Sunnanfari - 01.11.1913, Blaðsíða 6

Sunnanfari - 01.11.1913, Blaðsíða 6
86 gáfuð kona, orðheppin og meinleg í svörum, ef þvi var að skipta, og brá mjög til föður- ættar, en eingrar mentunar hafði hún notið í æsku. Minnisstætt er þeim, sem þetta ritar, hve barngóð Kristín var. Var hún fædd í Hraunbæ í Álptaveri 1821. Hún giptisl í annað sinn 12. Okt. 1850, Þorláki Jónssyni frá Hlíð, bróður Gísla fyrra manns hennar. Hjá móður sinni og stjúpa ólst Gísli upp til tvítugsaldurs. Þá misti hann stjúpa sinn. Þorlákur varð úti á Fjallabaki haustið 1868 ásamt þrem mönnum öðrum, Árna Jónssyni bónda frá Skálmarbæ, Jóni Runólfssyni ætt- uðum úr Rangárþingi og Davíð Jónssyni frá- Leiðvelli, unglingsmanni. Ritar Jón prófastur Sigurðsson svo um þann atburð í kirkjubók Tungumanna: »Lögðu á fjallabaksveg 11. Oktober, og urðu þeir úti í mesta harðveðurs norðanbyl«. Bein þeirra fundust 10 árum seinna. Ritar síra Brandur Thomasson þá svo í kirkjubók 1878: »17. Okt. jörðuð bein þeirra 4, sem úti urðu 11. Okt. 1868«. Eptir lát Þorláks hafði Krislín ekkja hans og móðir Gísla jafnan litla fellivist, en 35 ár lifði hún eptir það. Hún andaðist 1903. Gísli tók, ásamt Ragnhildi hálfsjrstur sinni, dóttur Kristínar og Þorláks, við búsforráð- um í Gröf hjá móður sinni 1868, þegar eptir andlát stjúpa síns, og má því telja, að hann sé nú búinn að búa í Gröf í 45 ár. Árið 1886 kvæntist Gísli, og gekk þá að eiga bræðrungu sína Puriði Eiríksdóllur frá Hlíð. Börn þeirra, sem upp hafa komizt, eru Sigríður í Skálmarbæ kona Vigfúsar Gests- sonar, Báðarsonar, og Olöf, sem er ógipt hjá foreldrum sínum. Vandalaus börn og skyld- menna börn hafa vcrið alin upp í Gröf fleiri en færri, og komið þaðan til þeirrar menn- ingar, sem auðna réð. Eitt þeirra er Gisli Jónsson prestur á Mosfelli. Gísli í Gröf er dulur maður, fáskiptinn og fastlyndur. Er þó gamansamur og orðhepp- inn, prúður maður til orðs og æðis. Þó að hann fari hægt, lælur hann þó ekki hlut sinn fyrir sumum þeim, sem kanske fara liarðara. Ekki hefir hann breytt búskaparlagi frá göml- um hætti, og er þó þrifabúmaður og einhver mesti bóndi á forna vísu, og hefir leingi ver- ið stærsti fjárbóndinn þar í héraði. Þuríður kona hans er og kölluð afbragðsbúkona og honum sainhent um alla ráðdeild og búsfor- gang. Merkilegt er það og um þá konu, að hún hefir alla æfi, alt í frá æsku, verið ein- hver mesti dýravinur, og ekki mátt aumt á skepnum sjá. Ekki hefir hún lært það af Dýravininum. Það hefir einginn kent henni, nema guð. Á myndinni hér í blaðinu eru þau hjónin með báðum dætrum sínum. Minning’ar. i. í Lambafelli. Brött og hála hættleg hef eg dreingur fyrr geingið sinni mörgu sunnan svell í Lambafelli; raunlítinn á rana — rann eg studdur fannir ruddu — til falls reiddi rekk á flugabrekkum. Opt var ærið tæpt um, — undir flaumur dundi hörðum hrannargarði, hrokkinn björtum lokkum; stundu hrauna handan lilóðir þunga móðu, rosti straums er reisti rösl í iðuköstum. II. Á Höfðabrekku. Á Höfðabrekku lief jeg staðið og horft á brim í úlsynningi, holskeflurnar rcka á ringi, ríða fullar geyst í hlaðið.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.