Sæbjörg - 01.01.1892, Qupperneq 6

Sæbjörg - 01.01.1892, Qupperneq 6
11 SÆBJÖRG. 12 Lýsi eða olia. Herra Einar Sigurðsson á Vörum skrifar 3. jan. 1892. Lýsið er, að minni eigin reynslu, ágætt til bjargráða; það befir reynzt mjer mikið vel, og það síðast í sumar, þegar Einar í Sandgerði var hjer að sækja fisk fvrir Dús- verzlun; þá kom að borði dekkbátnum opið skip frá Lónshúsum, hlaðið fiski; bráðhv'essti þá á norðan svo skipið lá undir áföllum; svo flæktist það á árum upp i vörina til mín (Varós), og kom mjer ekki annað til hugar, þar skipið var hlaðið fiski, en að það mundi sökkva með öllu saman, og mundi þá hafa orðið hætt fleiri eða færri af mönnunum. Jeg hellti þá 16 pottom af lýsi i sjóinn; sljetti hann brátt, svo allt komst af og fiskur lítt skemmdur. T haust lenti jeg hjer hlöðnu skipi, á sjó hálfföllnum að, í norðanstormi; jeg var einn heima af karlmönnum, því hjer voru allir í beitutúr; var jegþvi nauðbevgður til að stjóra skipið út á vörinni vfir flóðið; dreif jeg því í sjóinn töluvert af sjógrút, og lánaðist það mikið vel, því sjó sljetti fljótlega, og allt fór ágætlega. Hjer var ákvarðað að liafa »bárufleyg« á hverju skipi með lýsi eða olíu. Úr brjefi úr Keflavík 26. des. 1891. Einn formaður hjer, Pjetur Jónsson kom fyrir nokkru úr beitutúr í stormi og ókyrrum sjó; brúkaði hann lýsi alla leið frá Reykja- vik og að lyktum við lendinguna. Gekk hon- um ferðin vel og lending ágætlega, þótt land- taka ekki væri góð, eins og mörgum er kunn- ugt, sem hjer þekkja til. Skip frá N. N. af Vatnsleysuströnd varð nýlega að leita lands i Króksós í stórsjó og stormi; þar kvað ekkert lýsi hafa fundist innanborðs, og var það guðs mildi, að þeim ekki hlekktist á. Þegar skip þetta fór aptur úr Osnum, var enn þá brim, en ekkert lýsi, og urðu skipverjar að fá sjer einn bezta for- manninn þar til að koma með sjer út, og heppnaðist þetta fyrir dugnað hans ogkunn- ugleik. Útvegsmenn við sunnanverðan Faxaflóa, sem á landi sitja sjálfir, hugsi um skip og menn, er þeir um hávetur senda til flski- veiða vestur fyrir Garðsskaga. Samvizka þeirra mun hvísla að þeim,- »Lát þá hafa lýsi eða olíu með sjer, þú verður kraflnn reikningsskapar á sinum tíma! Sæbjörg biður Bjargráðanefndir að vera sjer svo vinveittar, að safna og senda sjer skýrslu um: 1. Slys þau á sjó eða í lending, er fyrir kunna að koma, og hvað að líkindum oll- að hafi, og, hvort lýsi eða olía hafi verið á skipi eða ekki. 1. Aflaupphæð í hverju flskiveri og á hverri vertíð fyrir sig þetta ár. Nœturróðrar eru nú afteknir í Garði, og mun þess síðar getið; heflr það tekizt fyrir fylgi sóknarprestsins sjera Jens Pálssonar. Sjest á því, að betur mundi fara, ef fleiri prestar kæmu eins fram í »Bjargráðum« við sóknarmenn sína, eins og hann. Bjargráðanefndirnar í Revkjavík og Sel- tjarnarneshreppi hafa, ásamt flestum sjó- mönnum, unnið að sama, og skal betur skýrt frá því síðar. Framfarir meðal sjómanna. Þegar jeg í XVIII, 96 »ísafoldar« af 2. þ. m., sá grein herra H. J. með ofannefndri fyrirsögn, þá datt mjer strax í hug, að í. henni hlyti að vera eitthvað gagnlegt og nýtt, því nafnið H. J. er inngreipt í óskráðri sögu Skipaskaga á Akranesi óafmáanlegum einkenndum litum. Þótt herra H. J. nú segist hvorki Bjarg- ráðanefndarmaður eða sjómaður, þá hefir hann hvorttveggja verið, og látið kveða að sjer 1 hvorutveggju, eins og í öllu sínu lífs- starfl. Frarakvæmdarsemi hans og vandlæt- ingasemi hefir verið alkunn, og þótt hann í þessari grein fari hörðum orðum um að- gjörðaleysi Bjargráðanefndarinnar þar, þá greiðir hann svo fallega úr því, með því að benda fyrst og fremst til þess, að nefndin muni láta sjer annt um að halda uppi helgi sunnudagsins, og stuðla til þess, að sjómenn hafi yfir bænir og blessunarorð bæði á sjó

x

Sæbjörg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/143

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.