Sunnanfari - 01.11.1913, Page 2
82
rannsakaði þar mart og ritaði upp. Komst hann
þar í kynni við marga mikilsmegandi menn,
og þá var hann gerður að heiðursborgara í
Aberdeen, Dornach, Dundee, Sterling og
Wyck, og jafnframt að doctor juris i sæmd-
arskyni við háskólann í St. Andrews. þá
(1788) vildi og Humbersten Macenzie, er síð-
ar varð greifi af Seafort, fá hann í ferð með
sér til íslands, en það fórst fyrir sökum ó-
eirða, sem þá voru á Norðurlöndum og ann-
arstaðar. Á þessari ferð bauð erkibiskupinn
af Kantarabyrgi Grími að verða bókavörður
yfir British Museum, en hann hafnaði því
boði, og kaus heldur að verða leyndarskjala-
vörður (ríkisskjalavörður) Danakonungs, og
var það embætli veitt honum í ársbyrjun
1791, og gegndi hann því til dauðadags, 4.
Marts 1829.
Á þessu ferðalagi fór mikið orð af lær-
dómi Gríms. Einkum mun ntikið hafa þótt
til þess koma, að hann skildi betur en Vest-
menn eingilsaxttesku, sem mönnum í þeint
löndum var þá lítt sýnt um. Lærð kona ein
þýzk de la Rocke, setn ferðast á þessum ár-
um um Hoiland og Eingland, getur þess í
dagbókum sínunt, að hún hafi í Eaton kynzt
»þeim lærða og fjöruga íslendingi Jhehelm«,
þ. e. Thorkeiin, sent hafi Iesið þau handrit
í hókasafninu, sem bókaverðirnir skildu ekki
eitt orð í. Þá skrifaði hann upp hina síðar
nafnfrægu Bjóúlfsdrápu, sem hann gaf út
fyrstur manna laungu síðar (1815), og gerði
það svo, að það var vottað, að alt til þess
tíma hefði ekkert eingilsaxneskt kvæði verið
eins vel út geftð.
Eins og nærri má geta varð Grimi nokkuð
öfundsamt heima fyrir eptir aðra eins frama-
og frægðarför. Eldi leingi eptir af þvt.
Kona Gríms var dönsk, rík bruggaraekkja,
og varð hann þar með auðugur maður.
Börn þeirra flentust í Danmörku, og eru
niðjar hans þar enn til.
Grímur fékk auðvitað ýmsar nafnbætur, og
endaði sem konferenzráð.
Hann átti afarmerkilegt handrita, bóka og
forngripasafn, en það brann alt 1807.
Grímur var langaleingi skrifari í stjórnar-
nefnd safns Árna Magnússonar, og á kostnað
þess sjóðs gaf hann meðal annars út Gula-
þingslög með latínskri þýðingu 1817.
Grímur og sá gamli skólameistari og pró-
fastur síra Gunnar Pálsson, er prestur var í
Hjarðarholti (1753—1785), þegar Grímur var
að alast upp í Ljárskógum, voru hinir mestu
vinir. Síra Gunnar hafði á síðari árum sín-
um jafnan fé nokkurt af sjóði Árna Magnús-
sonar til fornkvæðaskýringa og fornfræða-
starfa, og er ekki ólíklegt, að það hafi að
einhverju leytí verið fyrir tilstilli Gríms. —
Bjarni amtmaður Þorsteiusson kallar Grím
velgerðamann sinn1).
Sex árum áður Grímur lézt hafði hann
því til vegar komið að fá Finn Magnússon
fyrir aðstoðarskjalavörð lijá sér við leyndar-
skjalasafnið danska, og gckk þar með svo
frá þvf, að Finnur varð eptirmaður lians, og
varð því stjórn þess safns í lröndum íslenzkra
manna óslitið frá 1791 —1847, eða í 56 ár.
En hvorl það liafi verið að öllu leyti öfund-
laust, er annað mál. Að minsta kosti varð
það fyrsla verk A. D. Jörgensens, að skamma
íslenzku skjalaverðina fyrirrennara sína fyrir
þeirra frammistöðu, þegar hann varð rikis-
skjalavörður 1882. Reyndar var Jörgensen
ekki það mikilmenni, að menn þurfi að taka
sér orð hans sérlega nærri, einkanlega þegar þess
er gætt, að hann telur það silja á sér að gefa
um leið manni eins og Árna Magnússyni það
vegabréf, að hann hafi verið »en ubehjelp-
som Islænder« (klaufalegur, fáráður, úrræða-
lítill íslendingur).
Mynd sú af Grími Thorkelín, sem hér birt-
ist, er gerð eptir olíumynd, sem komin er til
þjóðmenjasafnsins 1894 frá Ólöfu Hjálmars-
dóttur í Stykkishólmi. Hafði hún feingið
myndina eptir síra Björn i Tröllatungu Hjálm-
1) Nikolaj Bryde, sem leingi var kaupmaður í
Vestmannaeyjum, var fyrst beykir; mun liafa verið
við ölgerð Thorkelins, og studdur í öndverðu af
honum. Að fornafni hét etazráð Bryde, sonur
hans, er nú dðr síðast, einmitt Thorkelin, án efa
eptir Grími Thorkelin.