Sunnanfari - 01.12.1902, Blaðsíða 2

Sunnanfari - 01.12.1902, Blaðsíða 2
90 að þeim hlúð, af öðtrm en honnm sjálfum. Hinn io. júlí 1899 var hann sæmdur heiðurs- merki dannebrogsmanna. A. Amma min (Hólmfriður Indriðadóttir, f 1885). í hillingalandinu handan við gröf var hugur þinn jafnan í förum, og skaldmælta sálin þín barnshuga-bljúg með bænrækni og mannást á vörum. Þó alla tíð værirðu örbirg af fó og enginn þinn mentunar frami, á öræfum vanheilsu einangurs-lífs var andi þinn jafnan hinn sami. í æskunni tímanum eyddirðu samt í óþarfar ljóðstafa gh'mur; þá ortuð þið systurnar, unglingar tveir, af Armanni tuttugu rímur. Og ótrúlegt er það, en samt er það satt, er sízt mundi skólana gruna, að tveim árum iiðnum er skruddan var skráð þú skyldir það alt saman muna. Hve einstök var þráin, sem alt af þú barst til andlegra mennittgar-þrifa: í búsyslu stríðinu lókstu þá list. og lærðir — á hné þínu að skrifa. Með ómaga hópinn við brjóst þitt og bak þú barðist með hugrekki glöðu, og undarlegt var það, hve upprótt þú stóðst í einvirkja búkonu stöðu. Og ótrúlegt var það og óskiljanlegt, hve andi þinn háfleygi náði í hólgrafna kotinu, hreysinu því, sem hvergi var manngengt að ráði. Til dæmis um þrána að dreyma um Ijós og draga að þór skinið frá sólu: úr búrinu í eldhúsið barstu til náms — í brauðtrogi — skáldritið Njólu. Þitt hlutskifti var það, að hrímlenzkum sið, að hyrast í skorningnum sama, Og enn þá vór kennum í íslenzkri bygð þann aðdráttar segulkraft rama, Að endingu luktust þér ósæis-brár við áttræðan lífsreynslu forðann, — I austri var himininn úrkomu-blár en útrænu-gulur að norðan. Eg man það, að skepnurnar áttu þá ilt um úthaga — Jónsmessu-gróna, er táknaði og sýndi þann hallæris-hug, sem hnýtti á þig lífsgöngu skóna. G. F. Um álög1. Fyrirlestur eftir Guðm. Finnbogason. Vér höfum öll verið bcflW Vér höfum verið íslenzk börn. Og vér munu™V eflaust öll eftir rökkrunum heima, stundununv þegar kamb- arnir og rokkarnir þögnuðbi og einkennilegur • friður færðist yfir alt í baðstofsjini. Þá tókum vér skammel og kistla og settuiUst við rúmstokk- inn hennar ömmu, því hún kunni margar þjóð- sögur og æfintýri, sem hún sagði i rökkrunum. Sumt voru draugasögur, sögur um ferlegar aft- urgöngur, fólk, sent ekki hafði kunnað eins vel við sig hinumegin grafar eins og hérnamegin, og gekk því aftur. Þá var heldur.ekki fátt um fylgjurnar. Það voru Mórar, Skottur, Lallar, eða hvað annað, sem þessir kumpánar hétu. Sumarsögurnarvoruum sendingar, ekki um póst- sendingar, því lítið var nm póstferðir, þegar þessa sögur gerðust; nei, það vorn t. d. dálitlir gufu- hnoðrar, sem smugu inn um skráargatið og breyttust svo í draug eða aðra forynju, sem á- sótti þann, er sendinguna fekk. Og þá var nú betra að kunna eitthvað fyrir sér, kunna að taka mannlega á móti, og helzt að snúa sendingunni beina leið heim aftur. Vér munum líka eftir síra Sæmundi fróða og viðureign hans við Kölska. Vér sáum í anda, hvernig hann brosti í kampinn, karlsauðurinn.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.