Sunnanfari - 01.04.1902, Blaðsíða 3

Sunnanfari - 01.04.1902, Blaðsíða 3
27 Starfshvöt höf. er mikil; hann vill ryðja mörk- ina og hefði vafalaust fylgt Olafi trételgju á marklönd Svía til landnáms, 'ef þeir hefðu verið nágrannar; því að hann vill vera laus við að gjalda skatt til konungsins og auðkýfingsins, þar sem: Iðjulaust fjársafn á féleysi elst, sem fúinn á lifandi trjám, og hugstola mannfjöldans vitsmuni og vild, er vilt utn og stjórnað af fám. En friðurinn verður dýr. Þar sem iðjusemin vinnur auðæfi úr jörðinni, þangað safnast allir vargar, til þess að mata krókinni. Mér kemur í hug það, sem Stephan segir í kvæðabálkinum »A ferð og flugi«: Og Jehóva sendi sinn Hjálpræðisher á hnotskóg þess auðæfa lands, en karlinn hann Mammon var mannflestur þó, því mergðin var öll saman hans«. Stephan gefur jafnmikið fyrir bæði tvö — Hjálpræðisherinn og — kirkjuna, því að: Kirkjunnar rógur og kryt út af því, hver Kristur í fyrnditini var, er kerlinga svardögum svipuðust, ef ei saman um æfintýr bar. Þess verður vel að gæta, að skáldið leggur alls engan dóm á það, hvort deiluefnið er stórt eða lítið í sjálíu sér. En aðferðin er svipuðust argi kerlinga, sem lendir saman út af þjóðsögum. Alt lendir í illyrðum og hávaða út af eðli og uppruna Krists; en hitt liggur í láginni, hvernig hann breytti og kendi. Stephan þekkir spádómana í Gamla-testament- inu og veit vel, hvernig þeir hafa verið og eru þýddir. Þó byrjar hann jóiakvæðið sitt þannig: Svo lítil frétt var fæðing hans í fjárhúsjötu hirðingjans að dag og ártal enginn reit, um aldur hans ei nokkur veit. Einkennilegt er þetta ög harla skynsamlegt. — Og siðmenningin má gera svo vel og bæta gleraugun sín og litast betur um en hún gerir enn þann dag í dag: Því jafnvel samtíð okkar enn sér ekki sína beztu menn segir höf. En tímans breyting birtir alt og bætir sumuro hundraðfalt. Því neitað hefði hans eigin öld, að afmælið hans só í kvöld, og tengt þann atburð ársins við að aftur lengist sólskinið. VI. Þegar eg sagði i upphafi þessa máls, að eg teldi Stephan mest skáld þeirra íslendinga, sem nú eru á lífi, mundi eg ve) eftir Matthíasi og þvi lofi, sem honum hefir hlotnast. Það er ekki tilgangur minn að hefja Stephan á kostnað þessa skáldmærings. En eg get þó ekki látið vera að minnast á það, að þessi skáld hata orkt sitt kvæð- ið hvor um sama efni — um Skagafjörð, og eru bæði stórfeld. En þau eru ólík svo sem mest má verða, enda eru höf. ólíkir. Kvæði Matthíasar byrjar þannig: Skín við sólu Skagafjörður, skrauti búinn, fagurgjörður. Bragi! ljóða-lagavörður, Ijá mér yndi, kraft og skjól. Kenn mér andans óró stilla; ótal sjónir hugann villa, blinda, gylla, töfra, trylla; truflar augað máttug sól. Hvar skal byrja? Hvar skal standa? Hátt til bygða? Lágt til stranda? Bragi leysir brátt úr vanda bendir mér á Tindastól. Fyrsta vísa Stephans er svona: Frosti hinn kaldi klauf hér fyr klaka-meitlum brúnir fjalla; hóf í fang sér hamra stalla; braut upp feldar fjarðar dyr. Stuðluð björg, sem stóðu kyr, steyptar lót í raðir falla. Eg ætla engan samanburð að gera á þessum upphafserindum né höf. þeirra. Báðar visurnar eru góðar og einkennilegar. En eg set þær hér til þess að sýna, hve ólík handtökin eru. Iiins vegar efast eg um, að aðrar vísur en þessar lýsi höfundunum betur, ef einstök vísa er tekin eftir hvorn þeirra. Matthías okkar með orðgnóttárflug kveður um útsýnið í sinni vísu og er á hraðfleygu hendings- kasti; stökkur milli fjalls og fjöru i einu spori,

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.