Sunnanfari - 01.10.1914, Blaðsíða 7

Sunnanfari - 01.10.1914, Blaðsíða 7
79 óvenjulega blótsamur. — Á Neðraskarði o. fl. bæjum þar í grend er ákaflega veðrasamt í norðanátt og heyrist þá opt vindhljóðið í fjailinu áður en hvessir hið neðra. Þessu lýsti Þorvaldur svo: „Þegar hvín í andskotanum, þá er djöf- ullinn vís“. * * ♦ Þorvaldur reri á vetrum í Akrakoti á Akra- nesi, og þótti hinn nýtasti liðsmaður. — Ein- hverja vertíð voru illar gæftir, en nógur fiskur fyrir. — Á langafrjádag var sjóveður gott, og vildi Þorvaldur róa þegar að morgni, en for- maður vildi lesa fyrst, og réð hann. í lestrar- lokin kom Þorvaldur út og sá, að menn voru alment, rónir; hljóp hann þá inn með ofboði og kallaði í baðstofudyrum: „Hafðu helvízka skömm fyrir lesturinn! Þeir eru allir komnir til and- skotans. Eg held það só bezt, að við fjöndumst á eptir“. * * * Það þótti, og þykir máske enn, hin mesta ó- hæfa að blóta á sjó, en um það gat Þorvaldur þó ekki stilt sig. — Félögum hans þótti þetta mikið mein, og buðu honum fé til að varast blót, þótt ekki væri nema einn dag, og taldi Þor- valdur það hægðarleik. Róið var til miðs, fiskur nógur fyrir og drógu allir vel, nema Þorvaldur, sem þó var fisknastur. Gekk svo æði leingi, að hann varð ekki var. Það þoldi hann ekki, hankaði uppi, beitti aungul sinn, fleygði út fær- inu og sagði um leið: „Eg er ekki að þessum andskota leingur". Svo fór hann að draga eins og hinir. — * ¥ ¥ Haldór hót bóndi í Steinum undir Eyjafjöll- um, merkur maður, greindur vel, tölugur og há- vaðamaður í meira lagi. — Einu sinni átti hann, ásamt fleirum, erindi út að Hlíðarenda til Vig- fúsar sýslumanns Þórarinssonar. Vigfús kom út að fagna gestum, og segir við Haldór um leið og hann heilsar honum: „Mikil rödd er yður gefin; strax sem þór komuð út fyrir Múlann, heyrði eg glöggt, hvert orð, sem þér sögðuð". Halldór svarar: „Guði só lof fyrir heyrnina yðar og málið mitt,“. * * Lýður sýslumaður Skaptfellinga bjó í Vík í Mýrdal. Hann átti miklar rekafjörur, og hafði einn af húskörlum hans þann starfa, að gæta reka. — Eitt sinn kom rekamaður með þá frétt, að hann hefði fundið tvíbytnu, fulla af einhverj- um legi, rekna, en ekki gat hann opnað tunnuna. Þetta rekahapp þótti T,ýð nauðsynlegt að rann- saka sem allra fyrst; fór hann því tafarlaust. fram á fjörur með rekamanni og fleirum, þar á meðal fanga, sem hann hafði í varðhaldi, og hafði með tæki til að opna tunnuna. Fljótgert var að opna og ná á glas, en varlegra þótti, að láta fangann bergja fyrstan á. — En þegar Lýður sá, að honum varð ekki meint við, þá saup hann sjálfur á, og þegar hann fann bragðið, fórnaði hann upp höndum og bað: „Guði sé lof! Nú sé eg, að guð vill, að gamli Lýður drekki". * * * Lýður var ekki kirkjukær; en einu sinni, má- ske sama vetur og tunnuna rak, fór hann til kirkju á páskadaginn, og sat þá eins og lög gera ráð fyrir við altarishornið. Stór tólgar- kerti loguðu á altari, en skarbítar voru þá ekki komnir í móð. Um prédikun þurfti að skara ijósin, og varð meðhjálpari að gera það með berum gómum. — Skarið brendi meðhjálpara og hristi hann það því snöggt af fíngrum sér, og hrökk það þá í parryk Lýðs, sem hafði sofnað. Úr parrykinu fór að rjúka, og fór meðhjálpari þá að blása á það með hægð, en þá fór að loga. — Lýður vaknaði þá við vondan draum, þreif báðum höndum logandi parrykið af höfði sér, sleingdiþví á nasir meðhjálpara og sagði: „Hafðu það þá alt, helvítis brennivargurinn“. — Svo fór hann út. * * * Síra Gísli Þórarinsson í Odda varð bráðkvadd- ur. — Sveinn Pálsson læknir var því sóttur að skoða líkið. Þegar hann kom að Odda var Vigfús bróðir Gísla þar fyrir, og fóru þeir þegar inn í herbergið, þar sem líkið lá. Sveinn sá þar ekki hentugan stað fyrir hatt sinn, og heingdi hann því á tærnar á líkinu. Þessu reiddist Vigfús og sagði: „Brúkarðu fæturnar á honum bróður mínum fyrir uglu, mannskratti". „Ójá“, sagði

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.