Sunnanfari - 01.10.1914, Blaðsíða 1

Sunnanfari - 01.10.1914, Blaðsíða 1
SUNNANFARI XIII, 10. REYKJAVÍK * OKTOBERMAN. 1914 Þorsteinn Erlingsson, hið alkunnn þjóðskáld, andaðist í Reykjavik 28. Sept. nú siðast, úr lnngnnbólgu. Á fyrslu árum Sunnanfara í Höfn birtust mörg þau af kvæðum Þorsteins, er gerðu hann að viður- kendu þjóðskáldi. — Hlýðir þvi að minnasl hans í þessu blaði, nú sem hann er horfinn frá lifendum inn í þrotlausa þögn dauðans og myrkrið það, sem einginn hefir aptur frá komið lil jarðlífs. Þorsteinn er fædd- ur í Stórumörk undir Eyjafjöllum 7. Sept- ember — segirkirkju- bók Dalsþinga, en sjálfurtaldi hann sig fæddnn 27. Sept., og svo hefir almentverið lalið — 1858. Hann var kominn af bændafólki í Rangárþingi. í eina æltkvísl var Þorsteinn kominn af Niku- lási sýslumanni Magnússyni af kyni Guðbrands biskups. En langamma Þorsleins í föðurætt var Anna María systir síra Páls skálda Jóns- sonar. Helga föðuramma Þorsleins var dóttir önnu Maríu, og var síra Páll tíður geslur á ferðum sínum hjá þeim hjónum, Páli Arn- bjarnarsyni og Helgu, afa og ömmu Porsteins. Kvað sira Páll þá opt vísur til Helgu syslur- dótlur sinnar, og meðal annars einu sinni þessar: Valráös hegri víki nú vængja list ineö sinni heiðarlegri hrings að hrú Helgu systur minni. l'OKS Tl'.lNN ERLINGSSON 1881, Er eg forðum auðar gná óðar hýtti seimi varslu orðin varla þá víðkunnug í heimi. Nú er skilnings gáfan góð gefin sprundi fínu, er eg þyl al' þankasjóð þessa hragar línu. Helga var hagmæll. En fátt er kunnugt af kveðskaphennar. Þó kunna menn enn þessavísueptirhana: Þclkeraldið þarna var þrifið undir litinn, örbyrgðin er alstaðar ælinlega skitin. Þorsleinnskáld var uppalinn í Hliðar- enkakoli í Fljótshlíð hjá Þorsteini Einars- syni, er þar bjó, og hann hét í höfuðið á. Þá var og til heimilis þar Jón söðlasmið- ur Jónsson. Mintist Þorsteinn Erlingsson þeirra beggja jafnan með rækt, cnda hafði Jón reynzt honum vel á ýmsa lund, svo sem fóstri hans. í latínuskólann í Reykjavík kom Þorsteinn 1877 og útskrifaðist þaðan 1883; sigldi hann þá lil Hafnar til þess að lesa lögfræði. Af prófi varð þó ekki fyrir honum í þeirri grein, enda snerist hugur hans svo að ýmsu á Hafnar- árum hans, að lítil líkindi voru lil þess, að hann mundi taka embættispróf í neinu bók- legu. En nokkur ár hafði hann þar ofan af fyrir sér með tímakenslu í j'msu hcima hjá sér. Árið 1896 íluttist Þorsteinn lil Seyðisfjarðar og gerðist ritstjóri Bjarka. Var hann það í nokkur ár. Því næst seltisl hann að á Bíldu- ÞORSTEINN ERLINGSSON. 1897.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.