Sunnanfari - 01.03.1912, Side 6
22
Sunnanfara III, 9; enn inst er mynd af Lauritz
Gottrúp Iögmanni á Þingeyrum, konu hans
og börnum; ramminn um þá niynd er mjög
flúraður og gulllagður. Undir þessum mynd-
um hanga nokkur grafletursspjöld. Um djrrn-
ar sjest inn í sal, sem kallaður er skrúðhúsið;
þar er geymd biskupskápan forna frá Hólum,
sem kend er við Jón biskup Arason. A minni
myndinni sjest partur af sal þeim, sem kall-
aður er stofan; fyrir gafli eru úlskorin trata-
kefli; á súðir er skarað rúmfjölum, og með
veggjum fram eru útskornir skápar og stólar
með flossessum. Sunnanfari mun síðar, er
tækifæri gefst, flytja fleiri myndir úr Þjóð-
menjasafninu.
Árni Mag-nússon.
Á næsta ári verða 250 ár liðin frá fæð-
ing prófessors Árna Magnússonar, er borinn
var í þenna heim 13. d. nóvemberm. 1663.
Hann er enn kunnur mörgum manni bér á
Iandi af jarðabókinni miklu, er hann safnaði
efni í (með Páli lögm. Vídalín) á árunum
1702 —12, og af handritasafni því, er hann
gaf háskólanum í Kaupmannahöfn eftir sinn
dag, ásamt mestum hluta eigna sinna; var af
því fé stofnaður sjóður, er við hann er kend-
ur og er nú orðinn nær 70,000 kr.; vöxtun-
um af þessum sjóði er varið til útgáfu ís-
lenzkra rita og til styrktar einum íslenzkum
náms- eða fræðimanni (1000 kr. á ári) í
senn. Æfisögu hans eða öllu heldur smá-
þætti um hann rituðu þeir Jón Olafsson frá
Grunnavík og Jón Þorkelsson Skálholtsrektor
á 18. öld og þó eigi til neinnar hlítar. Ágrip
af riti Jóns Ólafssonar var gefið út á dönsku
1836 (í Tidsskr. f. nord. Oldkyndighed III.)
og svo hefir dr. Kr. Kálund, er verið hefir
vörður handritasafnsins síðan 1883, ritað
næsta fróðlegt ágrip af æfi hans og prenta
látið með skrá þeirri í 2 bindum yfir alt
safnið, er hann hefir samið og lauk við 1894.
Nú ætlar dr. Kálund eftir undirlagi stjórnar-
nefndar sjóðsins að láta prenta öll skjöl og
skilríki, er enn eru til og á verður hitt, um
æfi lians og störf bæði hér á landi og ytra,
þar á meðal öll bréf (einkabréf og embætlis-
bréf) frá honum og til lians, ritningar sjálfs
hans um ýmis vísindaleg efni og rit samtíð-
armanna hans um hann og safn lians. Verð-
ur það alhnikið ritsafn og fróðlegt í mörg-
um greinum, með því að Árni Magnússon
var mjög við riðinn þau tíðindi, er gerðust
hér á landi í lok 17. aldar og á fyrsta fjórð-
ungi 18. aldar, en út verður það gefið á
kostnað Carlsbergssjóðsins eða með lians til-
styrk að einhverju leyli.
Með því að eigi er óhugsandi, að eitt-
hvað kunni að geymast enn hér á landi í
vörzlum einstakra manna af slíkum skjölum,
sem áður eru nefnd, þá er nú hið bezta færi
á að koma þeim á prent og gera þau með
því kunn almenningi. Öll slík skjöl verða
með þökkum þegin að láni af útgefandanum
og má senda honum þau beina leið lil liá-
skólabókasafnsins í Kaupmannahöfn; en ef
einhverjum kann að þykkja það of fyrirhafn-
armikið, þá má hann senda mér þau; skal
eg þá annast þau að öllu leyti, þar til er
auðið verður að senda þau aflur eigandanum.
Reykjavík 29. d. Febrúarm. 1912.
Pálmi Pálsson.
Bókmentafélag“ Færeyinga.
Fyrir 18 árum var vakið máls á því í Sunnan-
fara (1894, III, 7), hve eðlilegt og æskilegt það
væri, að bókmentir Færeyinga og íslendinga stydd-
ust innbyrðis á þá leið, að markaður nokkur mætli
vera í báðum þessum þjóðlöndum fyrir bókagerö
beggja. Bæði eru löndin fámeun, og veitir því
báöum örðugt aö halda uppi sæmílegri bókagerð
hvoru fyrir sig. Gát á sameiginlcgum hagsmun-
um er hér því þörf. Frændsemi þeirra manna,
sem þessi lönd byggja, þekkja allir. íslendingar
og Færeyingar eru minstu kvistirnir á þjóðameiði
Norðurlanda, en eigi að síður hefir þá kalið minst.
Eingir hata varðveitt eins vel hið forna þjóðerni
og norræna tungu sem þeir; íslendingar með bóka-
gerð um mörg hundruð ára, en Færeyingar með