Sunnanfari - 01.03.1912, Blaðsíða 4

Sunnanfari - 01.03.1912, Blaðsíða 4
20 sem manni heíir láðst að ilrýgja — það er að segja ef nokkuð getur verið syndsamlegt við ástina. Jón klæjaði illa bak við eyrað. »Mikill böluaður erkiauli gat eg verið!« Sigurður var nú kominn fram og sá þá Ijóshærðu stika burt og Jón standa eftir. Sigurður var einn af þeim mönnum, sem ekki þurfa að láta segja sér alla skapaða hluti. Hann rak upp skellihlátur. »Bö—ölvaðurw, sagði hann og tók stökkið upp stigann. »Þarna ertu, sagði kaupmaðurinn, og klapp- aði á öxlina á Jóni. »Væri ekki þénugt að fá sér einn bitter núna, áður en við förum í land?« »Nei takk, nei, nei!« sagði Jón úti á þekju. »Nú, bölvaður«, sagði hinn, alveg hissa og horfði á eftir honum upp stigann. »Bíddu þangað til eg býð þér aftur«, meinti hann. Þegar upp á þilfarið kom, var Ferðalangur að fara ofan í bátinn. Hann hafði ekki fríkkað síðan seinast og var ekki búinn að gleyma gærkveldinu. Og Jón þýddi síðasla hornaugað, sem hann lánaði honum úr stig- anum, eitthvað á þessa leið: »Bíddu við, drengur minn! Eg hefi þá til einskis komist undir mannahendur fyrir fantaskap, ef eg skal ekki muna þér þctta við tækifæri«. En ekki var það nema eitt orð, sem hann sleit út á milli tannanna um leið: — »Bölvaður«, sagði hann. Og stúlkan! — Hún sagði ekkert. — Þess þurfti ekki heldur. Jón vissi að sín synd var ein af þeim, sem aldrei að eilífu verða fyrir- gefnar. — En aldrei stígur hann svo á skips- fjöl síðan, að hann sjái ekki fyrir sér blá, andvaka ásökunaraugu og heyrist vera and- varpað: »Ó! — Farðu bölvaður!«. .4. Páll Sveinsson bókbindari var fæddur í Vík í Mýrdal 24. Febrúar 1818, sonur Sveins læknis Pálssonar og Pórunnar Bjarnadóttur landlæknis, dótturdóttur Skúla fógeta. Páll fór ungur til Kaupmannahafnar og nam þar bókband og rak þann starfa þar leingi, en jafnframt því gerðist liann forleggj- ari, og gaf út flestar þær bækur, sem fólki hér á landi var mest skemtan og mannfögn- Páll Sveinsson bókbindari. uður að á síðara hluta 19. aldar svo sem er »Púsund og eiu nótl«, »Ný sumargjöf«, »Und- ina«, ))Pöglar ástir«, ))Pílagrimur á*tarinnar«, Axel eptir Tegnér, Bandinginn i Chillon eptir Byron, og enn fleira. Voru bækur Páls allar ineð góðum frágangi og flestar með hand- bragði vorra beztu manna. Fyrir forlagsstarf sitt er því Páll mörgum minnisstæður hér á landi, og á það skilið að eptir honum sé munað. Páll þótti einkennilegur maður að mörgu, en jafnframt hjálpsamur maður og góðmenni. Hann andaðist í Khöfn 1874 ókvæntur og barnlaus.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.