Sunnanfari - 01.11.1913, Blaðsíða 8
88
mentast var óslökkvandi, og komst hann á
þann hátt sjálfkrafa niður í mörgu, bæði
málum og öðru, og þar kom, að hann lang-
aði til að geta náð stúdentsprófi, þó að hann
tæki að gerast roskinn. Urðu þá margir,
bæði danskir menn og íslenzkir, til þess að
liðsinna honum, en hvað hann mátti sjálfur
að sér og á sig leggja á þeim árum, mun
fáum kunnugt til hlítar. Nikulás varð stú-
dent 1885, og var þá nær 34 ára gamall.
Heimspekispróf tók hann árið eptir (1886).
Þegar hann hafði lokið stúdentsprófi fékk
hann hinn svo nefnda Garðsstyrk, og hagur
hans hægðist á ýmsa vegu. Tók hann þá
að stunda nám á Fjöllistaskólanum danska,
og naut hann þar svo mikils álits, að hann
var settur þar áður langt leið, og áður
hann lyki embættisprófi, aðstoðarkennari til
tveggja ára fyrst, og síðan enn um eitt
ár til. Þvi næst leysti hann af hendi
meistarapróf 12. Dec. 1890, og hafði alt undir
jöfnum höndum: stærðfræði, stjörnufræði, eðl-
isfræði og efnafræði. Var honum þá nokkru
síðar veiltur styrkur til utanfarar, og dvaldist
hann þá um eins árs skeið í París. Þegar
hann hvarf aptur til Danmerkur, var búið að
gera hann að föstum kennara við Fjöllista-
skólann. Enn þess átti hann ekki leingi að
njóta, því að þá var hann tekinn að kenna
sjúkdóms þess, sem varð banamein hans
(krabbi í maga), og andaðist hann í Kaup-
mannahöfn 21. Júni 1898 nær 47 ára gamall,
einmitt þá, þegar hann eptir mörg og þung
ár átti að fara að njóta ánægjunnar og upp-
skerunnar af því, sem hann hafði á sig lagt
og erfiðað svo einhuga og eptirminnilega fyrir.
Á stúdentsárum sínum (1890) hafði Niku-
lás feingið verðlaunapening háskólans í gulli
fyrir ritgerð um gagnsæi ógagnsærra hluta í
vökva.
Nikulás sá um íslenzka almanakið öll árin
1889—1898.
Veraldarmaður var Nikulás ekki mikiil.
Hann helgaði sig allan lærdómum þeim, sem
hugur hans stóð til, tvístraði sér ekki og varð
því afbragðsmaður í sinni grein.
Vísur eptir Árna Böðvarsson (d, 1777).
í tilhugalífinu til Ingu seinni konu sinnar.
Hún var frá Fjósum í Laxárdal. Árni bjó
á Ökrum á Mýrum:
Opt vér lirósuni ungri drós
yndis kjósanlegri,
er á Fjósum reflarós
Rínar Ijósum fegri.
Ælti eg ekki, vífaval,
von á þínum fundum,
leiðin eptir Langadal
laung mér þætti á stundum.
Þó hafi eg brent í höfði vín,
sem hafnar geði vondu,
hjartans yndis elskan mín
ætíð blessuð »kondu«.
Árni átti að vera til sakramentis, og var
þá kominn í elli. Hafði pyllu í vasanum og
fékk sér hressingu í krókbekk, og varð naumt
fyrir að koma í tappanum, þegar kona hans
sagði honum, að komið væri að skriptum:
[Eg lók upp flöskutetrið mitt,
tírnann hef eg1) nauman.
Eg get nú ekki á gatið hitt.
Guð náði mig auman!
Réttvíst, guð, er ráðið þitt.
raunum mínum hægðu;
svona fór nú svallið mitt,
syndaþrælnum vægðu.
Andatrú.
(Gömul vísa, ort fyrir 1777).
Anzaði karlsins andað lík
— í því fjandinn vælir: —
Heim á pall í Hlöðuvík
hafið mig, piltar sælir!
1) [Hjálpaðu mér, hjartað mitt | hef egtímann,
aövir.
Prentsmiðjan Gutenberg.