Sunnanfari - 01.03.1902, Blaðsíða 2

Sunnanfari - 01.03.1902, Blaðsíða 2
inni þurfti nokkurs við; brást hann ávalt vel við og kom liðveizla hans hvarvetna að góðu haldi. En af öllu þessu leiddi, að hann þurfti oft að vera að heiman, og gat varla hjá því farið, að slíkt hefði hnekt búskap hans meira eða minna, ef kona hans hefði ekki verið slikt afbragð, sem hún var. Heimili þeirra var og eitthvert hið mesta gestrisnisheimili; þar þótti öllum yndi að gista, hvort heldur voru meiri eða minni háttar. Var því við brugðið, hve Sigurður var skemti- legur á heimili og »hrókur alls fagnaðar«, líkt og Grímur Hallsson, — eins og bent er á í kvæðinu hér á eftir. Að sama skapi var Krist- rún ástúðleg og honum samtaka í því, að bæta sem bezt úr þörfum hvers, sem þeirra leitaði. — Til þeirra völdust og góð hjú, og undu þar jafnan vel. Jörð sína bætti Sigurður að húsum, túnum og engjum, og var hvatamaður hvers konar framfara' hjá sveitungum sínum. Þeim hjónum varð io barna auðið og eru 6 á lífi: Haraldur, bóndi á Hrafnkelsstööum; Magnús, bóndi í Austurhlíð; Sigríður, kona Skúla iæknis Arnasonar i Skálholti; Katrín, ekkja eftir Eyvind sál. Hjartarson, óðalsbónda á Bóli; Steinunn, for- stöðukona mjólkurbúsins á Seli; og Kristin, við nám í Reykjavík. Vorið 1900 hættu þau hjón búskap, en Skúli læknir, tengdason þeirra, tók við, og fóru þau til hans. Vonuðu þau og margir aðrir, að hann fengi að sitja að Kópsvatni. En það gat ekki orðið, og fór hann að Skálholti; fylgdu þau hon- um þangað. Það þótti vinum þeirra og ná- grönnum mikið, er þau urðu að flytjast frá Kópsvatni í elli sinni, og þótti þar verða »skarð fyrir skildi«. Þá var það, að helztu sveitungar þeirra og vinir tóku sig saman og færðu þeim heiðursgjafir. Sigurði hœgindastól, mjög vandaðan, og Kristrúnu Biblíuljóðin i skrautbandi, og fluttu þeim kvæði, er síra Valdimar Briem hafði ort til þess tækifæris. Þar í eru þessi erindi: Oss þykir víst fyrir skildi skarð, að skylduð þið fara braut, og annar byggja þann óðalsgarð, þars ykkar svo lengi naut. Hvert yndi var jafnan öllum það þar ykkur að gista hjá! Þá Kópsvatni nú er komið að ei koma til ykkar má! Ef einhver maður hér átti bágt, — og oftlega reyndist það — til ykkar var flúið oft og þrátt; þar áttu menn griðastað. Og gömlum og sjúkum virktavel með vinsemd þið tókuð mót, og öllum sýnduð þið sama þel með sannarleg vinahót. Og sveitin lengi það muna má, hvé margt henni vanstu þarft; þá raunin var mörg, en ráðin fá, þú réðir úr öllu skarpt. Og allir muna þitt forna fjör, er finna má enn í dag. Og allir muna þín orðsnjöll svör, sem enn hafa sama lag. Ef hefðir þú verið ungur og ör, það átt hefði lang-bezt við, að gefa þér hest með flyti og fjör, að fljúga um héraðið. — Nú bjóðum vér stól, að hvílast hægt; það hæfir þér betur nú; um langar reiðir nú lítt er tækt, er lætur af ferðum þú. Það raunar á ekki illa við hið alkunna höfuðból, að sitjirðu’ á s t ó 1 með sæmd og frið’, er sezt þú á S’k á 1 h 0 11 s s t ó I, ef ei sem biskup, þá eins og sá, sem áður á tíðum var »þess staðar prýði« þeim herrum hjá og »hrókur alls fagnaðar«. En þér, sem einnig ert þreytt og móð, og þráir víst hvíld og frið, vér bjóðum þér hér með h e I g i 1 j ó ð, að hvíla þinn anda við. Það sæmir henni sem »hústrú« er í heilögum biskupsdóm, að líta’ í eitt andlegt ljóðakver, þótt lágum sé kveðið róm, Br. J.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.