Sunnanfari - 01.05.1902, Blaðsíða 1

Sunnanfari - 01.05.1902, Blaðsíða 1
X 5- KEYKJAVÍK * MAÍMÁN. 1902 Guðmundur Friðjónsson Hann er tvímælaJaust orðinn eitt höfuðskáld þjóðar vorrar, þótt hvergi nærri sé fullséður enn, heldur á bezta framfaraskeiði, maður skamt yfir þrítugt; og er þvi meir en tnál til komið »að sýna« hann almenningi, en það stendur ekki öðrum nær en Sf., sem hann hefir lagt svo mikla rækt við síðustu árin og á hon- um að þakka mikið af ágæt- um skáldskap, bæði í sam- föstu máU og sundurlausu. Það eru merkileg tímaskifti að því, hvernig árar að nnd- legum gróðri i ýmsum hér- uðum landsins. Um þessar mundirog alllanga hrið undan- farið ber Þingeyjarsýsla sýni- lega af þeim öllum, og eink- anlega að skáldmentinni. En langfyrstan ber þar að telja G.' F. Þótt minna beri jafnan að líta á vexti en gæði listaverka, má vel geta þess, að frá- leitt liggur jafnmikið eftir nokkkurt böfuðskáld vort eins og G. F. á jöfnum aldri, ef saman eru lögð Ijóð hans og skáldsögur. Það sýnir, að hann lætur ekki skáldmentar- dísina dotta hjá sér, og verður þó að sinna henni í hjáverkum frá líkamlegri vinnu fyrir sér og sínum. En vitanlega er það þeirri alúð, árverkni og elju að þakka, eigi síður en mikilli og frum- legri skáldgáfu, hve vel honum fer fram í skáld- mentinni ár frá ári. Það leynir sér ekki í um- gengni hans við ljóðadísina, að í brjósti hans fer æ vaxandi bæði ástin til hennar og virðinsin Ouðmundur skdld Friðjónsson fyrir henni. Og þá er vel, er hvortveggja fer saman. Ljóðasafn G. F. kemur út í sumar, ásjálegt rit, er veita mun almenningi kost á að meta, hvort hér er rétt með farið eða ekki. Það er eitt með öðru, er mjög prýðir búning ljóða G. F., hve óvenju-orðhagur hann er. Og ætti að tilnefna í fljótu bragði, hvert yrkisefni honum léti bezt, mundi það verða íslenzk náttúra, dauð og lifandi, blið og stríð. Mun varla neinu skáldi voru fyr né siðar láta betur að fara í hennar ham og gera hana nærri því jafu-hugnæma hvað sem út snýr á henni. Þar við er og samtvinnuð gagnheit, en látlaus ættjarð- arást. G. F. er fæddur 24. okt. 1009 og eru foreldrar hans Friðjón Jónsson bóndi á S.mdi í Helgastaðahreppi (og hreppsnefndarm. um -;o ár) og kona hans Sigurbjörg Guðmundsdóttir bónda á Síla- lsek, en föðursystir þeirra Jóhannesar Þorkelssonar og Indriða á Syðrafjalli. Hann var 2 vetur í Möðruvallaskóla fyrir y—10 árum; naut að öðru leyti ekki annarar fræðslu i æsku en þeirr- ar, er tíðkast meðal alþýðu. Hann kvæntist 17. des. 1899 Guðrúnu Oddsdóttur, bróðurdóttur Bald- vins homöop. Sigurðssonar í Garði. Gagnkunnugur maður G. F. og skilríkur vel segir svo af honum: »Lítið bar á skáldgafu hans fram að tvítugs- aldri. Voru það helzt kerskivísur, er frá honum

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.