Sunnanfari - 01.06.1913, Qupperneq 6
46
prestarnir sira Magnús Arason, síra Jóliann Tómas-
son, síra GísliGíslason ogsíra Porvarður Jónsson að-
stoðarprestur, sakamennirnir hötðu óskað eptir því
að hinir tveir síðarnefndu byggu þá öðrum frem-
ur undir rtauðann. Eptir að presturinn J(óhann)
Tómasson hatði lokið áminningarrœðu sinni til
sakamannsins Friðriks Sigurðssonar,var höfuð hans
tekið af með einu axarhöggi. Gjörði það bóndinn
Guðmundur Ketilsson, sem til þess var af amt-
inu skipaður böðull, Iramdi hann verk þetta, sem
honum hafði verið falið, með handlægni og
ódeigum huga. Sakamaðurinn Agnes Magnúsdóttir,
sem meðan á þessu stóð, hafði verið geymd á af-
viknum stað, þar sem hún ekki gat sjeð til af-
tökustaðarins, var því næst sótt, og eptir að að-
stoðarpresturinn, síra Porvarður Jónsson, áður til-
hlýðilega hafði búið hana undir dauðann, var líka
höfuð hennar afhöggvið af sama böðli og með
sama hagleik og þess er að framan getur. Höfuð
hinna líflátnu voru því næst sett á tvo stjaka,
sem reistir höfðu verið í því skyni á aftökustaðn-
um, og líkin látin í tvær kistur úr ólituðum fjöl-
um og jörðuð á aftökustaðnum af nokkrum áður
þar til kvöddum mönnum. Meðan á gerðinni stóð,
frá því hún hófst og þar til henni lauk, var til-
hlýðileg kyrð og regla, og var henni lokið með
stuttri ræðu prestsins síra Magnúsar Árnasonar til
þeirra, sem við voru.
Actum ut supra
Blöndahl. R. Olsen. A. Árnason.
Þessi frásaga um líflát Friðriks og Agnesar, morð-
ingja Natans Ketilssonar, ætti að vera sú hezta,
sem til er; hún er það, sem bókað var fyrir fó-
getaréttinum þar sem þau voru tekin af. Réttar-
gerðin er á smá-skrítinni dönsku, og fyrir þá sök
hægt að kýma að henni, þó nógu sé efnið alvar-
legt, en þeim blæ verður ekki gott að ná á is-
lenzkunni. Fógetabókin, sem þetta er tekið eftir,
nær frá 1823—1898og ergeymd í Landsskjalasafninu.
Gaman og græska.
Núna, þegar mest er talað og ritað um gam-
anleik stúdenta, rifjuðust upp fyrir mér orð úr
bréti dr. Jóns Bjarnasonar, er hann reit mcr í vetur:
»Ferðasaga Dufferins íinst mér frábærlega
skemtileg; þar birtist hinn írski »húmor« í al-
gleymingi. Pað orð verður ckki þýtt á vora túngu,
því íslenskur húmor er ekki til, og hefir naumast
nokkru sinní til verið. Sarkastískir getum vér
íslendingar verið, en húmoristiskir ekki«.
Iig maldaði eitthvað í móinn í næsta bréfl.
Fanst mér eg geta bent á húmor í Grettlu. Und-
arlegt líka, ef ekkert af keltneskri gaman-glettni
væri í íslenzka blóðið runnið,
Eitt er vist, vér höfum alla daga verið níð-
skældnir, leikir sem lærðir. Pað styrkir mál síra
Jóns: Gamanið verður græska. Kýmnin verður
að háði, fyndnin nöpur og beisk. Petta er oss
líka eignað með gríska orðinu, sem mér skilst að
eigi þá uppruna-merking að holrifa — glefsa.
Grisku orðin sarkasmi og sarkastískur geta al-
drei komist inn í íslenzkt mál, en þetta óþýðan-
lega latínuorð »humor« verðum vér líklega að
leiða í kór. En hvað um það, þá væri gaman að fleiri
en færri vildu eftir því grafast og um það rita, hvað
mikið við höfum af þeim eiginlegleika í þjóðarfari
voru, og eins hve gott væri að honum að hlúa.
Skamt er oft milli gamans og græsku, sýnist
sitt tíðast hverjum um mörkin, og sjaldnast kann
sá um að dæma er sjálfur verður fyrir gletninni.
Ekki er hér dæmt um gamanleikinn »í grænum
sjó«. Hvorki heyrt hann né séð. En út af leikn-
um og umtali um hann var minst á þessa merku
ásökun, að gamanið verði grárra hjá oss en geng-
ur og gerist hjá öðrum siðuðum þjóðum. Er hún
sönn? Og hvað veldur þá ef svo er?
Pað er annars vandfarið með að kveða niður
gamanið, þó að græska fylgi. Svo mikil heilsubót
cr í hlátrinum. Getur orðið enn meiri félags-
skemd að bæla niður með valdi alt það sem þyk-
ir illvigt og nærgöngult.
Töluvert vafamál (inst mér það og, hvort laga-
og lögreglu-valdið megi beita heftingar og þving-
unar og refsingarvaldi gegn öðru í ræðu og riti
cn því, sem beint leiðir til illra og ólöglcgra verka.
Hitt verður að sækjast og verjast andlegum vopnum.
Pví vii eg og við bæta, að sá er í skjóli ein-
hvers lagabókstafs fær lögreglubann gegn birting
eða sýning ádeilu og árása, hefír með því kosið
sér lögreglubareflið að vopni, og andlega vopnið,
ritfjöðurin létta og mjúka, fer ekki í því máli vel
í hendi hans.
Af sömu rót er það runnið, að vart gæti eg
hugsað mér að það væri nokkru sinni réttmætt
að beita refsilögum við »afbrotum gegn trúar-
brögðum«. Pau eru best varin án hegningarlaga.
Eitt mætti enn athuga,' að í hlægileik verða svo
margir um gamanið og græskuna. Listamaðurinn
er einn um skopmyndina. Leikendur leggja allir
til frá sjálfum sér. Hver leikandi fær þvi nokk-
urn hluta vegs og vanda. Hver sem hlut tekur í
slíkum leik verður að gera það upp við sig, hvort
græskan ber ekki gamanið ofurliða, og hvort hæfir
hans stefnu og starfi. Pað er svo þýðingarmikið
í lifinu að vita sínu viti og vilja sinum vilja, og
neita og játa, ekki í félagi, heldur hver á sina
cigin ábyrgð. (Nýtt Kirkjublað).
Um Ííinamtilid hefir próf. Eínar Arnórsson
skrifað rækilega grein í Andvara. Aðaltiiefnið til
hennar er yflrgangur sá, er varðskipsforinginn
danski beittt hér á höfninni 12. júní þ. á. Próf.
skoðar málið frá öllum hliðum og gcrir svo glögga
grein fyrir því að skrif hans mun verða hinn
bezti leiðarvísír fyrir alþýðu og aðra um það.
Drætti úr greininni leyfir rúmið þvi miður ekki
að segja frá.