Sæbjörg - 01.01.1892, Side 3

Sæbjörg - 01.01.1892, Side 3
6 SÆBJÖRG. 6 »Æ! það víkur úr leið, ó góði G-uð gefðu’ okkur aptur að líta; ef að þjer þóknast vort ættarláð með ástkæru tindana hvíta«. Nú aptur það kemur á flughraðri ferð, með fannhvítum seglum við rá. 0! hó, ó! bræður! Oss bjargið nú fljótt vjer berumst hjer dauðvona um sjá. Skipstjóri sá þá og sendi þeim bát, sem að þeim bjargað gat fljótt, þá setti’ að þeim þakkar- og gleðigrát, þeir gleymdu’ aldrei þessari nótt. « Tóki». Bjargráðanefndir. Líf og lífsvon sjómanna á Islandi er háð þeim hættum, brevtilegleika og vafa, að ekk- ert væri eðlilegra, en að sjómenn legðust allir á eitt, að koma á þeirri samvinnu og fjelagsskap sín á milli kring um allt land, að atvinnuvegur þeirra yrði hættuminni og arð- samari, heldur en verið hefir; þetta ber öll- um saman um; en hitt, hvernig því verður komið á, þar er ágreiningurinn; sitt vill hver, og sundrungsandinn og sjergæðingsskapurinn á Suðurlandi, hefir lengi steininn klappað; en hjer er bót á máli, Suðurland er ekki land allt, og þegar í sjálfu sjer sundurþykkt, ekki ólíklegt, að öðrum hlutum lands vors auðnist að stíga feti framar, og koma mál- um sjómanna og sjómennsku, fiskiveiða og fiskiverkunar í það horf, er landi kann til heilla að verða, Jeg vildi sízt kalla Isafjörð eða Seyðisfjörð útkjálkastöðvar, því ekkert er líklegra eptir aðförum þessara tíma, en að Seyðisfjörður og Austfirðir verði fiskisælda-pláss íslands, og bregði skugga á fiskistöðvar við Faxaflóa. Sjórinn er brunnur óteljandi auðæfa, sem ausa þarf úr og hagnýta sjer, en til þess þarf stjórn, varkárni og verkhyggni. Meðal sjómanna í kring um Island eru víðast hvar menn, sem hafa þessa kosti til að bera, en sem vegna fjarlægðar, viðkynningaleysis og vanefna geta eigi neytt hæfilegleika sinna. Til þess að reyna að greiða úr þessu; til þess að reyna að koma á samvinnu og fje- lagsskap meðal sjómanna, til framfara og tryggingar atvinnuvegi sínum, eru Bjargráða- nefndir komnar á í flestum sjávarhreppum landsins, og í flestum þessum nefndum eru nýtustu menn, sem skilja til hlýtar hvers við þarf, og hafa vilja til að styðja að framför- um sjómennsku ogfiskiveiða; enþaðerlangt á milli manna; það er sín venjan í sjóplássi hverju, svo þessir kraptar ná ekki að styðja hver annan, og meinvætturinn er, að hingað og þangað eru einstaklingar, sem leggja sig í framkróka að eyðileggja eða veikja, alla viðleitni framfara og fjelagsskapar, sumpart af vanþekking og sumpart af metnaði og eigingirni; samt hefir eigi tekizt, og mun eigi takast, að drepa vilja og viðleitni bjargráða- nefnda, ef þær í eindrægni og með þolinmæði vinna að ætlunarverki sínu, að efla sinn eigin hag, til eflingar heildinni; með fjelagsskap, að koma betra skipulagi á sjómennsku i fiski- plássum landsins. Bjargráðanefnda hefir að undanförnu verið getið í blöðum, einkum »ísafold» á árunum 1888, 89 og 90, en síðastliðið ár bættust nokkrar nefndir við vestra og eystra, og skal þeirra síðar getið, sem og ýmsra manna er láta sjer annt um þetta rjettnefnda »velferð- armál sjómanna«. Við Faxaflóa hefir eigi tekizt að uppræta eður svæfa nefndirnar, þótt að því sje og hafi verið róið, og eru nokkrar nefndir þar, sem senda starfsystrum sínum á Islandi inni- lega kveðju, og verður að nægja hjer, að ein tali: »Bjargráðanefndin í Keflavík biður »Sæ- björg«, þá er hún hefur fyrstu ferð sína um land vort, að bera öllum Bjargráðanefndum á íslandi systurlega kveðju sína, með þeirri ósk og von, að hún (Sæbjörg) gjörist trygg- ur og traustur sambandsliður milli nefnd- anna; veiti þeim kost á, að kynnast hver annari sem bezt og sameini þannig krapta þeirra, að þær ótrauðar geti barizt fyrir hinu heillavænlega málefni (bjargráðum) og var- izt árásum ýmsra sjergæðinga, sem þykir betur sóma að blekkja viðleitni nefndanna,

x

Sæbjörg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/143

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.