Sunnanfari - 01.04.1902, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.04.1902, Blaðsíða 6
■sy -■ 30 sannfærðnr um, að framtíðin finnur ekki guðs- fingur í hverju kvæði Stephans. En hitt jafn- vist, að hann mun iifa langt fram í ókomna tímann. Þetta átti aldrei að verða list-fræðileg »kritik« um skáldið, og hefi eg þess vegna slept að »kri- tisera« hann. Lang er frá því, að eg telji Ste- phan G. Stephansson gallalausann bragarsmið.. Því er þannig farið oftast nær, að stórmenni hafa stóra galla og eru skáldin háð því lögmáli engu siður en aðrir menn. En þegar minst er á skáid, sem er litið þekt og fengið hefir miklu minni viður- kenningu heldur en það á skilið, er eigi ákaflega nauðsynlegt að berja i þvi hvert bein. Fyrst er að veita viðurkenninguna. Það mun vera sönnu næst um þennan höf., að hann taki eigi bending- um til breytinga í skáldskap sínum, þ.ar sem hann er aldraður orðinn og fastur í rásinni. Að endingu vil eg skora á alþingi Islendinga, að veita Stephani farareyri heim til ættjarðar vorrar, ásamt íjölskyldu sinni, ef hann vill þekkj- ast það, farareyri heim, og skáldlaun framvegis. Kynkvísi hans er auðsjáaniega of góð og dýr- mæt fyrir oss, til þess að lenda í þjóðahafinu Snæbjarnar saga. Færeysk þjóðsaga. II. Vesturhliðin á Suðurey er þverhnípt bjarg geysimikið, meir en 2000 fet á hæð, og sjórinn grængolandi fyrir neðan. Þar er mjög hrikalegt umhorfs. Þangað var Snæbjörn kominn um sólsetur, lafmóður og uppgefinn. Hann fleygði sér þar niður uppi á brúninni í graslaut og lá lengi hugs- unarlaus; loks sofnaði hann. Þegar hann vaknaði og litaðist um, var þokan sigin saman, eins og vant er á kvöldum, og var bletturinn, þar sem hann var staddur, eins og 'nólmi í mjólkurhvítu þokuhafinu, er huldi láð og lög fyrir neðan hann. Honum fanst því líkast, sem heimurinu væri liðinn undir lok, og hann þar eftir á Hfi aleinn. Það sem til tíð- inda hafði orðið um daginn, fanst honum svo fjarri orðið, að það var fyrir honum eins og ó- skýr draumur., Hann sat lengi og horfði á tunglið, er óf bjarta silfurþræði í hvíta þokuslæðuna og skein á fjallatindana, er gægðust fram hver eftir ann- an. Þá fann hann alt í einu til kulda og sultar, og rifjaðist þá upp fyrir honum i sömu svipan alt það, er gerst hafði um daginn, eins og væri hann þá að vakna. Margt fiaug honum í hug, og alt heldur ó- skemtilegt. Eitt var það, að fleygja sér fram af bjargbrún- inni; ekki voru nema fáein fótmál þangað. Ey- in sævi kringd alt umhverfis og engin undan- komu von þaðan; þar varð hann að láta fyrir berast, hvað sem á dyndi, svo sem sekur skóg- armaður, þar uppi í óbygðinni, vopnlaus að kalla og ilt til matfanga. Honum flaug aftur i hug að henda sér fram af brúninni. Nóttin leið og dagur rann í austri. Hann spratt upp, otaðí stafnum i móti morgunbjarm- anum og strengdi þess heit, að verjast meðan fjör entist. Hann þaut niður hliðina eins og örskot. Þar stóðu tveir hestar og lutu höfði dottandi; annar þeirra var gamall og grár að lit. Hann læddist að þeim, náði þeim gráa og stökk á bak; reið honum alt það er aftók langt upp á fjall, fór þar af baki og rotaði hann með staf sínum. Þann morgun át hann hrátt hrossakjöt í fyrsta skifti, og bað guð að fyrirgefa sér þá synd. Hann birkti hestinn og skar húðina í strengsli. Hélt siðan út á bjargbrúnina aftur. Rúma 20 faðma fvrir neðan brúnina er hellir í bjargið á einum stað. Hann er í Famiens fugla- bjargi og er vel kunnur þeim sem í það síga eftir fugli. Það heitir enn Snebenahola (Snæ- bjarnarhellir). Bjargið skútir þar fram yfir sig, og verða þeir, sem i það síga, að sveifla sér sem mest þeir geta í festinni til þess að komast þar inn. Hellismunninn er mjór, en rúmgott þegar inn kemur og hátt undir loft. Þar sitnr svart- fuglinn alt umhverfis í bjarginu þúsundum sam- an alt sumarið.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.