Sunnanfari - 01.10.1914, Blaðsíða 8

Sunnanfari - 01.10.1914, Blaðsíða 8
Sveinn, „og þótti mér þó einlægt meira koma til fótanna á honum en höfuðsins". * * * Sveinn Pálsson og Magnús Stephensen sýslu- maður voru saman í ferð. — Á sunnudegi rótt fyrir hádegi lá leið þeirra fram hjá kirkju. — Þá þótti óhæfa að ríða fram hjá kirkju, en þeir höfðu verið á ferð alla nóttina, og voru því þreyttir og syfjaðir, og gátu því líka búist við, að gera hneyksli með því, að sofa í kirkjunni. Þeir réðu þó af að fara í kirkju, en sitja saman, og að sá, sem síðar sofnaði skyidi vekja hinn. Alt fór vel þangað til prestur var fyrir nokkru kominn í stól, þá fór Sveinn að sofa og hraut. Magnús fór að ýta við honum, íyrst með hægð, en svo fastara, þegar annað ekki dugði. — Loksins rak Sveinn upp stór augu eins og í svefnrofum og sagði hátt: „Hvernig lætur hel- vítis maðurinn, má eg ekki sofa“. — Sveinn haíði aldrei sofnað. * * n Þegar síra Sæmundur Holm var prestur að Helgafelli, hafði hann einu sinni fyrir ræðutexta nauðsyn alvarlegrar iðrunar og yfirbótar. Þess er ekki getið, hve mergjuð ræðan hafi verið. En þegar nokkuð var komið fram í hana, komu inn í kirkjuna danskir og íslenzkir veizlunarmenn úr Stykkishólmi. Þá biýnir prestur röddina og segir: „Það segi eg yður satt elskaniegir, að ef þér ekki gerið alvarlega yfirbót, þá farið þér ailir til helvítis — eins og kaupmennirnir og þeir dönsku". * ¥ ¥ Meðhjálpari síra Sæmundar, sem Guðmundur hét, sótti prest til að þjónusta dauðvona kerl- ingu. Þegar prestur kom var kerling ný skilin við, og féll presti það illa. Hann áttaði sig þó brátt og segir: „Það skal í hana samt, haldið þér í sundur á henni kj^ptinum, mr. Guð- mundur". Athöfnin fór svo fram. * * ¥ Þegar Árni biskup Heigason heyrði, að Svein- björn Egilsson hefði haldið lofræðu pereats-vet- urinn yfir Jóni Þorleifssyni fyrir ást hans á bindindi, sagði hann : „Mikið, að hann hélt ekki 80 lofræðu yfir bakinu á honum“. — Jón var krypp- lingur. * * * Árni biskup fór, sem optar, að Bessastöðum til messugjörðar í blíðu veðri á vetrarvertíð, en einginn maður kom tii kirkju. Þegar vonlaust var um messu, fór síra Árni að tygja sig, og þegar hann kom út sá hann, að menn voru alment rónir. Þá sagði hann : „Þeir þurfa prest, sem getur prédikað úr stafni". Hann tók aðstoðar- prest, sem líka var vanur sjómaður. * ¥ « Kristján Kristjánsson amtmaður dvaldi á Bessa- stöðum vetrartíma, eptir að hann kom úr sigl- ingu. — Þann vetur var einhver samblástur móti síra Árna í sóknum hans, og lék það oið á, að Kristján mundiróa þar undir. Eitt sinn þegar Árni var að fara í hempu sína, var einginn viðstaddur nema Kristján, og bauð hann því prófasti að hjálpa honum. „Þakka yður fyrir“, sagði síra Árni. „Þér eruð h'ka manna vísastur til að hjálpa mér úr henni aptur". * ¥ ¥ Einar Helgason trésmiður, bróðir Árna biskups, kom heim til sín hvítasunnu-morgun ekki vel til reika. Kona hans var þá nýkomin á fætur ; var hún að taka til í húsinu og reyna að gera alt sem hátíðlegast. Þegar hún kom auga á mann sinn, varð hún bæði hrygg og reið, og sagði í gremju : „Það er guðlaust hús þetta“. Einar hleypur til, opnar alla glugga, tekur hurðir af hjörum, fer svo til konu sinnar og segir: „Nú held ég hann komist inn“. * * * Síra Eggert Bjarnason, síðast prestur í Staf- holti, prédikaði ætíð blaðalaust, eins og fieiri eldri klerkar. — Hann átti eitt sinn að leiða í kirkju konu Kristófers í Svignaskarði. Fyrst fór alt vel; svo þagnar prestur alt í einu og þegir um stund. Svo rekur hann upp skellihlátur og segir: „Það er ekki von að eg muni hvað hún heitir konan hans Kristófers míns; margan góðan kaffibollann hef eg þó sopið hjá henni". Kristófer minti á nafnið. (Niðurl.) Prentsmiðjan Gutenlíorg.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.