Sunnanfari - 01.10.1902, Qupperneq 6

Sunnanfari - 01.10.1902, Qupperneq 6
78 um. Hún er þjáð ! hún er krussþjáð ! hana vant- ar alt: trúna, vonina, kærleikan og þolinmæðina. Það brakar i henni eins og uglunni hérna í bæjar- þilinu, þegar of þungt er hengt á hana. Biðjið þér með mér börn! Amen. Oft var hart í búi í Reykjadal, þegar á vetur leið. Eitt páskadagskvöld kom sr. Þ. með 7 tálkn, er hann hafði geymt í altarinu til páskanna. A heimilinu voru 7 menn og gaf hann sitt tálknið hverjum, og svo sem þumlungsstúf af kirkjukerti við. Frá þessu sagði hann sjálfur seinna og svo bætti hann við: »Þá var bæði etið og hlegið í Reykjadal«. Þessa vísu kvað maður, sem sá síra Þ. á reið með tveim öðrum, er hvorttveggja hét líka Þórður: »Eg sá i'íöa Þórða þi'já; þeirra heyröi’ eg lítið tal. Hékk á einum hempan grá; Hann er mi í ReykjadaR. Fyistu sagnirnar sex hefi eg skrifað upp eftir ekkjufrú Sigríöi Briem á Stóra-Núpi. En heuni haföi sagt atnnia hennar, Ragnheiður Finnsdóttir biskups En Ragnheiður mundi vel eftir síra Þ., er hann var í Skálholti. Hann hatði jafnvel sagt henni sum æfi- atriði sin sjálfur, því hann hafði miklar mætur á henni. Sama heimild er fyrir því, að síra Þ. hafi kunnað 9 tungumál, þar á meðal hebresku, og hafði hann verið upp með sór af því, að í henni væri hann betur að sér en Finnur biskup sjálfur. Síðari sagnirnar eru teknar eftir algengunr munn- mælum, helzt í Hreppunum, eiukum þó Hruna mannahreppi, sveit síra Þórðar. — Skipholtskot er eyðihjáleiga frá Skipholti og Hullisholtakot eyðihjá- leiga frá Hellisholtum, sem báðar virðast hafa verið bygðar á hans dögum. Br. J. Seljalandsfoss. Seljalandsfoss (bls. 76) er framan í Seljalands- múla undir Eyjafjöllum. Hann er með bæstu fossum á landinu, 178 fet, en ekki vatnsmikill að því skapi. Hann fellur óbrotinn alla leið ofan af brún. Hann blasir við langt af hafi utan. Neðst hallast bergið inn undir sig undir fossin- um, svo að þar má gánga á bak við hann. Þá er komið er þar inn fyrir hann, er hann mjög svipmikill. »Það er fögur sjón að sjá þaðan, er sólin skín á fossinn, og regnboginn ljómar í vatnsflókunum, er falla niður hver á fætur öðr- um. Þá er sem stórskorin steinstirðnuð tröll- kona greiði hárið silfurhvítt með gullkambi«. Þjórsárbrúin. Það er ein hin tilkomumesta samgöngubóthér á landi, gerð 1893, fjórum árum siðar en Olfus- áibrúin. — Sú brú hefir fyrir löngu sýnd verið í Sf. Þetta er hengibrú, eins og sú á Ölfusá, úr eintómu járni, lengdin milli brúarstöplanna 2jo fet, ,| fetum meiri en aðalhafið er á Ölfusárbrúnni; en þar er enn fremur meira en 100 feta haf á landi, sem btúin nær einnig yfir, 02 er þvi Öl- fusárbrúin í raun réttri nær þriðjungi lengri. Þjórsárbrúin er breiðari en Irin, io1/* fet milli handriðanna, sem einnig eru nokkuð hærri, 2 álnir, og miklu meira í þau borið, kross-slár og bogar af járni. Brúars.trengjunum, 3 hvorum megin, af margþættum járnvir undnum, halda uppi 26 feta háar járnsúlnagrindur, er mjókka upp á við, 4 alls, tvær við hvorn brúarsporð, en skammbiti sterkur á milli þeirra hvorratveggja að ofan til frekari styrktar. Eystri súlurnar standa á 8 — 9 áina steinstöplum, sementeruðum, en að vestanverðu er sú hleðsla ekki nema i-—2 fet, með þvi að þar liggur hamar að ánni. Haf er talsvert meira undir brúna frá vatnsfleti en á Ölfusá, á að gizka full- ar 16 álnir. Trébrú tekur við að austanverðu af járnbrúnni upp að brekkunni fyrir ofan, 10 —11 álna löng, á leið upp að akkerishleininni þar. Eins og kunnugt er, þá er jafnan á hengi- brúm uppihaldsstrengjum fest í akkeri, sem greypt eru ncðst niður í þar til gerða sementssteypu- stöpla. — Brúin sjálf á Þjórsá er öllu traustari að sjá og verklegri en sú á Ölfusá.

x

Sunnanfari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.