Sunnanfari - 01.12.1902, Blaðsíða 4

Sunnanfari - 01.12.1902, Blaðsíða 4
92 og þeim er eðlilegnst að vera, svo yndislega ein- læg og blátt áfram. Von og traust skín úr augum þeirrn. Þau eru eins og blómin, er teygja sig eftir ljósinu og órar ekki hót fyrir hélunótt eða haustnæðingi. Þau eru í stuttu máli eins og þau séu ekki í álögum. En gangið þér svo um fátæklinga hverfi þessa bæj- ar [Khafnar] og takið eftir þeim, sem framhjá ganga. Takið eftir því, hvað er skrifað stendur í augnaráði og andliti þessara manna margra hverra. Eg veit ekki hvað yður sýnist vera þar skráð, eða hvernig þér lesið það. En eg þykist oft mæta mönnum í álögum, mönnum, sem bera þess merki, að þeir hafa ekki fengið að vera á sinni réttu hillu, eða komist þangað. Þeir hafa orðið að taka á sig ann- arlegan ham, annan er þeir höfðu að upphafi, hvort sem þvi veldur stjúpa þeirra eða aðrir. Mér er sem eg sjái þessa menn meðan þeir voru börn, hve ólíkt var augnaráðið. Þá var það vonglattogfjörlegt. Nú er það dauft og flóttalegt. Þá voru þeir eins og beinvaxið ungviði í skógi; nú eru þeir sem krækl- óttar, hálfíeysknar hríslur, er önnur tré þróttmeiri hafa skygt á og rænt þau lofti. Þeir eru í á- lögum, hafa ekki fengið að verða það sem þeim var ætlað að upphafi. Vera má, að mér missýnist; en nú getur hver litið sínum augurn í kríngum sig. Um hitt getum vér eflaust orðið öll sammála, að ófullkomið uppeldi, illur félagsskapur, fátækt, hleypidómar og hvers konar örðugleikar þess kyns- leggja oft og tíðum höft á menn, sem þeim tekst ef til vill aldrei að slíta, svo að þeir deyja loks í þessum álögum. IV. Ef vér lítum á land vort og þjóð, munum vér ekki reka oss þá á álög? Munum vér ekki finna í sögu vorri menn, sem voru í rauninni kongssynir í álögum ? Vissulega hefir Island átt marga menn með andlegri atgervi afreksmannsins, menn, sem born- ir voru til afreksverka; en marga hefir fátæktin klætt í tötra á fæðingardegi þeirra og lagt á þá, að í þessum ham skyldu þeir ganga, unz þjóðin gæfi þeim ást sína. En samterðamennirnir sáu ekki gegnum tötr- ana, því að »svo er hver kvaddur sem hann er klæddur«, og konungssonurinn dó í álögum. Eg skal nefna fyrsta dæmið, sem mér dettur í hug: Bólu-Hjálmar. Vitum vér annarsstaðar í íslenzkum skáldskap öllu stórhreinlegri tilþrif en Ifiá þessum bláfátæka alþýðumanni, sem sult- urinn sverfur að? Dómgreind hans er hárbeitt eins og rakhníf- ur, ímyndunaraflið þrótt- auðugt eins og norðan- brimgarður, og tillínn- ingalitið eins og islenzka náttúran sjálf: »undarlegt sambland af frosti og funa«. Og þessi maður deyr allslaus í eyðikoti; dótt- ir hans ein vakir yfir hotium. Mun ekki mega segja um hann, að hann hafl dáið í álögutn? Einhver mun ef til vill hugsa á þá leið, að ef æfikjör hans hefðu verið betri, ef h.ann hefði fengið aðra mentun, þá nuindu líka kvæði hans hafa orðið öðruvisi, en að óvist sé, hvort þau hefða orðið betri. Urn það skal eg ekkert segja. En undarlegt er það, ef sulturinn laðar fegurst hljóð úr hörpu- strengjum skáldsins, og ekki er það mín trú. (Nl.)

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.