Sunnanfari - 01.09.1902, Page 1

Sunnanfari - 01.09.1902, Page 1
x9. REYKJAVÍK * SEPTEMBERMÁN. I902 B. L.. Baldwinson. Hann er annar íslendingurinn í Canada, er hlotnast hefir sá frami, að komast þar í þing- mannatölu eða löggjafa. Hann var kosinn á löggjafaþingið í Manitoba (Winnipeg) haustið 1899, í stað Sigtryggs Jónassonar (sjá Sf. VIII. 57). Má af því marka, að hann muni vera þar í mikl- um metum og segja kunnug- ir hann hafa vel til þess unn- ið fyrir atgervi sakir og at- orku. Hér á landi hefir al- menningur svo sem ekki af öðru að segja um hann en vesturfara-smölunum, sem svo voru kallaðar, fyrir mörgum árum. En það starf er ekki frama-vegur hér eða almennra vinsælda, —þótt ekki beri á að innlendum vesturfara- agentum standi það fyrir góðu gengi. Vestra er hann og hefir lengi verið í fremstu manna röð. Hann er fæddur á Akur- eyri árið 1856, sonur Bald- vins Jónssonar (skálda) úr Þingeyjarsýslu og Helgu yfirsetukonu Egilsdótt- ur frá Bakkaseli í Yxnadal; ólst upp hjá móður- fólki sinu þar til er hann fór til Canada 1873 og settist að í borginni Toronto; þar var hann 8‘/2 ár og stundaði skósmíði, til þess er hann fór til Winnipeg í Manitoba í marzmán. 1882 og hélt þar áfram sömu iðn þar til í febrúar 1886, að hann fór að vinna að innflutningum til Manitoba fyrir ríkisstjórnina í Canada. Þeirri stöðu hélt hann þangað til í sept. 1896. En um haustið 1898 keypti hann blaðið Heimskringlu og gerðist ritstjóri bennar og hefir þann starfa enn á hendi. Hann bauð sig fyrst fram til þings 1892, móti þarlendum manni, og aftur árið 1895 móti Sigtryggi Jónassyni, en náði í hvorugt skift- ið kosningu. Loks var hann kosinn í Gimli- kjördæmi (Nýja-ísland) haustið 1899, sem fyr segir. Hann hefir aflað sér mikillar bóklegrar ment- unar, þótt ekki hafi gengið skólaveginn, og er greinilegt dæmi þess, hve sjálfmentaðir menn geta hafist til vegs og gengis jafnvel einmitt i þeirn verkahring, er mikil skóla- mentun er ella talin ómiss- andi skilyrði fyrir. Farsæl- ar gáfur, fylgi og atorka veg- ur þar upp i móti, og meir en það oft og tiðum. Sé það rétt, sem vitrir menn og mætir þjóðvinir munu flestir á einu máli um nú orðið, að skaðsamleg heimska sé að láta sundið milli þjóðbræðranna vestan hafs og austan valda andlegri sundrung og jafnvel óvild þeirra í milli, leiðir þar af, að hvorri þjóðdeildinni fyrir sig ber að dæma og meta fremstu menn hinnar yfirieitt með hennar mælikvarða, fremur en sjálfr- ar sín, — eftir því, hve nýtir menn þeir hafa reynst í sinna landa hóp i þrengri merkingu. Það er skilyrði fyrir réttlátum dómi um þá. Þannig löguðum dórni urn B. L. Baldwinson þarf ekki að efa að vinir hans muni samsinna. B. L. Baldwinson

x

Sunnanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.