Sunnanfari - 01.11.1913, Blaðsíða 4

Sunnanfari - 01.11.1913, Blaðsíða 4
84 ekkert að vera að gefa út þessi rit upp á það, að þeim sé ætlað að fá nokkra útbreiðslu hér á landi með því ránsverði, sem á þeim er: 10 kr. í ár og ekki úr því að aka. Og hver veit hvað að ári. Frá 22—45 aura er örkin í þetta sinn. Þetta »Fræðafélaga er auðsjáanlega ekkert félag. Það er eitthvert »forlagsconsortium« með styrk af dönsku fé, en þar getur einginn orðið félagsmaður né notið neinna félagsmannsréttinda, þó að menn kaupi allar bækurnar ár eptir ár. Sunnanfari, sem þykir betur en ekki um útgáfur þessar, segir þeim fyrir sann, er fyrir þeim standa, að þeir verða að gera einhverja breytingu á þessu, ef þeir vilja, að menn sinni bókunum hér á landi, og um þetta er einn allra rómur. Annað hvort verða þeir að taka upp fasta félaga með 5— 6 kr. árgjaldi — sem bezt er á báðar hendur, — ellegar þá að þeir, sem kaupa allar bækurnar árlega, fái svo mikinn afslátt, sem þessu svari, en það er valtara og verra fyrir félagið. Um »Ljósaskipti« eptir Guðmund skáld Guðmundsson, sem út eru komin á kostnað bókaverzlunar ísafold- ar, lætur Sunnanfari það eitt nú mælt, er eptir fer og átti að standa i blaðinu í fyrra — en varð út undan, — eptir að skáldið liafði lesið upp þenna ljóðaflokk hér í Bárunni: vGuömundur skáld Guðmundsson frá ísa- firði, sem dvalið hefir hér um hríð í sumar, las upp hér í Bárubúð fyrir fjölmenni laug- ardaginn 20. Júlí kvæðaflokk mikinn, er hann hefir nýlega ort og kallar y>Ljósaskiptia. Er ljóðaflokkur þessi einkum um kristnitökuna á Alþingi árið 1000, og er víst einn liður í kvæðabálki þeim, er þetta snildurskáld hefir ort og ætlar framvegis að yrkja um ýmsa viðburði úr sögu landsins. í ljóðflokki þess- um eru forkunnar fagrar og stórfeinglegar lýsingar bæði í hinum mýkstu og öflugustu orðum og umbúningi, alt eptir því, sem hlýðir til efnisins, og svo skýrt er myndun- um brugðið upp, að flestum, sem heyrðu á flutning kvæðanna, mun hafa fundizt þeir nærri heyra og sjá menn og viðburði svo sem við staddir. Skáldið lét Þorgeir goða skyggnast inn langt í framtíðina, í sögu landsins og politik og segja fyrir örlög þjóð- arinnar. Eins og gefur að skilja er ljóða- flokkur þessi í sérstökum skilningi í mesta máta pólitiskur, þar sem hann er ortur út af jafnpolitiskum viðburði og kristnitakan var. Guðmundur yrkir allra manna bezt politisk kvæði og er jafnvígur á það þýða og stórfelda. Mýktinni skeikar aldrei, til hvors sem taka þarf. Af kvæðaflokki þessum stend- ur ylur elsku og ræktar við alt, sem þjóðlegt er og okkur á að vera kært. Tími sá, sem flulningur ljóðanna stóð yfir, mun ílestum þeim, er á hlýddu, hafa fundizt yndisstund, — munu flestir hafa gleymt sér. Slík Ijóða- gerð er holl landsfólkinu. Flokkur þessi mun verða prentaður innan skamms. Það þarf ekki að hvetja menn til að kaupa hann. Kvæði Guðmundar eru vön að ganga út. ()g hér fá menn þjóðgóðan og þjóðþarfan kveðskap«. Eiðurlnn, kvæðaflokkur Þorsleins skálds Erlingssonar, er mikið og sjálfsagt margra ára verk, og er þó ekki komið nema hálft. Mart er í því snildarlegt; einkum finst manni inngangurinn ágætur, og ekki er að tala um hvað slélt er kveðið. Þeir hætta ekki við það Þorsleinn og hans líkar fyrri en alt er rennislétt eins og hálagler, og létt eins og fífa. En stund- um finst manni léttleikinn verða nógu mikill. Eg get ekki að því gert, að klukknahljóðið í Skálholti, sem skáldið lætur vera »glinggling- gló«, finst manni vera nokkuð rindilsdindis- lega létt, þegar hringt er til þeirrar alvarlegu athafnar, að biskupsdóttirin á að fara í marg- menni og heyranda hljóði að sanna skírlífi sitt með eiði, og vera þó annaðhvort þá sek orðin, þegar hún vinnur eíðinn, eða þá ganga frá eiðnum og kasta sér út í kæruleysið. Maður hefði þá búizt við heldur dimmu og

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.