Sunnanfari - 01.04.1902, Blaðsíða 4

Sunnanfari - 01.04.1902, Blaðsíða 4
28 og hoppar upp á Tindastól jafnfætis, grípur því næst blóðugar halastjörnur af himni sögunnar og kastar þeim niður að Orlygsstöðum á bardaga- völlinn og inn í »Flugumýrar fólskubrennu« á »fláan jarl með grimma lund«. Hins vegar höggur Stephan fjörðinn út í mar- IÐNAÐABMANNAHÚSIÐ í BEYKJAVÍK mara og meitlar skáletur hugsana sinna í stand- berg og Grettistök. Hann minnist ekki á viðburði sögunnar, nefn- ir ekki einu sinni Drangey né Gretti í þessu kvæði. En hann sökkur sér niður í náttúruna og þjóðlífið. Hvílík birta yfir landi og lýð : Vökuljósum lyftir brúnum fjallaskagi skúrablár, beggja megiu biminhár, hórað vofur örmum snúiium. Leitaðu inn í unglingshug, er um nætur geyniir hjarCar, inn um heiði og hlíðir fjarðar, eða í hvamm við áarbug? Von hans tekur vængjaflug. Vorhug sízt um hindrun varðar. Kannastu við, hversu gljár ungra meyja er úti vaka augað bláa, vökuspaka, andlit fölt og flóttað hár, þegar yfir onni og brár áttu geislar höndum taka 1 Þar sem feður úti verða skulu synir varða veg segir Stephan enn fremur í þessu snildarkvæði. Þetta er hvöt, sem er vel fallin til að geym- ast í minninu, fá orð i fullri meiningu, enda er Stephan meistari í þeirri list, að koma víðtæku efni fyrir í fám orðum. Þetta segir hann um hlákuna í sama kvæði: . . . hristir allar landsins taugar hlákustormsins stóra sál. Þiðna hjörn sem brædd við bál. Bláa jaka straumur laugar. Mér kemur sjálfur guðdómurinn í hug; þegar eg hugsa um »hlákustormsins stóru sAl«, þá finst mér sem guð verði næstum því skiljanleg- ur á líkan hátt og hlákan. Eg gat þess, að Stephan tæki sárt til Islend- inga vestan hafs og austan. En hann hefireinn- ig trú á framlið þjóðar sinnar á ættlandinu. Hann kemst svo að orði um Skagafjörð : Þó að hann só beina ber, bráðum gildna vöðvar mjóir. Melur, sem í grasi glóir, þegar fyltur aldur er. Hlíðar brjóstin hefjast, sér hrósa akrar gróðurfrjóir. Og jörðin bíður þess, að hún sé unnin. Gullið liggur undir frosnum sverðinum, og þeg- ar fólgnu fésjóðirnir verða grafnir upp, blómgast þjóðin, og þjóðlífið tekur framförum : HÚS JÓN8 SVEIN8SONAB (PÓSTHÚSSTR. 14,b) í RVÍK Þvi falin eru í landsins svelllega svörð þau sönglög djúp, er náð enn hefir enginn. Og þá mun verða glatt við fjall og fjörð er fæst sú hönd er kann að spennajstrenginn.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.