Sunnanfari - 01.04.1902, Blaðsíða 7

Sunnanfari - 01.04.1902, Blaðsíða 7
Þangað komst Snæbjörn og það varð vígi hans. Allan þann mánuð svaf hann þar á daginn, eða sat og horfði út á sjó, þangað til hann var orðinn þreyttur og ringlaður; en um nætur kleif hann i hross-skinnslengju sinni upp á bjarg- brúnina, át hrátt hrossakjöt, það er hrafnar og krákur höfðu leift, og fugl úr bjarginu við og við, er honum tókst að höndla. En nú var ekki eftir nema beinagrindin úr hross-skrokknum, og fuglarnir höfðu sig á brott úr bjarginu. Þá varð Snæbjörn bjargþrota. Hann sá, að hann hlaut að gerast þjófur og ræningi, en þótti mikið fyrir því. En sulturinn svarf æ fastara að. Fjósakerlingin gamla í Nesi hjálpaði honum. Þótt allir sneru við honum bakinu, þá gerði gamla Beta það ekki. Henni kom ekki dúr á auga margar nætur eftir vígið. Svo nærri féll henni um það, og svo hrædd var hún um Snæbjörn. Hún játaði á banasænginni, að álfkonan i Kvíaklettinum hjá Hvalbæjarþorpi hefði sagt sér af fylgsninu Snæbjarnar, og efast enginn Færey- ingur um, að svo hafi verið. Prestur hét henni fyrirgefning þeirrar syndar. Og víst er um það, að kerling fór marga nótt heiman frá sér norð- ur á bjarg og var komin heim aftur fyrir dögun. Það eru 3 milur vegar eða vel það, bratt og ilt yfirferðar. Hún færði Snæbirni það, sem hann þarfnaðist, hangikjöt, brauð og harðan fisk, og svo fatnað. Þeim fanst báðum syndlaust, að taka það úr búi, sem Snæbirni bar að réttu lagi. Hún hafði og eid með sér; en ilt var að koma honum svo langa leið. Með þeim hætti dró Snæbjörn fram lífið og þó nauðulega, því ekki var það mikið, sem kerling gat eða þorði að taka af búinu, svo ekki kæmist upp. Hún svelti sig sjálfa dögum saman og geymdi Snæbirni, en það hrökk þó skamt. Um haustið stóð brúðkaup þeirra Ólafs og Sunnifu. Fám nóttum eftir kemur kerling til Snæbjarn- ar og hafði með sér nógan mat úr veizlunni; en ekki þorði hún að segja neitt. Snæbjörn sagði henni, að nú héldist hann ekki lengur við þar í hellinum fyrir kulda og stormi, og ætlaði hann sér að flytja sig niður í Tjarnarnes, svo að hann væri nær mannabygð og hún ætti skemmri leið að finna sig. Kerlingu flaug margt i hug, en sagði ekki neitt. Þar hafðist Snæbjörn við þann vetur. Það er við mynnið á Hvalbæjarfirði. Þar var gott fylgsni i helli og hlýrra en hitt, og ekki gott að komast þar að, ekki hægt að fara aðra leið en um holurð upp frá tjörninni, og eiga þar fáir erindi, með því þar er enginn fugl og berir hamrar umhverfis. Hellirinn veit mót austri niður að sjónum. En af hamrinum fyrir ofan sér yfir allan fjörðinn og heim að Nesi og um ná- grennið þar; hann þekti þar hvern kofa. Þar sat hann margt kveld og horfði á ljósið á bæn- um, þar sem hann hafði alist upp, og gerðist hon- um þungt í skapi. Hann hafðist þar við sem sekur skógarmaður aleiun í auðn og kulda, svang- ur og klæðlitili, en bróðir hans átti góða daga þar heima á bænum hans og hafði hjá sér hana, er Snæbjörn unni mest. Fn ekki gerði Snæ- björn að æpa upp yfir sig t'ramar né stappa nið- ur fótunum, eins og honum var títt áður. Það var sulturiun og kuldinn, sem höfðu bælt hann. Hann sat oftast hnipinn og hljóður, og vafði skegginu um höndina á sér, þangað til hann kendi til í kjálkunum. Smalamenn hcfðu fund- ið festina, er hann hafði rist sér úr hrosshúð- inni. Þeir höfðu sett þar merki, og sáu að hún var ekki notuð lengur. Þá var Snæbjörn talinn af, enda annað óhugsandi. (Nl.) William Marconi og þráðlaus rafskeyti. Þetta er myndinaf honum (bls. 29), hinum unga og stórfræga hugvitsmanni ítalska, er lét sér hug- kvæmast fyrir nokkurum árum, að koma raf- skeytum þráðarlaust heiminn nf enda og á, yfir láð og lög, ofan jarðar og neðan, til ómetanlegs sparnaðar og hægðarauka á móts við hitt, að leggja málmþræði til að flytja eftir rafmagnið um

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.