Sæbjörg - 01.02.1892, Síða 6
27
SÆBJÖBG.
28
siá, og þarf hann því að vera aðgætinn, með
veður, bæði á sjó og landi, og passasamur
um að sjerhverjar skipsnauðsynjar sjeu af
hásetum vel umhirtar á sínum vissa stað í
skipinu, og til taks, ef á þarf að halda.
Hann verður að sjá fyrir þvi, að allt það
til skipsins heyrir, segl, reiði, árar, keypar
og allt annað sje traust og öflugt, svo ekki
bili, þegar mest á iiggur. Hann ætti að
venja sig á, að fara vel að sjó, og kallajeg
það, ef hann sækir djarft en situr ekki lengi,
sízt þegar tvísýnt veður er áloptinu. Fyrir
engan mun ætti hann að bíða á sig myrkur
á haust- eða vetrarvertiðum og róa ekki fyr
en í dögun að sjóbjart sje.
0. V. G.: TJm seglin œtla jeg eJcJci aðtala
Jijer, þar vonandi er, að œfðir og reyndir
formenn Jcomi sjer innan sJcamms saman um
að gjöra þœr breytingar d sJcipalagi og segla-
Jiögun sem brýna nauðsyn ber til, þar enginn
mundi Jieldur gefa því gaum sem stendur,
allra sizt við Faxaflóa, og jeg œtlast til að
sjómenn sjdlflr reyni Jiugvit sitt, svo betur fari,
því flestum er það Ijúfast Jijer, sem þeirflnna
upp á sjálflr.
Þ. J.: Það er annars eptir voru skipalagi
rjettast að fara varlega i, að brúka stór segl,
þvi þau eru ekki allra meðfæri. Þegar segl
eru stór, má hafa vakandi auga á þeim og
vindinum; sje það gjört má lengi halda skip-
inu á kjölnum; sje lítil seglfesta eða skipið
tómt, er bezt að sigla. þvert, og láta kala
við mastrið, með mikilli temprun, það linar
vindinn i seglinu.
G. P.\ Siglingar eru vandasamar í ofviðri;
þarf formaður þá, sem ætíð endranær að
vera aðgætinn, öruggur ogfljótur til úrskurð-
ar þegar áliggur, því þá verða hásetar líka
öruggir og tiltaka góðir. Eptir höfðinu dansa
limirnir.
Þ. J.: Stjórnara ber að aðgæta nákvæm-
lega þegar vindköst eða hrynur koma, og
þá vinda skipið uppi, og því næst gefa því
aptur betri ferð. Sje skipið hlaðið, er mæta
skal stormi og stórsjó, skal formaður aðgæta
bæði vind og sjó, að skipið verjist sem bezt
ágjöf; þegar hann siglir þvert, skal hann
aðgæta alla stórsjói, áður aðkoma, því opt
ber við, að stóra sjói má sjá álengdar frá
skipinu; skal hann þá leitast við, að sigla
fyrir þá, ef mögulegt er, eða þá að draga
úr gangi með því að beita uppí, meðan stór-
sjórinn veltur áfram. Verði þvi ekki við-
komið, og formaður sjái, að hann fái ekki
forðast hann, er bezt að láta skipið fá sem
mesta ferð og setja það uppí hann sembezt
verður, en ekki hleypa undan honum, sem
þó nokkrir gjöra, en það er þó hættu meira,
þvi þegar fólkið allt situr útí vindborða, lin-
ast vindurinn í seglinu, þá undan er hleypt,
hallast þá skipið undir sjóinn, og fær við
það auðveldlega fyllst eða farist (sbr. hjer
notkun lýsis eða olíu). Eins, og engu síður,
þarf formaður með skipverjum sínuin, við
undanhaldið, að gæta nákvæmlega sjóa þeirra,
er honum virðast skipi sínu ofvaxnir; þeir
geta komið með sterkum vindi frá öllumátt-
um, en einkum frá vestri; lendi þeir stæztu
á skipinu, er við líftjóni að búast ef ei verð-
ur afstýrt. Þegar með góðri aðgætni fyrir-
sjest að stórsjór muni skipið hitta, skal for-
maður víkja úr vegi, ef mögulegt er, sem
optast er hægt, sje hann eklti of nærri landi,
en við brimsjói á sundum hvar lenda skal
er verra við að eiga, því þá verður að halda
beina leiðina, (lýsi).
Að sigla undan eða vel liðugt, er máske
álitin minni hætta, og það játa jeg í sumu,
því þá getur maður brúkað svo mikið og lítið
af seglunum sem vill, en sje skipið þungað,
verður sú ágjöf eða sjór, sem inn kemurvið
undanhaldið ætíð hættulegur, sem kemurinn
á bæði borð (sinn borðýli hvoru megin),
skal því vandlega aðgæta alla þá stórsjói, er
á eptir koma skipinu og undir það, verði
hann öðruhvoru megin, þá er hann ríður undir,
og láta hannsvo bera skipið með sjer, linar
það ágjöfina, ef laglega er að farið.
0. V. G.: Þeir sem láta sjer um munn
fara, að gagnslaust sje að Jiafa lýsi eða olíu,
ef það eigi gagni i nauðbeit lika, eða jafnvel
beint á móti, œttu nú sjálflr að reyna lýsi eða
oliu i liðugu og undanháldi, þá mundu þeir
sansast á þvi, að lýsið getur verið að notum,
gegn ofureflis sjóum i nauðbeit, með því að
formaður láti slá undan og hleypi sjónum