Sunnanfari - 01.04.1902, Page 8

Sunnanfari - 01.04.1902, Page 8
52 óraveg, ýmist í jörð eða á, og sjöleiðis ekki öðru vísi en á mararbotni. Rafmagnsfræðingar einir skilja til hlítar eða kunna að skýra það, hvernig slíkt má verða. Séð höfum vér nýlega það dæmi notað til að gera það eðli rafmagns skiljanlegt, er Marconi hagnýt- ir, að eins og öldur dreifast hringinn í kring út þaðan, er steini er kastað i vatn, berist rafmagns- öldur hringinn í kring út frá hverri rafmagns- lind, þvi lengra, sem hún er öflugri, og um hvað sem fyrir er hér um bil, með sama liætti og hiti berst og hljóð. En eins og eyra þarf til að taka við hijóðinu, eins þarf rafmagnsstöð til þess, að vart verði rafmagnsöldunnar í fjarska, og allan þann útbúnað, er hafður er ella til að gera rafmagnsáhrifin þar að rituðu mál. Því sterkari, sem rafmagnslindin er, þvi lengra berst það og glöggvara. Marconi er nú um f essar mundir að fást við það kynjamikla stórvirki, að koma rafskeytum þráðlaust alla leið um Atlanzhaf þvert milli ír- lands og Nýja-Skotlánds. Sjálfur hefir hann ör- ugga trú á, að það muni takast, svo að fullum notum komi, og telur sig jafnvel hafa þegar komist upp á það. En aðrir rengja það eða efa. Likiegt er, að fullreynt verði það einhvern tima á þessu ári Fáum mundi það betur koma en oss íslendingum, ef það lánaðist, svo lítt sem oss er sá kostnaður kleifur, að koma við raf- skeytum og hafa þeirra full not með gamla laginu. Työ stórhýsi í Reykjavík. Hús þau tvö, sem sýnd eru hér á 28. bls., eru meðal laglegustu stórhýsa þar, mjög nýleg bæði, við annað lokið, Iðnaðarmantihúsið, í árs- byrjun 1897, en hitt á áliðnu ári 1900. Iðnaðarmannahúsið stendur fast suður við Tjörn, við Vonarstræti sunnanvert (sem rninst af er til orðið enn). Það er 43 álöa langt og 20 álna breitt. Þar er aðalleikhús bæjarins, áhorf- endasalur 14X21 alin °g ll'l* alin a hæð, en leiksvið 11 V^X1) álnir, og 9 álna hátt af palli. Hússtjórnarskófinn hefir og húsnæði í Iðnaðar- mannahúsinu, og haldin eru þar flestöll meiri háttar samkvæmi í höfuðstaðnum. Hitt húsið, Pósthússtr. i4 b., er 36 álna langt og 14—15 álna breitt. Hár salur og mik- ill er því miðju á efri lofti. Það er fundarsalur Oddfellowa. Þetta hús er og eina húsið í bæn- um, er hefir miðstöðvarhitun, annað en bankinn. Ferðarolla konferenzráðs Dr. Magn. Stephensens 1825—26. (Frh). Marz 5......Fór eg til greifa Moltkes í Rentu- kammeri heim til hans, og hjalaði lengi við hann um lausn mágs míns frá Borgarfjarðarsýslu með pensión, hvar um eg í gær gaf þar inn ansögningu með góðri erklæring Hoppes, — og um veitingu hennar til Magnúsar frænda. Tók hann öllu vel og var hinn ljúfasti, en gat engu vissu lofað, því einn Mösting ræður því öllu, en hann síveikur, fæst aldrei í tal. A götu mætti eg nú Casten- schiold gamla nýkomnum hingað; lózt hvorugur þekkja annan, og tók hvorugur ofan. Svo sat eg miðdagsveizlu eftir heimboði hjá etazráði Orsted, og ritaði svo ansögning til kóngs um jústizsekretera- brauð fyrir son minn, sem eg á morgun keyri með til kóngs, og reyni þar enn til að tala hans máli, hvað eg og rækilega gerði í dag við Örsted. Marz 6........N11 er póstskipið líklega út lagt. Gangi því sem hraðast, svo eg sem fyrst fregni af mínum elskuðu heima í Yiðey. Um sama leytið, nefnil. kl. 10 fyrirmiðdag, keyrði eg í stázi upp til kóngs, og afhenti honum í eigin hönd þá í gær nefndu ansögningu, en önnur með Hoppes hálfgrey- legu erklæringu er í kansellíi, og kemur þar fyrir á fimtudaginn þann 9. þ. m. Fekk eg þá náð að tala lengi og snjalt við kóng um það mál alt, sem bezt eg gat, og fela honum það efni. Hann spurði mig ítarlega um son minn, hans examen, giftingu, barneign og ástand, hans bústað og um Viðey, sem hann hélt mesta fyrirtak, en eg bauð honum að kaupa hana nú aftur fyrir það hún kostaði mig; hló hann þá hátt. Hitstjóri Björn Jónsson. ísafoldarprentsmiðja.

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.