Sunnanfari - 01.06.1913, Page 4
44
ráðsmaður Vestur-amtsins var hann um nokk-
ur ár, bæjarfulltrúi og eigi fá ár á ísafirði,
eftir það, er hann hafði látið af embætti, —
sýslunefndarmaður í Gullbringusýslu um hríð
og oddviti í Bessastaðahreppi o. s. frv.
Þrjár sjóðstofnanir, eru það sérstaklega, er
Sk. Th. hefir verið við riðinn :
I. Þegar málaferlunum miklu var lokið,
stofnaði hann 1000 ára afmælissjóð Eyja-
fjarðar, með 1000 kr. gjöf. Sjóðnum er
ætlað er tímar líða að efla íþróttalífið
þar nyðra, og að vísu um land alt, fegra
ýmsa staði í Eyjafirði o. fl.
II. er sjóður ekkna og barna ísfirðinga, er í
sjó drukkna. — Til voru að vísu frá
embættistíð Stefáns sýslum. Bjarnarsonar
3—400 kr., eða þar um bil, sem látið
var verða frumvísir sjóðsins, en annars
á sjóðurinn að mestu, ef eigi öllu, Sk.
Th. vöxt sinn og viðgang að þakka.
Hefir sá sjóður nú yfir 20 ár, styrkt eigi
allfáar ekkjur sjódrukknaðra manna.
III. Sjóður gamalla formanna í Norður-ísa-
fjarðarsýslu, sem stofnaður var eftir til-
lögum Sk. Th., af frekum 1000 kr., er
kaupfélag ísfirðinga átti afgangs, er það
hætti, og borgað hafði verið hverjum sitt,
auk arðsins, er það á hverju ári hafði
greitt félögum sínnm.
Þau Sk. Th. og kona hans eiga alls 12
börn á lífi (eitt hefir dáið):
Unni, gifta Halldóri lækni Stefánssyni.
Guðmund (lækni í Kaupmannahöfn).
Skúla (stud. jur. í Rvík).
Porvald (í Ameriku).
Kristínu, Katrínu, Jón, Ragnhildi, Botla,
Sigurð, Sverri og Maríu, öll heima hjá for-
eldrum sínum.
Eftir því, sem sá, er þetta ritar, hefir bezt
vit á, hefir Sk. Th. verið einhver hinn skýr-
asti samtíðarmanna sinna hér á landi. —
Áhuga- og atorkumaðnr, sem gengið hefir
framan að öllu, með góðu eða illu. Allra
manna viðkvæmastur fyrir því, ef honum
virðist maður eða málefni órétti beitt, enda
skapmikill, en þó lengstum stiltur vel. Hvers-
dagsgæfur og fáskiftinn mjög, heimasælinn
og eigi mannblendinn. Úr því réttist þó við
nánari kynningu, enda er maðurinn eigi
dramblátur nema við stórbokka. Ritfær er
hann vel og ræðufær með afbrigðum á sinn
hátt. Veldur því eigi svo mjög málsnild,
þótt oft komist hann vel að orði, heldur rök-
vísi og sannfæring um málstað sinn. Mælska
hans á hvergi betur heima en í þingsalnum.
— Hætt við að hann verði helzt til fastheld-
inn við efni fyrir þá, sem ekki eru allvel
heima í því. Og jafnvel á þinginu nýtur
hann sín varla, nema hann fái eitthvað stórt
til þess að tala um. En þá bera líka aðal-
ræður hans í aðalmálunum af öllu öðru, sem
þar er sagt nú, að skýrleik og festu.
Að öllu samanlögðu er maðurinn einn hinna
helztu og einkennilegustu manna, er fengist
hafa við íslenzk stjórnmál á síðari tímum.
/ A. B.
Liflát Friðriks og Ag’nesar.
Ár 1830 hinn 12. Janúar var hinn reglulegi dóm-
ari og fógeti í Húnavatnssýslu, Blöndal sýslumað-
ur, ásamt undirrituðum tilkvöddum vottum, stadd-
ur á par til áður ákveðuum aftökustað í svonefndu
þingi á leyti nokkru í námunda við eyðijörðina
Ranhóla og er þaðan víðsýni mikið í allar áttir. Á
leyti þessu hefir á undan, í stað aftökupalls, verið
varpað upp moldarstjett ferstrendri og er hún 8
álnir á hvern veg, grindur eru gerðar í kring með
staurum, sem reknir eru í jörðina og eru negldar
slár milli peirra. Á stjettinni er stokkur dreginn
rauðu klæðu og hökuskarð í hann öðru megin.
Á pessum stað eru stefndir komnir 140 bændur úr
næstu bygðum og standa peir kringum aftökustað-
inn í þremur hringum. Regar allt var svo undir-
búið, las fógetinn upp á aftökustaðnum allramildi-
legastann hæstarjettardóm uppkveðinn 25. Júní f. á.
í máli pví, sem af hálfu rjettvísinnar var höfðað
gegn bandingiunum Friðrik Sigurðssyni frá Kata-
dal, Agnesi Magnúsdóttur og Sigríði Guðmunds-
dóttur frá Illugastöðum m. fl. fyrir morð, brennu
og pjólnað m. m., og eru pessir 3 menn dæmdir
til að hálshöggvast og höfuðin að setjast á
stjaka. Síðan var lesið upp allrahæzt brjef til
amtmannsins yfir Norður- og Austuramti íslands
frá 26. Augúst f. á. pess efnis að fyrnefndri Sigríði
Guðmundsdóttur sje allramildilegast gefin upp líf-
látshegning sú, sem hún var dæmd í með fyrr-
nefndum hæstarjettardómi, gegn því, að hún sje
settívinnuundirstrangri gæzlu í typtunarhúsinu í
Kaupmannahöfn, en að þvi er snerti hina tvo aðra,
dæmdu Friðrik Sigurðsson og Agnesi Magnúsdólt-
ur skuli hæstarjettardómurinn óraskaður standa.
Sakamennirnir Friðrik Sigurðsson og Agnes Magn-
úsdóttir voru í dag fluttir úr varðhaldinu á af-
tökustaðinn, og fylgdu þeim á aftökustaðinn þeir