögð bróður hans til ónýtis, því að nú hafi hann, Snæbjörn, fengið byggingu fyrir jörðinni hjá fógetanum. Og hann bauð þeim öllum í veizluna sina. En meðan Snæbjörn var í þessu svalli, fer Olafur og finnur fógetann. Hann hafði frænd- ur sína í för með sér. Bóndinn gamli á Skála, föðurbróðir lums, kvaðst ábyrgjast hann. Tuttugu mörk silfurs hafði liann meðferðis — fekk þó ekki kvittun nema fyrir 13 — og þar að auki bæði smjör og æðardún, sem farið var með inn í eldhúsið. Að því búnu var þeim öllum boðið inn í klefann bak við skrifstofu fógetans, og þar skenkti fógetamadaman þeim sjálf bæði kryddvín og danskt brennivín. Daginn eftir var haldið heimleiðis; en ekki á þetta minst einu orði. Nú vekur Snæbjörn bónorðið við hjáleigubónd- ann; en hann svaraði, að það mál yrði að bíða fram yfir þing. Ekki líkaði Snæbirni það meir en svo vel, en lét þó svo búið standa, og datt ekki í hug, að þar byggi neitt undir. Hann var í bezta skapi, og mjög góður viðfangs. Nú líður að þingi. Það var háð á þingstaðnum forna við Urðar- vík. Það er dálítil flöt, hömrum lukt á alla vegu. Þar voru tólf steinar reistir í hvirfing, handa lög- réttumönnunum tólf, en vestan til á vellinum var stór steinn flatur, og var þar' lýst öllu því er lýðnum skyldi kunnugt gera. Það var lögþingi Fær- eyinga.

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.