Sæbjörg - 01.02.1892, Page 2

Sæbjörg - 01.02.1892, Page 2
íg SÆBJÖBG. 20 Myndin. I voða staddur er jeg æ, og er á klungur vegi; jeg fótum hvergi festa næ, en fyrir neðan aðeins sæ, jeg lít, við bergið bláa! I lífsins stríði stend jeg einn og stormar harma þjóta; eg áfram vil, en er svo seinn, ef eigi hjálpar kraptur neinn; jeg hlýt að falla, falla, jeg fótað get mig valla. En, lifna sál mín! lyptuþjer, til ljóssins unaðs sala; jeg á þar vin, sem æ mig sjer og ætíð veit hvað hentast er, hann vill mig vernda’ og styðja, ef vil jeg aðeins biðja! Hann Jcemur þegar kallar neyð, og kross jeg verð að bera; hann kemur æ á lífsinsleið, og loks í mínum bitra deyð ef aðeins vil jeg iðja: hann opt og heitt að biðja. Jeg liræðist því ei háska’og grand, ef hef jeg Jesú með mjer, jeg hugrór fer um haf og land, þótt hamist brún við ægis sand. Hann mun mig styrkja og styðja, jeg stöðugt vil hann biðja. «Tóki». Bænin í Jesu nafni. íinn fagri og blessaði siður sjómanna, »að »a bænina«, er nú að glæðast kring um ,nd vort, og var mjer sönn ánægja að hitta ómenn á Seyðisfirði, að sunnan, semjátuðu, ð þeir ætíð færu á sjó í Jesú nafni og læsu bæn sína. Sjómenn! trúið þið því, að jeg hefi heyrt menn segja: að bæn sjómanna væri þýðingarlaus; hún væri vanabæn; þeir meintu ekkert með henni! Guð vægi þess- um; því þeir vita ekki hvað þeir segja. Hættur þær, sém sjómaðurinn á við að stríða, eru svo stórvægilegar, ekki aðeins á hafinu, heldur og í hömrunum, þar sem fuglveiði er stunduð, að án trúar er sjómaðurinn ekki sjómaður; og hinir trúarlitlu halda þess vegna að sjómaðurinn, sem fer til sjávar með gáska- orðum, hlátri eða hlægilegu látbragði, að hann geti ekki snúið sjer til Guðs á svip- stundu. Jeg veit betur. A því skipi sem formaðurinn les bænina, þar drekkur hver sál dóm eða frelsi, upp á eigin ábyrgð. — Haldið fastri venjunni, og skammist yðar ekki, hver sem til sjer, æfinlega, þegar þjer á sjó farið, að lesa »bœnina« í Jesú nafni — þá er hann á skipi með yður — og þótt þjer við og við kunnið að gleyma honum á landi, þá gleymir hann yður ekki, hann dregur yður að sjer, þótt ekki verði fyr en á sjónum. Látið engan villa yður af vegi sáluhjálpar yðar. Viðhafið öll Bjargráð, hvað sem um þau er sagt. Þeir, sem telja yður frá þeim, þeir benda yður á ekkert betra, þeir villa yður aðeins, líkt og þeir prestar, sem ætla að koma á brennivínsbindindi, en leggjaþað ekki á sjálfa sig. Lýsi eða olía. Þetta bjargráð, sem jeg síðast heyrði nefnt »humbug« 24. sept. 1891, ryður sjer, oghefir þegar rutt sjer til rúms um allan heim, enda liefir það verið viðhaft í ýmsum myndum, frá upphafi sjóferða, þótt það þá væru »galdrar« nefndir, og er nú orðið svo alkunnugt á Is- landi, að enginn kallar það framar »humbug«, nema hann sje víndrukkinn, eða svo heimsk- ur, að hann hafi látið aðra tæla sig til þess; en hverjir aptra helzt Bjargráðum? nokkrir þeirra, sem vildu aftaka síldbeituna, aftaka lóðina; hann, sem jafnvel stakk upp á að »fá kaupmenn til að fiytja ekki garn til neta«. Þeir sem vilja binda sjómenn við borð, og láta þá dansa eptir sinni »pípu«, eins og áð- ur, og þeir, sem eru hræddir um, að Bjarg- ráðanefndir. muni rýra eða draga úr em- embættistign sinni, svo sem hreppsnefndar, hreppstjórnar eða þ. 1.

x

Sæbjörg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sæbjörg
https://timarit.is/publication/143

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.