Sæbjörg - 01.01.1892, Blaðsíða 5

Sæbjörg - 01.01.1892, Blaðsíða 5
9 SÆBJÖRG. 10 1. Búðir eru alls 14. Minnsta búðin er 411 teningsfet, þar 4 raenn, og fyrir hvern 102 teningsfet. Stærsta búðin er 1620 teningsf., þar 5 menn, og fyrir hvern 324 teningsfet. 2 búðir með 102—120 teningsf. á hvern raann 2 — — 120-130 ----------- _ _ 4 — — 130—140 ----------- _ — 4 — — 140—200 ----------- — _ 2 — — 200—323 ------------ - — _ 2. Utvegsmenn láta s.jer annt ura, að sjó- mönnum sínum vegni sem bezt, og hafa viðgjörðir við þá verið vítalausar, eptir því sem nefndin hefir frekast komizt að. 3. Ekkert dæmi hefir nefndin hevrt þess, að útgjörðarmenn hafi eigi fengið umsamið kaup. Þess skal getið, að skinnklæði eru geymd á öðrum stað. Aths. ritst. Þótt búðirnar sjeu litlar, þá er þess að gæta, að búðir sjómanna verða að vera hlýjar. Mest virðist mjer ríða á því, að búðirnar sjeu hlýjar og bjartar og búnar túðum, svo loft sje gott; menn geta kafnað í herbergjum, þar sem teningsfetatalan nær 1000 á mann, ef öll op eru lukt, og kola- stibba fyllir herbergið. Skýrsla Bjargráðanefndarinnar í Garði, Þorsteinn Olafsson í Lykkju oddviti. Árið 1891, 7. dag nóvbr. hjelt Bjargráða- nefnd Rosmhvalaneshrepps fund með sjer á Meiðastöðum, til þess að ræða um fískiverk- unarmálið og fleiri mál; á fundinum mættu þessir B.jargráðanefndarmenn : Jón Eyjólfs- son S.jóbúð, Jón Eiríksson Nýjabæ. Nikulás Eiríksson Utskálum, MagnúsÞórarinsson Mið- hús. Þorsteinn Olafsson Lvkk.ju, Þórarinn Árnason Gerðum, B.jörn Tómasson Skeggja- stöðum, Einar Sigurðsson Vörum, Árni Þórð- arson Meiðastaðakoti og Teitur Pjetursson. Kom þá fyrst til umræðu að þvo og verka allan saltan fisk betur en að undanförnu, og eptir margar umræður komust menn að þeirri niðurstöðu, að þetta þyrfti til þess að fá hann góðan: 1. Blóðga fiskinn vel strax og hann er dreg- inn upp_úr sjónum. 2. Þvo hann vel áður en hann er saltaður. 3. Salta hann minna en áður, því það var álit þessara manna, að þegar fiskur væri mikið saltaður, væri hættara við suðu. 4. Pressa hann vel blautan og þrábreiða hann ekki. 5. Þurka hann vel, og fá eiðsvarna mats- menn til að taka á móti fiskinum, og að kaupmenn ekki hafi leyfi til að taka fisk í vetur, eins og hingað til hefir átt sjer stað, því til ónýtis er fyrir menn að vanda fiskinn, ef að kaupmenn mega skemma hann í útskipuninni, og yfir höfuð að tala, leggja alla krapta fram, og gera allt sem í manns valdi stendur til þess að verka svo vel allan fisk, að menn með tímanum þyrftu síður að óttast þessar aðfinningar, og mis.jafna verð á honum. Allir framanskrifaðir menn taka að s.jer hver í sinni vör, og í kring um sig, að líta eptir fiski, hvernig menn verka hann í salt- ið, og áminna menn um vöndun og hrein- læti, og skyldi einhver móti von okkar, ekki vilja sinna því eða vanrækja að gera allt, sem mögulegt er til að hafa góðan fisk, þá að tilkynna það hans viðskiptamanni. Leiðir og lendingar. Að allir Inn- og Útgarðsmenn hlaði upp miða- og sundmerkjavörður, og hafi þær svo háar, að kostur er á. Var verkinu niður skipað þannig: Útgarðsmenn inn að Útskálum annist um sundmerki á Lambastöðum og Lónshúsum, og set.ji sundmerki undir umsjón Jóns Ei- ríkssonar Ný.jabæ, og Einars Jónssonar Hofi. Útskála- og Miðhúsahverfismenn hlaði upp sundmerkjavörður í Króksós undir umsjón Nikulásar Eiríkssonar Útskálum og Þorsteius bónda Olafssonar, Lykkju. Garðahverfið og Garðsmenn inn að Kot- húsum hlaði upp Kolbeinsstaðavörðu og Hól- inn sem miða vörður, undir umsjón Jóns Eyjólfssonar, Sjóbúð, Þórarins Árnasonar, Gerðum og Einars Sigurðssonar, Vörum. Inngarðsmenn hlaði upp Hríshólavörðu, og setji sundmerki í Kópu undir umsjón Árna Þórðarsonar,

x

Sæbjörg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/143

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.