Sunnanfari - 01.10.1914, Blaðsíða 2

Sunnanfari - 01.10.1914, Blaðsíða 2
74 dal og gaf þar út blað það, sem Arnfirðingur hét. En árið 1902 flutti hann sig til Reykja- víkur og dvaldi þar jafnan síðan; stundaði hann þar kenslustörf, en jafnframt hafði hann um hríð notið fjár nokkurs af lahdssjóði í viðurkenning fyrir ljóðagerð sína. í IV. ári Sunnanfara 1895 Nr. 12 er mynd af þorsteini og grein um hann, og vísast hér að ýmsu leyti til hennar. Það fylgdi Þor- steini að austan, þegar hann kom í skóla, að hann væri skáld mikið. Hafði hann þá og ort töluvert, einkuin af erfiljóðum og lausa- vísum, scm alt þótti votla meiri hagmælsku en menn eiga alment að venjast. A þeim árum, áður Þorsteinn kom í skóla, þótti Iion- um út af orðametnaði nokkrum í haustrélt- um eitthvað við þá á Rangárvöllum. Orti hann þá um það þessa vísu: Rangárvalla vondu fól vítis-kallinn taki, dreymir valla dag né sól drauga’ að fjallabaki. Þegar Þorgils á Rauðnefsstöðum lieyiði vís- una — liann var einn af Rangvellingum — sagði liann, — og gnísti tönnum, — að þetla væri »mátulegt handa þeim lielvítunum þeim arna«. Þessa vísu orti Þorsteinn og áður en liann kom í skóla, og sæi tök á inentunarframa fyrir sig: Mín er ekki gata greið gegnum þungan aga, — sé eg fram á svarta leið sólarlausra daga. Sá, sem skrifar þetta, heyrði Gísla skólakenn- ara Magnússon dást að því (1877), hvað þessi vísa væri vel kveðin. Annars hafði það, sem Þorsteinn orti áður en hann kom í skóla cða á meðan hannvar í skóla, ekki vakið neina almenna eptirtekt. Þeir, sem til hans þeklu, vissu að eins lil þess, að hann var hagmæltari — en ekki efnis- meiri — maður en venja var til. Litla eptir- tekt höfðu líka vakið kvæði þau, er hann orti á enum fyrri árum sínum í Höfn. Þau voru ofboð almenn, og á þeim áruin þagn- aði Þorsteinn alveg um liríð með Ijóðagerð. En þegar Sunnanfari var stofnaður 1891, feingu ymsir þeir, sem að honum stóðu, hann til þess að rífa sig upp úr raunabeygj- unni og fara að yrkja, og lofuðu að flytja kvæði lians. Og þá tók Þorsteinn að kveða, og kvað þá, svo sem kunnugt er, mörg af enum beztu kvæðum sínum og birti i Sunnan- fara, og nokkrum árum síðar jafnframt í Eim- reiðinni. Upp frá því var hann þjóðkunnugt skáld, og hefir nú um langa tíma verið þjóð- kært skáld. Lát hans mun því vekja eptir- tekt og eplirsjón alstaðar, þar sem íslenzk tunga er töluð. Þorsteinn var ágætur smekkmaður um snild ríms og kveðandi í ljóðum sínum, og um hagmælsku hata ekki margir farið fram úr honum. Ekki var hann jafnmikill smekk- maður um ýmislegl annað. Ókristilegur, eða að minsta kosti ókirkjulegur, þóttist hann vera og vildi hann sýnast, en ekki hafði það þó mjög djúpar rætur, því að hina mestu lotn- ingu bar hann fyrir kristindómskenninga snild þeirra Hallgríms Péturssonar og Jóns biskups Vídalíns. Hvort hann skuli liggja í norður og suður eða út og austur, verður því vandséð. Hve mikill eða lítill, hve vilur eða óvitur maður Þorsleinn hafi verið, er víst bezt að láta liggja milli hluta. Um slíkt er altaf vant að dæma. Maður veit aldrei nema það sé manni sjálfum að kenna, þegar maður ber virðingu fyrir einhverju í fari annara eða þegar maður metur eitthvað hjá þeim einskis. Guðs er að rannsaka hjörtun og nýrun. Mart er sjálfsagt til óprentað af kvæðum eptir Þorstein, og þá ekki síður af lausavís- um, sem honum lét ágætlega að yrkja, en skrifaði víst ekki allaf hjá sér sjálfur. Hér er ein, sem hann sendi kunningja sínum í Iiöfn, eptir að hann hafði verið hjá lionum um jól: Silfur, gull og sæla stór sendist pér af hæöum fyrir ket og fyrir bjór og fyrir sand af gæðum. Og munu mart mega telja líkt þeir, sem honum voru vel kunnugir. Kona Þorsteins, Guðrún Jónsdóttir, sem reyndist honum vel, lifir hann, og 2 börn þeirra.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.