Sunnanfari - 01.09.1902, Page 2
Heimþrá.
Oft er Islendings
örðng ganga,
þegar þung er færð,
þykt i lofti,
fjúk er fjallvegis,
föl á hálku,
og um daladrög
dyngjur snjóa.
Móti moldviðri
mjallar kólgu,
ófærð íslenzkri
og undir-hálku
horfir hugur minn
og heimfýsi
— hugur höfuðs míns
og hjarta-löngun.
Ut í ófæra
iðulausa
hríðar harðneskju
horfa bæði
heim til húsfreyju
hugum kærrar
— sólar salkynnis
og sonar okkar.
Kjöltu kjar-viður
konu minnar
fífill föður sins
og fræva-sjóður
situr sorglaus nú
í sólskini
móður mjúkhendrar
og megin-góðrar.
Situr sorglaus nú
sendlingur minn,
hefir húsaskjól
í harðviðrinu;
hefir hita og brauð
hlátra-þröstur
sonur sólveigar
á Sandi norður.
Oll er ókunn þér
útmánaða
grimmleg góuþræls1
gerninga-hríð,
eins og ungum svan
upp’ í heiði,
þeim sem þráir flug
þroska-vængja.
Eins og ilm-bjarka
yngis-þröstur
sá er sólarljóð
á sumri kveður
ertu ókviðinn
og ókunnugur
vegum vetrarstorms
villuhríða.
Enn er ókunn þér,
ærsla-belgur,
lífs mót landnyrðing
lúa-ganga,
kal á kitinbeinum,
klaki í skeggi,
gigtar graf-stingir
og göngu-verkur.
Eru óreynd þér
— ættu að verða —
fótspor föður þíns
— fjöldinn allur,
fótspor fanndrifin,
fótspor sandrokin
heima í harðangri
og högum trega.
Hefir heimsótt þig,
húsfreyja min,
hræðsla haltrandi
um hagi inína
— fjarlægs ferðamanns
í frosti og snjó?
Sérðu í svefndái
svaðilfarir ?
Hugnæm, hárisin
1) Kvæðið er byrjað á góuþrælinn 1902.